Fjallkonutíðindi - 01.12.1915, Blaðsíða 14

Fjallkonutíðindi - 01.12.1915, Blaðsíða 14
12 Fjallkonutíðindi. 10. Leiftur. Tímarit sem HERMANN JÓNASSON fv. alþm. stjórnar. Er það aðallega um dularfulla fyrir- burði og drauma og fult svo veigamikið og hinar góðkunnu bækur hans »Draumar« og »Dulrúnir«. Kemur út í heftum — hér um bil þriðja hvern mánuð — á 75 aura. m. Matreiðslubók eftir fjólu stefánsdóttur forstöðukonu Húsmæðraskólans á ísafirði: Kennir að búa til Ijúffengan, ódýran og heilnæman mat. Verð 50 aura. B. Bismark. 100 ára minning eftir BJARNA JÓNS- SON docent. Verð 50 aura. K. llvað er kristindómur? eftir prófessor A. v. HARNACK. Kemur út i 3—4 heftum á 75 aura. Um bók þessa fer Jón prófessor Helgason svo- feldum orðum í formála fyrir henni: »Framkoma þessa rits vakti meiri eftirtekt um allan hinn ger- manska heim, en líklega nokkurt rit þessa efnis heíir áður vakið. Það var undireins þýtt á fjölda tungumála — ekki aðeins í Þýzkalandi heldur í öll- um nágrannalöndunum þar sem menn játa mót- mælendatrú, var þetta rit Ilarnacks sjálfsagt um- ræðu og deiluefni, ekki aðeins í öllum blöðum og tímaritum, heldur og á öllum kirkjulegum fundum og samkomum þar sem trúmál yfir höfuð voru rædd«. Allar bækurnar eru sendar um alt með pósteftirkröfu. (Nægilegt að tilgreina töluna eða bókstafinn sem stendur hér á skránni fyrir framan hvert rit). — Hver sem pantar i einu 10 eintök af sama riti fær hið II. gefins. Skrifið sem fyrst og biðjið um þau rit, sem þið viljið fá til Fjallkonuútgáfunnar. Pósthölf 488. Reykjavík.

x

Fjallkonutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonutíðindi
https://timarit.is/publication/417

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.