Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Endumýjunar er þörf Erlingur Kristensson formaour FUJ í Hafnarfirði tekur þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins vegna bæjarstjómarkosninganna í vor. Blaöamaður Alþýðublaðs Hafnarfjarðar ræddi við hann á dögunum og fer viðtalið hér á eftir: H ver er ástæðan fyrir því að þú tekur þátt í prófkjörinu? Við í f’élagi ungra jafnaðar- manna, álítum að ungt fölk eigi í auknum mæli að taka þátt í póli- tísku starfi. Með þeim liætti get- um við frekar haft áhrif á fram- gang okkar liagsmunamála, en þau eru nú í mesta ólestri, bæði í bæjarmálum og landsmálum. Af hverju valdir þú Alþýðu- flokkinn? ÉggekkíFUJ 1973. Hafði áður verið hlynntur Sjálfstæðis- flokknum. En eftir að hafa kynnt vera það í orðsins fyllstu merk- ingu. Annars fiefur orðið ,,rót- tækur“ oft verið misskilið. Menn voru taldir róttækir efþeir voru á móti hernum og livað cr róttækt við það? Eg cr mcðmæltur vestrænni samvinnu, en er illa við herinn. Eg vil að mannúðin ráði og hafna öfgum til vinstri og hægri. Hvað með einkaframtakið? Ég hef ekkert á móti einka- framtakinu. Hugarfarið á að vera f’rjálslynt og einstaklingur- inn á að fá að njóta sín og Húsbyggjandinn Erlingur mér jafnaðarstef'nuna sá ég að í Alþýðuflokknum var farvegur fyrir lífsskoðun mína. Jafnaðar- stefnan aðlagast vel breyttum tímum og fylgir eftir breytilegri þróun í heiminum. Þess vegna er hún lífvænleg lífsskoðun. Hvert er hlutverk jafnaðar- stefnunnar í stjómun bæjar- ins? Stjórnun bæjarins á að vera lýðræðisleg. Koma skal í veg f’yr- ir geðþóttaákvarðanir og eigin- hagsmunapot. Bæjarapparatið á að vera aðgengilegt, þannig að íbúarnir geti fylgst með og haft áhrif’ á mótun og framvindu mála. Jafnaðarstefnan miðar einmitt að því að svo sé. Hún miðar cinnig að félagslegri upp- byggingu og lausn þjóðfélags- vandamála, sem hlaðist hafa upp á blómatíma f’rjálshyggju og afturhaldsafla. Hún miðar að öryggi einstaklingsins, livar í þjóðfélagsstiganum sem hann stendur og að frelsi hans og jafn- rétti. Telurðu þig róttækan í skoðun- um? Ég er lýðræðissinnaður jafnað- armaður, umbótasinnaður. Tal- andi um róttækni, þá hlýt ég að blómstra í virku aðhaldi lýðræð- isins. En með því hlýtur hann það aðhald og ábyrgð sem til þarf'. En hafa verður í huga að margur verður af' aurum api, þannig að lýðræðið er látið fjúka fönd og leið. Þá f’yrst er skrattinn laus. H vað finnst þér um stefnu nú- verandi bæiarstiómarmeiri- hluta? Hún á lítið skylt við jaf’naðar- stefnuna. Fólkið þar virðist hafa gleymt uppruna sínum og f’rjáls- hvggjan hefúr glcypt það með húð og hári. Meira að segja menn sem notuðu sér frjáls fé- lagasamtök sem stökkpall fyrir pólitískt brölt sitt eru fljótir að gleyma. Þar ríkir einskonar „kantu að græða“ hugarfar. Uppskriftin er einskonar blanda af’ frjáfshyggju og einræði, sem stjórnað er úti í bæ. Hvað með stöðu bæjarmála fyrir kosningar? Það er staðreynd að fjárhagsleg staða bæjarsjóðs er góð. En á móti er líka staðreynd að félags- leg staða er sfæm. Flest öll fé- lags- og velferðarmál fiafa verið látin sitja á hakanum. Það erekki gott þar sem fjárhagsleg staða heimilanna er slæm. Það virðist þó ekki eiga við um öll hcimili því misskiptingin er ansi mikil og sumir hafa aðstöðu til að þéna meira en aðrir og jafnvel á kostn- að annarra. Eins er með at- vinnumálin. Þar njótum við ná- lægðar Reykjavíkur og um 25% Hafnfirðinga sækja atvinnu sína utan Hafnarfjarðar. Skipulögð uppbygging atvinnumála hefur verið lítil sem engin. Felst aðal- lega í lóðaúthlutunum til ein- staklinga og fyrirtækja, sem skil- ar sér í fáum atvinnutækilærum. Sama er að segja um aðra f’é- lagslega málaflokka. Stef’nuleysi ríkir þar á flestum sviðum, eins og í heilbrigðismálum, málefn- um aldraðra, íþrótta og æsku- lýðsmálum, dagvistarmálum og húsnæðismálum ungs f’ólks. En hverjir eru ljósu punktamir? Það er ellaust uppbygging hafnaraðstöðunnar, að ógleymdri grænu byltingunni í sumar, sem er fastur liður f’yrir kosningar. H verjar eru framtíðarhorfur í atvinnumálum bæjarins? Mikil breytinghefurorðiðáat- vinnuháttum Hafnfirðinga und- anf’arin ár. Haf’narfjörðurerekki lengur sá mikli útgerðarbær eins og áður var. Utgerðin er ekki lengur undirstaða atvinnulífsins í bænum og ýmis fyrirtæki sem veittu útgerðinni þjónustu sína ltafa lagt upp laupana. Þess í stað hefur verið stefnt að upp- byggingu verslunar og þjónustu og miðast uppbygging hafnar- innar við það. Ekki veit ég hversu góð skipti það eru, en það á eftir að koma í Ijós. Tekj- urnar af Straumsvík koma í góð- ar þarfir við liaf’nargerðina og eru þær eflaust ástæðan fyrir fjárhagslega góðri stöðu. Þessi þróun hefur orðið til þess að Hafnarfjörður er orðinn eins konar svefnbær. Með sama stefnuleysi verðum við áf’ram þurfalingar Reykvíkinga og ald- rei sjálfir okkur nógir á sviði at- vinnumála. Telurðu aö verslunin eigi sér glæsta framtíð í Hafnarfirði? Fjölbreytt atvinnulífer undir- staða alls í bænúm. Sé hlúð að öðrum atvinnugreinum þá á verslunin góða f'ramtíð, það helst venjulega í hendur. Einnig þarf að skapa versluninni að- stöðu þannig að hún blómgist. Ef fólki er endalaust beint til Reykjavíkur eftir þjónustu, þá cr hætt við að verslunin færist líka þangað. Finnst þér að opna eigi áfeng- isútsölu í Hafnarfirði? Skilyrðislaust. Hafnfirsk versl- un á að njóta góðs al’ áf’engis- útsölu, þó hún sé mikið tilfinn- ingamál fárra ofstækistemplara í bænum. Það er ekki þeirra að taka ákvarðanir fyrir aðra og þeir eru ekki yfir aðra hafnir, hvað varðar mannréttindi. Viltu segja eitthvað að lokum? Mikil stöðnun og þreyta eru einkenni núverandi bæjarstjórn- armcirihluta. Nauðsynlegt er að endurnýjun eigi sér stað og fólk með nýjar og ferskar hugmyndir taki við. Þetta lýsir sér best í þeim valdaerjum, sem nú eiga sér stað innan Sjálfstæðisflokksins. Menn verða heimaríkir með of langri setu og þess konar hugar- far gengur ekki í lýðræðisþjóð- f'élagi. Auglýsing um aöalskoóun bifreiða, bifhjóla og léttra bifhjóla i Hafnar- firði, Garðakaupstað og í Bessastaðahreppi 1986. Skoðun fer fram sem hér segir: Miðvikud. 29. jan. 3601 3900 Fimmtud. 30. jan. 3901 4200 Föstud. 31. jan. 4201 4500 Mánud. 3. febr. G 4501 til G 4800 Þriöjud. 4. febr. • 4801 5100 Miðvikud. 5. febr. 5101 5400 Fimmtud. 6. febr. - 5401 5700 Föstud. 7. febr. 5701 6000 Mánud. 10. febr. G 6001 til G 6300 Þriðjud. 11. febr. 6301 6600 Miðvikud. 12. febr. 6601 6900 Fimmtud. 13. febr. 6901 7200 Föstud. 14. febr. • 7201 7500 Mánud. 17. febr. G 7501 til G 7800 Þriðjud. 18. febr. 7801 8100 Miövikud. 19. febr. 8101 8400 Fimmtud. 20. febr. 8401 8700 Föstud. 21. febr. 8701 9000 Mánud. 24. febr. 9001 9300 Þriðjud. 25. febr. 9301 9600 Miövikud. 26. febr. 9601 9900 Fimmtud. 27. febr. 9901 10200 Föstud. 28. febr. 10201 10500 Mánud. 3. mars G 10501 til G 10800 Þriðjud. 4. mars 10801 11100 Miðvikud. 5. mars 11101 11400 Fimmtud. 6. mars 11401 11700 Föstud. 7. mars 11701 12000 Mánud. 10. mars G 12001 til G 12300 Þriðjud. 11. mars 12301 12600 Miðvikud. 12. mars 12601 12900 Fimmtud. 13. mars 12901 13200 Föstud. 14. mars 13201 13500 Mánud. 17. mars G 13501 til G 13800 Þriðjud. 18. mars 13801 14100 Miðvikud. 19. mars 14101 14400 Fimmtud. 20. mars 14401 14700 Föstud. 21. mars 14701 15000 Mánud. 24. mars G 15001 til G 15300 Þriðjud. 25. mars 15301 15600 Miðvikud. 26. mars 15601 15900 Þriðjud. 1. apr. G 15901 til G 16200 Miðvikud. 2. apr. 16201 16500 Fimmtud. 3. apr. 16501 16800 Föstud. 4. apr. 16801 17100 Mánud. 7. apr. G 17101 til G 17400 Þriðjud. 8. apr. 17401 17700 Miðvikud. 9. apr. • 17701 18000 Fimmtud. 10. apr. 18001 18300 Föstud. 11. apr. 18301 18600 Mánud. 11. apr. G 18601 til G 18900 Þriðjud. 15. apr. 18901 19200 Miðvikud. 16. apr. 19201 19500 Fimmtud. 17. apr. 19501 19800 Föstud. 18. apr. 19801 20100 Mánud. 21. apr. G 20101 til G 20400 Þriöjud. 22. apr. 20401 20700 Miðvikud. 23. apr. 20701 21000 Föstud. 25. apr. 21001 21300 Mánud. 28. apr. G 21301 til G 21600 Þriðjud. 29. apr. 21601 21900 Miðvikud. 30. apr. 21901 22200 Föstud. 2. mai 22201 22500 Mánud. 5. mai G 22501 til G 22800 Þriðjud. 6. mai 22801 23100 Miðvikud. 7. mai • 23101 23400 Fimmtud. 8. mai 23401 og yfir Skoðað verðurvið Helluhraun 4, Hafnarfirði frá kl. 8:15 • 12:00 og kl. 13:00 - 16:00 alla framantalda daga. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreið- um til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram full- gild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiöagjöld séu greidd, að vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi og aö bifreiðin hafi verið Ijósastiilt eftir 1. ágúst s.l. Athygli skal vakin á þvi að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðunar á auglýst- um tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- feröarlögum og ökutækið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Einkabifreiðar sem skráðar hafa verið nýjar á árinu 1984 og slöar eru ekki skoðunarskyldar aö þessu sinni. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði og i Garðakaupstað. Sýslumaðurinn i Kjósasýslu. 3. janúar 1986.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.