Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1986, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Það á að vera eftirsóknarvert aðbúaí Hafnarfirði Ingvar Viktorsson er einn af þeim sem tekur þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Hér fer á eftir stutt viðtal við Ingvar. Þú hefur starfað mikið að íþrótta- og æskulýðsmálum. Telur þú að sú reynsla komi þér að gagni í bæjarstjórn? Alveg tvímælalaust. Pað að haf'a starlað með og f’yrir æsku- fölk undanfarin mörg ár hlýtur að vera dýrmæt reynsla. Þar hef ég kynnst þörfum og löng- unum unga fölksins. Það vcrð- notkunar. Til þess að koma einhverju skipulagi á íþrótta- málin hér í hæ þarf bæjar- stjórnin að marka iangtíma- stefnu sem hægt er að vinna eftir. Hingað til hefur happa og glappa aðlerðin ráðið ríkjum og gert það alltof lengi. Nú hefur þú unnið að fegrun bæjarins sem forstöðumað- Ingvar ræðir við einn af flokksstjórum Vinnuskólans, Hörður Zóphaníasson fylgist með. ur að segjast eins og er, að á- kaflega lítið er gert í málefnum þess aldurshóps af bæjarfé- laginu. Hvað telur þú mest aðkall- andi í þeim efnum? Hér í bæ er ekki starfandi nein félagsmiðstöð fyrir ungl- inga, ef frá er talið Æskulýðs- heimilið sem bæði er lítið og ekki aðlaðandi. Koma þarf upp miðstöðvum í bænum a.m.k. einni í Norðurbænum og ann- arri fyrir Suðurbæ og Holdð. Þessar miðstöðvar þurfa að vera opnar allan daginn, þann- ig að unglingar geti leitað þar athvarfs við leik og störf. Og að sjálfsögðu þurfa að vera til staðar hæfir leiðbeinendur, sem aðstoðað geta áhuga- hópa á hinum ýmsu sviðum. Vegna skorts á þessari að- stöðu fer fjöldi unglinga í ná- grannabæjarfélögin til að njóta þess sem þar er boðið upp á. Þá þróun verður að stöðva strax því hún er aðeins upphaf- ið að því að sækja þjónustyi út fvrir bæinn. Hvað viltu segja um íþrótta- málin? Eg hef alltaf sagt að stærsta og besta barnapía hvers bæj- arfélags séu íþróttafélögin enda kunna flest bæjarfélög að meta starfsemi þeirra. Til þess að íþróttafélögin geti þrifist verður aðstaða að vera fyrir hendi en hún er langt frá því að vera nógu góð í bænum. Hér vantar fyrst og fremst fleiri íþróttahús. Aðstöðuleysið er nú þegar farið að bitna á árangri í innanhússíþróttum, svo ekki sé nú minnst á algjört aðstöðuleysi þeirra sem stunda vilja einhverjar íþróttir að vetrinum sér til ánægju. Eg vil taka það skýrt fram, að með íþróttahúsi á ég ekki við minnisvarða fýrir einhvern arki- tektinn heldur ódýrt en gott hús, hagnýtt til alhliða íþrótta- ur Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Hvað hefur þú að segja um það mál? Já, ég hef starfað sem slíkur undanfarin sex ár og hef haft mjög gaman af því starfi. Það er hreint ótrúlegt live miklu unglingar hafa áorkað í legrun bæjarins og skemmtilegt livað bæjarbúar hafa veitt starfi Vinnuskólans mikla athygli undanfarin ár. Eu betur má ef duga skal. Bærinn okkar er fallegur en hann getur orðið miklu fallegri. Eg \ il í þcim eliium nefna mið- bæinn sem er okkur til hreinnar skammar. Þar er varla til nokk- ur hlutur sem er aðlaðandi nema rétt yfir hásumarið. Til dæmis má nefna gangstéttarn- ar við Strandgötu sem víða eru stórhættulegar eldra fólki. Það verður að lífga upp á miðbæinn þannig að fölk langi til að koma þangað og njóta Jteirrar þjónustu sem þar er boðið upp á. Er Hafnarfjörður svefnbær: Nei, sem betur fer ekki. En hins vegar gæti hann orðið það ef við höldum ekki vöku okkar. Við verðum að stvðja hafn- firska verslun og framleiðslu og nýta okkur þá þjónustu sern hér er boðið upp á. Með því móti verðum við sjállstætt bæjarfé- lag þar sem íbúunum þykir gott að vera og eru stoltir afað eiga heima. Við eigum nú þegar mjög góða stórmarkaði sem sóttir eru af fólki úr öðrum bvggðar- lögum, auk heimamanna að sjálfsögðu. En viö verðum að fara að læra að nýta okkur bet- ur alla aðra verslun og þjónustu hér í bænum. En hvað um atvinnumálin? Ein forsenda þess að Hafn- arfjörður verði ekki svefnbær er það, að næg atvinna sé fyrir hendi innan bæjarins. Nokkur blómleg atvinnufyrirtæki hafk risið, en í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum hjá bæj- arstjórnarmeirihlutanum, þá vantar allar markvissar áætl- anir. Gera þarfáætlanir um íjöl- brcytt og traust atvinnulíf og laða þarf að bænum fyrirtækin þannig að hægt sé að bjóða upp á sem fjölbreyttasta at- vinnu. Og hvað um skólamálin? Alls staðar í hinum sið- menntaða heimi hala menn gert sér grein fyrir gildi mennt- unar og þeirri staðreynd að fjárfésting í menntun og góðri þckkingu er góð fjárfesting, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Keppst er um að útbúa skóla sem best þannig að nemend- um og öðru starfsfólki skólans líði þar vel. Hér í bæ hefur viðhald skóla- bygginga verið látið sitja á hak- anum um mörg ár með þeim afleiðingum að víða er ástand- ið óviðunandi. Sama er að segja um þau húsgögn sem nemendum er ætlað að nota. Ég er hræddur um að fullorðið fólk léti ekki bjóða sér slíkt, þá aðstöðu sem nemendum er boðið upp á, t.d. í grunnskólun- um. Það hlýtur að vera kappsmál bæjarstjórnar og fræðsluylir- valda að sem best sé búið að skólunum. Góðir skólar eiga að vera stolt bæjarins. Til þess að það geti orðið verða bæjaryfir- völd að koma til móts við óskir skólamanna og nemcnda um aðbúnað í skólanum. Út um land er allt kapp lagt á að ungt fólk geti stundað nám í sinni heimabyggð. Hér virðist yflrvöldum vera sama um hvort nám í sambærilegum skólum sé stundað annars staðar og á þann hátt er ungu fólki kennt það að sækja þjónustu út fyrir bæinn. Eitthvað að lokum? I svona stuttu rabbi verður margt útundan. Mér finnst við Halnfirðingar verðum að leggja megináherslu á það að verða sjálfum okkur nógir á sem flest- um sviðum. Við verðum að geta boðið bæjarbúum upp á það besta þannig að fólki fmn- ist það sjálfsagt að nýta sér allt það sem boðið er upp á í bæn- um. Hafnarfjörður er fallegur bær af náttúrunnar hendi og margt hefúr verið gert til að snvrta bæinn. En betur má ef duga skal og það er bæjaryfirvalda að fára þar á undan með íögru fordæmi. Það á að vera eltirsóknarvert að búa í Hafnarfirði allra hluta vegna. Pólitískar ákvarðanir hafa áhrif á líf og tilveru hvers einstaklings Jóna Ósk Guðjónsdóttir tók þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningamar 1982 og skipaði síðan 4. sæti á framboðslita flokksins. Hún hefur verið varabæjarfulltrúi á þessu kjörtímabili. Alþýðublaðið tók Jónu tali Nú gefur þú kost á þér í prófkjöri Alþýðuflokksins í aunað sinn. Hvers vegna? Þegar ég var beðin að taka þátt í prófkjörinu lyrir fjórum árum, fannst mér hugmyndin í fyrstu fráleit, en sló svo til á síð- ustu stundu. Nú, útkoman varð miklu betri en ég átti von á og þá varð ekki altur snúið og síðan hefur frítíminn að mestu liirið í þetta. Ég held, að ég sé fædd mcð lífsskóðun og í þeirri lífsskoðun felst pólitík í einni eða annarri mynd. Atkvæðisrétturinn er einn af hornsteinum lýðræðisins. Með því að nota hann getum við haft áhrif á mótun samfélagsins. Pólitískar ákvarðanir hafa áhrif á líf og tilveru hvers einstakl- ings, þess vegna er rangt að segja: ,,Ég kýs ekki, ég hefengan áhuga á pólitík.“ Allir hafa á- huga á eigin lífi og tilveru. Jóna ásamt föður sínum Guðjóni Ingólfssyni, Lilju systur sinni og lítilli frænku. jafnaðarmennskuna í mér og auk þess alin upp á pólitísku heimili enda fór óréttlæti, hvort sem það var fjárhagslegt eða kvnbundið, snemma fyrir brjóstið á mér, því á það ekki við mig að sitja hlutlaus hjá. Reyndar hefur mér alltaf’þótt dálítið merkilegt að heyra l’ólk fullyrða, að það hafi engan á- huga og ekkert vit á pólitík og í næstu andrá hella sér út í eld- heitar umræður um óréttlæti í launamálum, skort á dagvist- unarrými eða siðleysi þeirra sem svíkja undan skatti á meðan aðr- ir borga alla samneysluna, læknishjálp fyrir þig og mig, skólagöngu barna okkar o.fl. Einhvern veginn rímar þetta ekki. Allflestir eiga sér einhverja Þú varst nýliði í upphafi kjörtímabilsins. Hvemig lít- ur þú á málin í dag? Þetta hefur verið skemmtileg- ur tími og ég er margs vísari, bæði um menn ogmáleliii. Efvel á að vera fylgir þessu tilstandi töluverð vinna og ég held að ég gcti sagt með góðri samvisku að ég hafi alltal’ verið tilbúin að taka á mig þá vinnu. Það var dálítið einkennilegt í bvrjun að vera fyrirvaralítið komin inn á bæjarstjórnarf’und, þar sem allt er í föstum skorðum og gcngið út frá því sem vísu að allir þekki leikreglurnar. Reynd- ar varð ég líka fyrir nokkrum vonbrigðum. Málef’naumræðan er satt að segja ekki alltaf upp á marga fiska og ég átti von á mciri og betri umræðu þó skoð- anir væru skiptar. Það leynir sér ekki, að þeir sem ráða fcrðinni eru búnir að sitja lengi og orðnir heimaríkir. Ol’t cr eins og þeim finnist nánast tímaeyðsla að ræða hlutina í bæjarstjórn, það sé búið að ákveða þetta hvort eð er. Þetta hefur slundum slegið mig sem hálfgerð lítilsvirðing við kjörna bæjarfulltrúa og mér finnst slíkt gjörsamlega óþol- andi. Það er dálítið varasamt þegar sömu menn sitja lengi í sömu stólum, hætta á stöðnun og á- hugaleysi eða sljóleika, enda er dril’tinni ekki fyrir að fara hjá núverandi mcirihluta. Engin markviss pólitík rekin hlutirnir rúlla svona af vana, enda má segja að aðalinntak málefna- samnings þeirra hafi verið: „Mikið hefur þctta verið gott hjá okkur, strákar, breytum engu.“ Hvaða væntingar hefur þú varðandi prófkjörið og síðan kosningarnar? Ég er bjartsýn að eðlisf'ari og sé cnga ástæðu til að vera annað. Þetta er góður hópur scm leggur upp í prófkjörið og á eftir að vinna vel í anda jalhaðarstefn- unnar hver sem úrslitin verða. Við Alþýðullokksmenn í Hafn- arfirði trevstum stuðnings- mönnum okkar til að meta revnslu og hæfileika frambjóð- enda og finna út þá blöndu, sem vænleg er til árangurs í kosning- unum í vor, þeir hafa ckki brugðist okkur til þessa. Varðandi sjálf’ar kosningarn- ar hef ég þá trú, að flokkurinn bæti við sig fylgi og eins og allir vita er stutt í þriðja manninn. Það er góður andi í llokksstarf’- inu og jafnaðarstefnan á veru- legu fylgi að fagna um allt land. Maður verður var við mikinn á- liuga á þessu prófkjöri og ég vænti góðra kosninga í vor og mun leggja mig alla fram til að svo megi verða því úrslitin eru alltaf í samræmi við þá vinnu sem innt er af’hendi.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.