Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Valgerður Guðmundsdótt- ir snyrtifræðingur, Tún- hvammi 11, er fædd 14. júlí 1947. Hún er dóttir Guð- mundar Ólafssonar inn- heimtustjóra og konu hans Amfríðar Amórsdóttur. Eft- ir að Valgerður hafði lokið gagnfræðaprófi frá Flens- borgarskóla var hún einn vet- ur við nám í Húsmæðraskól- anum í Löngumýri í Skaga- firði. Þaðan lagði hún leið sína til Svíþjóðar í lýðháskóla í Uppsölum. Síðar lærði hún til snyrtifræðings og hefur unnið við ýmis störf tengd þeirri menntun í 15 ár og kennir nú snyrtingu á vegum æskulýðsráðs. Fyrir nokkmm árum lauk Valgerður námi við verslunardeild í Náms- flokkum Hafnarfjarðar og frá árinu 1982 hefur hún starfað á skrifstofu Alþýðuflokksins. Valgerður er fædd og upp- alin í Hafnarfirði og hefur starfað þar að margvíslegum félagsmálum. Hún átti sæti í stjóm Bandalags kvenna í Hafnarfirði 1982 til 1985, erí stjórn Sambands Alþýðu- flokkskvenna og hefur verið formaður Kvenfélags Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði frá 1985. Valgerður er gift Ásgeiri Sumarliðasyni og eiga þau þrjú börn. Sigrún Jonný Sigurðardótt- ir, er fædd 14. september 1936 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar vom hjónin Þómnn Sigurðardóttir og Sigurður Gíslason, loftskeytamaður. Sigrún stundaði fyrst nám í Barnaskóla Hafnarfjarðar og síðar við Flensborgarskól- ann. Síðan lá leið hennar í Húsmæðraskóla Reykjavík- ur og þaðan lauk hún prófi vorið 1954. Auk þess hefur Sigrún aflað sér margvís- legrar menntunar t.d. sótt ýmis námskeið um margvís- leg efni. Sigrún hefur aðallega unnið að verslunarstörfum og var t.d. mörg ár í Blómabúðinni Burkna. Þá rak hún eigið fyr- irtæki í Reykjavík um tveggja ára skeið. Sigrún hefur tekið þátt í ýmsum félagsstörfum og vinnur nú með stjórn Banda- lags kvenna í Hafnarfiðri sem fulltrúi Kvenfélags Al- þýðuflokksins. Sigrún giftist Guðmundi Halldórssyni vélstjóra árið 1955 og eiga þau hjónin tvö böm. Auk húsmóðurstarfa hefur Sigrún einnig unnið að upp- eldis- og barnavemdarstörf- um í samstarfi við aðra aðila. María Ásgeirsdóttir, hús- móðir, Langeyrarvegi 11 A er fædd 29. okt. 1946 í Stykkis- hólmi. Foreldrar hennar em hjónin Guðrún L. Krist- mannsdóttir og Ásgeir P. Ágústsson. María lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akyreyri árið 1966. Sama haust innrit- aðist hún í Háskóla íslands og lagði þar stund á lyfja- fræði. Hún lauk exam. pharm prófi vorið 1969. Á skólaárum sínum vann María við ýmis störf svo sem: Fiskvinnu, verslunar- og skrifstofustörf, og þjón- ustustörf. Að námi loknu hóf María störf hjá Reykjavíkur apóteki í sumarafieysingum. Hún vann síðan hjá Heild- verslun Stefáns Thoraren- sen (1969-1975), í lyfjabúri ríkisspítalanna 1976, í Háa- Ieitisapóteki 1976-1977 og loks í Apóteki Norðurbæjar í Hafnarfirði 1977-1985. María starfar nú sem heimavinn- andi húsmóðir. María sat í 4 ár í stjóm Kven- réttindafélags íslands, en er nú í varastjórn. Hún er ritari í Kvenfélagi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og hefur setið í stjórn Bæjarbókasafns Hafnarfjarðar sl. 4. ár. María er gift Ágústi Breiðfjörð og eiga þau 3 börn. Erlingur Kristensson, form. Félags ungra jafnaðar- manna í Hafnarfirði, er 32 ára skrifstofumaður til heim- ilis að Hnotubergi 27. Hann er fæddur 15. maí 1953, bor- inn og barnfæddur Hafnfirð- ingur, sonur hjónanna Krist- ens Sigurðssonar skipstjóra og síðar kaupmanns og Sól- veigar Hjálmarsdóttur starfs- konu á Vífilstöðum. Erlingur lauk gagnfræða- prófi frá verslunardeild Flensborgarskóla 1970 og verslunarprófi frá Verslun- arskóla Islands 1972. Hann hefur síðan starfað við skrif- stofu og stjórnunarstörf við fyrirtæki í Reykjavík. Hann vinnur nú hjá ABC hf. heild- verslun auk annarra hluta- starfa við bókhald og tölvu- vinnslu. Erlingur hefur allt frá unglingsárum starfað mikið að félagsmálum og er vara- maður Alþýðuflokksins í íþróttaráði Hafnarfjarðar. Hann gerðist félagi í FUJ 1973 og Alþýðuflokksfélagi Hafnarfjarðar 1985. Hann er nú formaður FUJ og á sæti í fulltrúaráði flokksfélaganna í Hafnarfirði. Kona Erlings er Gyða Ulf- arsdóttir bankastarfsmaður og eiga þau tvo syni Úlfar og Elvar. Guðmundur Árni Stefáns- son, bæjarfulltrúi, er fæddur í Hafnarfirði 31. október 1955, sonur hjónanna Mar- grétar Guðmundsdóttur og Stefáns Gunnlaugssonar við- skiptafulltrúa í Lundúnum. Guðmundur Ámi lauk stúdentsprófi frá Flensborg- arskóla vorið 1975 og stund- aði síðan nám í stjórnmála- fræði við Háskóla Islands. Með skóla vann Guðmundur Árni margháttuð störf, s.s. al- menn verkamannastörf og sem lögreglumaður. Eftir nám hefur Guðmund- ur Árni einkum stundað margháttuð fjölmiðlastörf. Hann var blaðamaður við Helgarpóstinn 1978—1981. Varð þá ristjómarfulltrúi Al- þýðublaðsins og síðan rit- stjóri þess 1982—1985. Nú rekur Guðmundur Ámi eigin fjölmiðlunarskrifstofu, Tákn sf., sem sér um almennings- tengsl, kynningarstarfsemi og fleira fyrir félög og fyrir- tæki. Hann hefur auk þess verið ritstjóri blaðs fangahjálpar- innar Verndar frá 1980 og í aðalstjórn þeirra samtaka, séð um fjölda þátta í útvarpi og sjónvarpi, þ.á.m. morgun- útvarpið sl. sumar. Hann hef- ur um árabil leikið hand- knattleik með FH, en síðustu ár hefur hann stundað þjálf- un suður með sjó. Guðmundur Ámi hefur verið virkur í starfi Alþýðu- flokksins um árabil og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var 2. á lista flokksins fyrir bæjarstjómarkosning- arnar 1982 og var kjörinn bæjarfulltrúi í þeim kosning- um. Hann hefur og verið kos- inn í stjórn Sparisjóðs Hafn- arfjarðar frá 1982, var rit- stjóri Alþýðublaðs Hafnar- fjarðar um skeið og formaður Félags ungra jafnaðarmanna um þriggja ára tímabil. Hann hefur setið í flokksstjóm Al- þýðuflokksins frá 1980. Guðmundur Ámi Stefáns- son hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit, auk þess sem hann hefur skrifað tvær bækur; „Horfst í augu við dauðann“ (83) og „Ég vil lifa“ (85). Eiginkona Guðmundar Árna er Jóna Dóra Karlsdótt- ir. Börn þeirra hjóna vom fjögur, tvö em á lífi: Margrét Hildur og Heimir Snær, en látnir eru Fannar Karl og Brynjar Freyr. SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR vill vekja athygli á fjölþættri þjónustu: 5PARI5JÚÐL1R HAFNARFJARÐAR Hagur heimamanna jp HEIMILISLÁN = sparnaður + lán LAUNALÁN = engin bið eftir sparisjóðsstjóra GEYMSLUHÓLF - NÆTURHÓLF @ GJALDEYRIR til ferðamanna og námsfólks © INNLENDIR gjaldeyrisreikningar © VISA eitt kort alls staðar © ÚTIBÚIÐ REYKJAVÍKURVEGI sparar ykkur sporin © NÝTÍSKU AFGREIÐSLUTÆKI tryggja hámarks öryggi © PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA við alla okkar viðskiptavini

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.