Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Stórsókn okkar iafnaðarmanna verður ekki stöðvuð — segir Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarfulltrúi Guðmundur Ami Stefánsson bæjarfulltrúi er frambjóðandi í prófkjöri Alþýðuflokksins, sem fram fer 1. og 2. febrúar næstkomandi. Hann hefur setið í bæjarstjóm fyrir Alþýðu- flokkinn frá því 1982. Alþýðublað Hafnarfjarðar sótti Guð- mund Ama heim og fyrst var spurt um álit hans á þróun bæjarmálanna á því kjörtímabili, sem nú er senn að ljúka. „Það sem einkennt hefur þetta kjörtímabil er stefnuleysi og ómarkviss vinnubrögð meiri- hluta bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar í ýmsum lykilmálum er varða hag bæjarbúa,“ sagði Guðmundur Arni. „Sannleikur- inn er sá, að þótt sumum málum hafl vitaskuld miðað fram á við á þessu tímabili, þá eru alltof mörg hagsmunamál bæjarbúa, sem hafa verið látin liggja í salti. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Oháðra borgara er orðinn þreyttur og úrræðalítill, enda hafa þessir flokkar setið við kjöt- katlana alltof lengi; Oháðir hafa verið í meirihluta óslitið sl. 20 ár og sjálfstæðismenn í 16 ár á 20 ára tímabili. Fulltrúar þcssara flokka eru því orðnir of' vanir valdinu; halda málunt fast að sér og láta geðþóttaákvarðanir ráða ferðinni, í stað framsýnnar og markvissrar uppbyggingar með hag bæjarbúa að leiðarljósi. I annan stað heyrir það til undantekninga, að jákvæðar og framsæknar tillögur, sem við bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins hölum lagt fram í bæjarstjórn, njóti brautargengis frá meiri- hlutanum. Það virðist vera eina markvissa stefnan, sem meiri- hlutinn fylgir, að fella tillögur minnihlutaflokkanna, hversu á- gætar og góðar sem þær eru. Bærinn fyrir fólkið Við bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins, ég og Hörður Zóphan- íasson, höfum lagt á það ríka áherslu, að nauðsyn sé, á stefnu- mörkun til lengri tíma í hinum fjölmörgu málaflokkum. Það verði t.d. að gera áætlanir um uppbyggingu dagvistarheimila í bænum til næstu fimm eða sjö ára þannig að unnið sé að þeim málum markvisst og fumlaust. Sömu sögu er að segja um aðra málaflokka, s.s. íþrótta- og æskulýðsmál og önnur félags- mál, og ekki síst um atvinnu- málin. Það gengur auðvitað ekki, að áfram sé anað og á- kvarðanir teknar frá degi til dags, án þess að menn átti sig á heildarstöðunni og því hvert beri að stefna og hvernig eigi að vinna að þeim markmiðum. Og tillögur okkar í þessum og öðr- um máiaflokkum hafa þess vegna einatt miðað að því að bæjarstjórn setji sér langtíma- markmið og frmakvæmda- áætlun, sem síðan væri unnið stíft eftir. En í þessu sem öðru hefur meirihlutinn ekki viljað hlusta, lieldur staðið fastur í sama far- inu og sagt, „valdið er okkar og við viljum ráða og framkvæma eltir eigin höfði.“ Og það sem verst, er að alltof oft gleymist það grundvallarat- riði hjá fulltrúum óháða íhalds- ins, að bærinn er til fyrir fólkið, en ekki öfugt.“ — Spila landsmálin stóra rullu í bæjarstjómarkosning- unum að þínu áliti? „Eg held að þessari spurn- ingu verði ekki svarað öðruvísi en játandi. Það hefur auðvitað ekki farið framhjá nokkrum manni, að jafnaðarmenn eru í sókn um allt land, enda hcí'ur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins gengið svo harkalega í skrokk launa- fólks, að þvílíkt og annað eins hefúr tæpast þekkst áður. Ríkis- stjórnin lief'ur haldið niðri laun- um í'ólks, en látið sukk og svínarí milliliða og kaupahéðna óátalið á sama tíma. Og ekki síst eru hægri flokkarnir ábyrgir f'yrir því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálunum. Þar hef'ur f’ólk þúsundum saman misst í- búðir sínar vegna okurlána- stefnu stjórnvalda og enn fleiri eru í gíf'urlegum greiðsluerfið- leikum um þessar mundir. Jaf'n- aðarmenn hafa lagt f'ram grein- argóðar og ítarlegar tillögur til að bæta úr þessu ástandi, en rík- isstjórn sem hefur slegið öll met hvað varðar fjölda nauðungar- uppboða á eignum f'ólks, vantar viljann til að takast á við þessi mál. Það eina, sem ríkisstjórnar- llokkarnir eru sammála um, er að fá að sitja áfram — ráðherr- arnir meta mjúkar sessur ráð- herrastóla mun meir, en hag fólksins í þessu landi.“ — Er þessu svipað farið hvað varðar bæjarfulltrúa meirihlutaflokkanna í bæjar- stjórn? , Já, ástandið hér í bæjarmál- unum er að mörgu leyti svipað því og ég hef' hér lýst stöðu landsmálanna. Oháðir og sjálf- stæðismenn leggja allt upp úr því að viðhalda völdum og haf'a aðstöðu til þess að hræra í kjöt- kötlunum og miðla bitum til gæðinga. Hagur almennra bæj- arbúa kemur aftar í röð áhuga- mála þessara manna. Alþýðuflokkurinn hef'ur hald- ið uppi beinskeyttri en um leið málefnalegri gagnrýni á störf' meirihlutans í bæjarstjórninni. En við höf'um ekki látið nægja að gagnrýna, heldur höf'um við lagt f'ram gagnmerkar tillögur sem miða til f’ramf'ara. Við höfum t.d. lagt til að settur verði á stof’n atvinnueflingarsjóður, sem hefði það að markmiði að hlúa að vaxtarbroddum atvinnulífs- ins ltér í bænum, en með öllum ráðum verður að koma í veg fyr- ir það óf'remdarástand, að víð- tækt atvinnuleysi skapist hér í bænum eins og stundum hef'ur því miður orðið sl. ár. Sem betur fér hef'ur það ástand verið tíma- ltundið, en það er óþolandi f'yrir launaf'ólk að óöryggi ríki í þeim efnum. Hér nef'ni ég aðeins eitt dæmi af mörgum um málflutn- ing okkar Alþýðullokksmanna.“ — Hvað um prófkjörið næstu helgi? „Ég er þess fullviss, að Al- þýðuflokkurinn vinnur góðan sigur í komandi bæjarstjórnar- kosningum. Alþýðuflokkurinn er einasti stjórnmálaflokkurinn í bænum sem hef’ur farið þá leið varðandi frmaboðslista flokksins að gefa almennum stuðningsmönnum kost á að velja efstu menn á lista í opnu prófkjöri. Hjá öðrum flokkum eru vandamál á f'erðinni varð- andi f’ramboð og úr þeim hyggj- ast þeir leysa með því að bræða saman framboðslista í bakherbergjum á klíkuf’undum, án atbeina almennra llokks- manna og stuðningsmanna. Hvað varðar prófkjör Al- þýðuflokksins, þá eru þar níu þátttakendur, fimm konur og fjórir karlar, en kosið er um fimm efstu sæti listans. Og að mínu mati er það nú þegar ljóst, hverjar svo sem niðurstöður prófkjörsins kunna að verða að fimm ef’stu sætin á f'ramboðs- lista flokksins verða vel skipuð, því allir þáttakendur í prófkjör- inu sóma sér vel í f’orystu fyrir flokkinn. Það er því næsta víst, að framboð Alþýðuflokksins verður öflugt í komandi bæjar- stjórnarkosningum, málefna- staða jafnaðarmanna er sterk, en á sama tíma er allt í rúst hjá mörgum öðrum flokkum í bæn- um, hvort heldur litið er til mannvals eða málef’na. Stefnum í stórsigur Ég undirstrika því, að með samhentu átaki og kraf'tmikilli kosningabaráttu geta jafnaðar- menn unnið stórsigur í komandi Itæjarstjórnarkosningum. Ég segi það f'ullum l'etum, að við eigum örugglega að ná þremur bæjarf’ulltrúum kjörnum ogeiga góðar vonir í fjóra fulltrúa. Stór- sókn jafnaðarmanna verður ekki stöðvuð.“ — Eitthvað að lokum, Guð- mundur Ámi? „Ég vil aðeins undirstrika nauðsyn þess, að áhrifa jaf'nað- arstefnunnar gæti ríkar við stjórn hafnfirskra bæjarmála. Við búum í góðum bæ, þar sem möguleikar til framfara eru ó- þrjótandi. Við skulum hins veg- ar aldrei gleyma því, að láta ekki kerfi og pappír kæf'a það sem mikilvægast er; nef'nilcga það markmið að fólki líði vel í þess- um bæ. Stjórnendur bæjarins verða að hafa það hugf'ast að þeir eru þjónar bæjarbúa, en eiga ekki að drottna. Því verður að auka samband fólksins og yf'- irstjórnar bæjarins. Það er eitt grundvallaratriði í stef’nu okkar jaínaðarmanna og sést ef til vill best á því, að þegar við veljum okkar frambjóðendur þá viljum við að hinn stóri fjöldi stuðn- ingsmanna okkar hafi um það ákvörðunarvald. Við viljum raunverulegt lýðræði og virka valddreifingu. Ég vil því skora á alla stuðn- ingsmenn flokksins að taka þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins um næstu helgi og leggja þar með grunninn að stórsigri jafnaðar- manna í bæjarstjórnarkosning- unum í vor,“ sagði Guðmundur Árni Stef'ánsson. Áskorun til greiðenda gatnagerðargjalda í Hafnarfirði Hér með er skorað á þá, sem eigi hafa greitt gjaldfallin gatna- gerðargjöld, álögð 1984 og 1985, til Bæjarsjóðs Haf'narfjarðar, að gera f'ull skil nú þegar. Oskað verður nauðungaruppboðs á f'asteignum þeirra, er eigi hafa lokið greiðslu gjaldanna f’yrir 20. febrúar 1986, samkv. heimild í lögum nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangeng- ins lögtaks. Hafnarfirði, 15. janúar 1986. Innheimta Hafharfjarðarbæjar. Skrifstofu- húsnæði til leigu Tvö skrifstofuherbergi á 3. hæð Strandgötu 33, Hafnarfirði eru til leigu. Samvinnubankinn Útibú Hafnarfirði Strandgötu 33, sími: 53933 Á góðum degi með Margréti Hildi.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.