Fjallkonutíðindi - 01.12.1915, Qupperneq 7

Fjallkonutíðindi - 01.12.1915, Qupperneq 7
Jón Jónsson dósent. Jón sagnfræðingur er kunnur hverju mannsbarni á landinu með því nafni, og er eigi skift um nafn hans, þótt um embætti skifti. Jón er fæddur í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi 25. april 1869, og voru foreldrar hans Jón Sigurðsson, bóndi þar, og síðari kona hans, Guðíinna Björnsdóttir. Jón er bor- inn eftir dauða föður síns, er druknaði, og móður sina misti hann áx-sgamall. Olsl hann í fyrstu upp hjá frænd- konu sinni, Kristínu Sveinbjöinsson, elckju Þórðar dóm- stjóra Sveinbjörnssonar, en siðan hjá Páli bónda Guð- mundssyni í Nesi við Seltjörn. Vorið 1883 gekk Jón í lærða skólann og varð stúdent þaðan 1889. Sama ár fór hann til liáskólans í Kaupmannahöfn og tók heimspekis- próf þar ári síðar. Lagði hann í fyrstu slund á læknis- fræði, og eigi lengi, því að brátt tók hann að leggja stund á sögu, einkum sögu Norðurlanda, og sérstaklega sögu íslands, sem hann mun og hafa lagt mikla rækt við þegar á skólaárum sínum. Jón fór þá sem jafnan sinna ferða, en eigi sem flestir aðrir, svo að prófum eða prófkröfum sinti hann eigi. En á bókasöfnum og skjalasöfnum sat liann öllum stundum og rannsakaði þar heimildir til sögu íslands. Skyldi og eigi langt um líða, áður frá honurn tækju að koma út rit sögulegs efnis. Fyrsta ritgerð hans, er að sögu lýtur, heitir «Fæste- bondens kár pá Island i det 18. árhundrede», það er urn kjör leiguliða á íslandi á 18. öld, og kom út í söguriti

x

Fjallkonutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonutíðindi
https://timarit.is/publication/417

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.