Fjallkonutíðindi - 01.12.1915, Side 9

Fjallkonutíðindi - 01.12.1915, Side 9
Fjallkonutíðindi. 7 lands 1911 í íslenskri sögu. Hefir hann lagt mikið á sig vegna fyrirlestra sinna og því eigi getað gefið úl rit nú um tíma. Á söfnum í Kaupmannahöfn sat Jón veturinn 1914 og rannsakaði heimildarrit. Það fylgir Jóni enn, er hann er orðinn háskólakennari, að betur eru sóttir fyrir- lestrar hans en annarra, og munu oftast þéttsetnir bekkir þar. Nú er í vændum mikið ritverk eftir Jón, Saga ís- lands, er koma mun út í Fjallkonuútgáfunni, um 80 arkir, og mun margur fagna því. Þessa dagana er og verið að prenta eftir Jón kenslubók í sögu íslands handa skólum, er verða mun um 24 arkir, og er þar þó margt með smáletri. Mjög hafa sagnarit Jóns orðið vinsæl á landi hér, og engi mun honum hörgull á útgefendum. Þykir mönnum, sem er, frásögn hans Ijós, og þó kvikleg og skemtileg. Ekki er hér rúm til þess að leggja nokkurn dóm á sagn- ritun Jóns, en það má þó segja með fullum rökum, að hann handleikur pennann nokkuð á annan veg en títt er um íslenska sögumenn. Jóni er gefin sú gáfa að kunna að fara vfir langan veg, án þess að taka á sig króka eða villast; hann kann manna best að gera heildaryfirlit yfir heil tímabil, án þess að sökkva í aukaatriðum. Það er rás sögunnar, sem kemur mjög eðlilega fram í ritum hans, og er Jón að því leyti ólíkur nálega öllum, sem ritað hafa um íslenslca sögu. Það einkennir íslenska sagnaritara, að þeir eru mjög nákvæmir í öllu framtali sínu, smáu og stóru, og er það síst að lasta; þeir eru því flestir ágætir ævisagnahöfundar eða í sagnritun á sérstökum sviðum, en hættir til að vera blindir á rás sögunnar alment. Og er þetta svo frá upphafi íslenskrar sagnaritunar. En hér stingur Jón í stúf við sagnaritara vora. Auga hans er opið við framþróun þjóðarinnar, við kjarna sögunnar, og lætur hann þar eigi aukaatriði trufla sig. En Jón kann líka, á vora góðu og gömlu vísu, að rekja ævisögur, og hefir sýnt það í riti, svo að það mæla sumir, að ekki fari aðrir fram úr honum í því, og hafa þar til nefnt Odd lögmann hans.

x

Fjallkonutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonutíðindi
https://timarit.is/publication/417

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.