Morgunblaðið - 06.01.1962, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.01.1962, Qupperneq 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 6. Jan. 1962 KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR KVTKMYNDIR * * KVIKMYNDIR SKRIFAR UM: LaugarásUio. GAMLI MAÐUBINN OG HAFIÐ MYND þessi er, sem kunnugt er, gerð eftir hinni frægu skáld- sögu, nóbelsverðlaunahöfundar- ins Ernest Hemingway, „The Old Man and the Sea“, en sagan hefur verið þýdd á íslenzku. Myndin er ekki fjölbreytt að efni, en gildi hennar er fyrst og fremst 1 þeim táknræna sannleika, sem að baki söguþráðinum býr. — Fiskimaðurir.n gamli hefur stund að sjóinn alia sína löngu ævi við lélegan árangur og afkomu. En eitt sinn dregur hann hinn mikla feng, stórfisk svo mikinn, að hann trúir ekki sínum eigin augum. Baratta hans við að sigra fiskinn er ióng og hórð, og þegar hann að lokum aefur dregið hann að borðstokknum þyrpast hákarlarn ir að fengnum með græðgi sinni og skilja þannig við fiskinn að ekkert er eftir af honum nema beinagrindin þegar gamli maður- inn kemur að landi. Mynd þessi hefur hvarvetna hlotið mikið lof fyrir listræna gerð hennar og leikur Spencer Tracy’s í hlutverki gamla manns- ins hefur vakið mikla aðdáun allra, sem myndina hafa séð, enda er leikur hans alveg frábær. Hafnarbíó: &ODDAHJAL Stjörnubíó: SUMARÁSTIR Þetta er ensk-amerísk mynd tek in í litum og Cinema-Scope. Ég hef áður, í þætti mínum um það ekki endurtekið hér. Þess skal aðeins getið að myndin er hvorttveggja í senn, gaman og alvara og lýkur sem harmleik. Myndin er tekin í fögru umhverfi á Rivieraströndinni og leikurinn afburðagóður, enda fara himr mikilhæfustu leikarar með aðal- hlutverkin, en það eru þau Deborah Kerr, David Niven, Jean Seberg og Mylene Demongeot. Myndin er gerð eftir skáldsög- unni „Bonjour Tristesse" eftir frönsku skáldkonuna Francoise Sagan og er prýðilega gerð, enda er leikstjórinn Otto Preminger, jólakvikmyndirnar, rakið í stuttu máli efni myndarinnar Og skal einn af fremstu kvikmyndaleik- stjórum, sem nú eru uppi. Helga María FriÖriks- dóttir ísafírði — Minning Fædd 28. des. 1951. Dáin 31. des. 1961. 1 GLÖÐUM bamahóp, sem lék sér úti á gamlársdag var tíu ára telpa, sem hafði fleiri ástæður til gleði sinnar en hin börnin. Mikið var hún líka glöð. Jólin höfðu, með öllu öðru góðu, fært henni þá jólagjöf, sem hún hafði ósk- að sér heitast, pabbi var kominn heim úr sjúkrahúsinu og jólin urðu þess vegna eins og hún hafði vonað, og allt var svo gott og fallegt. Svo átti hún líka auka jóladag mitt á milli hátíð- anna — afmælið sitt. Mikið var gaman að lifa, og ó hvað hún hlakkaði til kvöldsins. 1 kvöld mátti hún vaka eins lengi og hún vildi, horfa á brennumar og flug- eldana, hlusta á skipin flauta og kirkjuklukkumar hringja, mikið lifandi undur yrði gaman Gleðin söng í henni. Hún lagði afl í spyrnuna og á fleygiferð brunaði lífsglaða rauðhærða telpan niður brekkuna.... Á næsta andartaki klippti skar- bítur dauðans sundur kveikinn og slökkti þennan bjarta lífs'loga. Helga Maja, í hugum systkina þinna og frændfólks verður minn ing þín eins og skært ljós I skammdegi. Sorgina og söknuð- inn í hjörtum mömmu og pabba, sem fengu þig í jólagjöf fyrir tíu árum, mildar minningin um góða og gáfaða dóttur. Sofðu vært hjá £ifa og ömmu, litla frænka mín. Guðrún Bjarnadóttir. MYND þessi var jólamynd Hafn- arbíós, og gengur þar enn fyrir fullu húsi, enda er myndin bráð- fyndm og skemmtileg. Hún er tekin í litum og Cinema-Scope og í aðalhlutverkunum eru Rock Hudson og Dori Day, en leik- stjórinn er Michael Gordon. Er myndin ágætlega gerð, hvert at- riðið öðru skemmtilegra og hún prýðilega leikin, enda var mikið hlegið í húsinu þegar ég sá mynd ina. Austurbæ jarbíó: ÉG VIL LIFA ÞETTA er amerísk mynd byggð á sönnum atburði, sem gerðist í Bandaríkjunum fyrir nokkrum ár um og vakti geysiathygli þar í landi og einnig víða um heim. Aðalpersónan í þessum mikla harmleik var ung kona, Bgrbara Graham, vel gefin og glæsileg, er lent hafði í vondum félagsskap Og hlaut oft dóma fyrir ýmiskon- ar afbrot. Loks var hún ákærð fyrir rán og morð ásamt tveimur misendismönnum. Hún hélt ávalt fram sakleysi sínu, en málalok urðu þó þau að hún var dæmd til lífláts í gasklefanum í San Quentin fangelsinu 3. júní 1955. Mynd þeesí er sannkölluð „stór mynd“, efnismikil og áhrifarík og ágætlega leikin. Hlutverkin eru mörg en aðalhlutverkið, Bar- böru Graham leikur Susan Hay- ward. Er leikur hennar snilldar- legur, enda fékk hún fyrir hann „Oscar“ verðlaunin. Er Susan Hayward nú með allra fremstu kvikmyndaleikonum Bandaríkj- anna. Mun mörgum minnisstæð- ur frábær leikur hennar í mynd- inni „Ég græt á morgun". Er leikur hennar í þeirri mynd, sem hér er um að ræða ekki síðri. Sumsstaðar sem myndin hefur verið sýnd, hefur hún verið stytt, aðallega í lokin þar sem sýnd er aftakan í gasklefanum, en hér er myndin sýnd algerlega óstytt. • Gleðskapur á gamlárskvöld Sn. J. skrifar: Satt er það, og hóflega orð- að, sem Velvakandi segir 3. jan., um dagskrá útvarpsins á gamlársKVöld. Þjóðinni er stór lega misboðið með slíku „skemmti-efni“. Fátt er það, er síður henti til skemmtunar en „fyncim1 ófyndinna manna. En ekkx ei það nýjung að út- varpið bjóði hlustendum það sem óboðlegt er fyrir ör- birgðar sakir; svo er t. d. iðu- lega háttað þættinum um dag- inn og veginn. Það er líka löngu orðið viðkvæði hlust- enda þegar þar hefir óvart verið hieypt inn ræðumanni er talaði af einurð og greip á einhverju kýlinu, að varla muni hann oftar heyrast þarna þessi. En svo er það annað mál, sem á mætti minnast. Eru ára- mótin bezt valdi tíminn til létt úðar eða jafnvel fíflskapar? Þau eru alltaf tími reiknings- skila og yfirlit yfir farinn veg. Einkum gerum við þá upp reikningana við sjálf okkur. Og stendur þá þinn reikning- ur alltaf svo vel, að þú hafir ástæðu til kæti og gáska? Jæja, gott er það og þar með efalaust rcttlættur gáski þinn. Því miður er því alltaf öðru- vísi háttað um minn reikning. En ef þú íast á sínum tíma endurminningar sira Árna Þórarinssonar, þá er ég viss um að til dauðans minnistu einnar sögu sem hann segir af tillitslausri ofurkæti á gaml- árskvöld. Það er bæði mér og þér gott að muna þá sögu. Já, tillitslausri. Á áraimótun- um lítum við, eins og ég sagði, yfir farinn veg, yfir árið, sem er að kveðja. Og þó að á því hafi enginn skuggi fallið á þinn veg, þá hafa fallið skugg ar á annaira vegi, og þeim er harmur í hug. Okkur var sagt 1 árslok, að á árinu hefðu hér á landi orðið 64 banaslys. Væntanlega harmar öll þjóð- in þá sem þannig var í burt kippt, en hvað skyldu þeir hafa verið margir beinlínis ná- komnir, sem á gamlárskvöld felldu sorgartár (innan um allan gleðskapinn) vegna þess ara horfnu ástvina? Það veit ég ekki, og það veizt þú ekki heldur. En margir munu þeir hafa verið, Og í heimskugáska þínum hefir samúð þín sjálf- sagt leitað þeirra, þó að ekki sýndirðu þess ytri merki. Langt er liðið síðan ég lærði þessi tvö erindi um áramóta- gieðina. Mér fannst þau skyn samleg og finnst svo enn í dag: Að sjá þig heilsa, unga ár, ekki fáa gleður; en margur þeirra þá mun nár þegar þú aftur kveður. Gaktu hægt um gleðinnar dyr, gættu að hrasir eigi. Að hönum liðnum ekki fyr, áttu að hrósa degi. • Hörmungar úti í heimi Ég nefndi rétt innlendu slys farirnar. En hvað gerðist á ár- inu 1961 ef við horfum út í víðari sjóndeildarhring? - Þau ósköp og þær hörmungar, sem engin orð fá innibundið. Við skulum taka til dæmis Kongó og Angola. Það voru mislitir menn, sem þar þoldu mestar ógnir, en þeir hafa alveg sömu mannlegu tilfinningarnar sem við hinir hörundsljósu. Og eru kannske atómsprengingar Rússa gleymdar okkur? Ef svo, þá er því miður hætt við, að þær eigi enn eftir að minna á sig. Verkunum þeirra er ekki lökið; þær hafa enn naum ast hafizt að því, er hinir fróð ustu memi segja. Og mundi ekki fullsnemmt að kætast yfir því, að aldrei framar muni Rússar vinna slíkt óheyri legt níðingsverk gegn öllu mannkyni, þar með, og ekki sízt, barninu, sem enn er i móðurkviði? Jú, svo glanna- legur gleiðgosaháttur á engan rétt á sér. Vitaskuld er rétt og skylt að við vonum hins bezta en sannarlega eru miklu betri horfur á hinu að enn sé eftir að kveikja tortímingar- bálið — að það kunni að verða tendrað hvenær sem vera skal. Og eitt er víst: verði það kveikt, mun svo verða gert án nokkurs fyrirfarandi boðskap- ar. Þá mun ekki framar þurfa að víta lélega útvarpsdagskrá. „Vaki þér nú; fullsofið er“. •„Hikaðu kæti reisa“ Nú muntu spyrja hvort þú eigir þá aldrei að gleðjast. Jú, það áttu að gera, enda fátt hollara en hrein og heilbrigð gleði. Hinir mestu alvörumenn hafa löngum verið menn gleð innar. Og hjá æskumönnum er það jafnvei heilbrigt að gleðin verði aö kæti, sem er talsveri annað og oft óheilbrigt. Ég geri ráð fyrir, að tveir ritstjór ar Morgunblaðsins minnist þess Og skilji rétt, er hinn spak vitri forfaðir þeirra sagði: „Hikaðu kæti reisa“, Hann mun hafa verið gleðimaður, þó að mikill alvörumaður væri hann — eins og allir vitnr menn.Vel get ég unnt ungling um þeirrar gleði, er þeir hafa af því, að horfa á tilkomu- mikla brennu. Og vera má, að lögreglan í Reykjavík hafi gert rétt, er hún keypti sér fnð Og næði með brennunum á gamlárskvöld. En mín hverf andi kynslóð man þá tíð, að þrettándakvöld var talinn rétti dagurinn til þess að hafa brennur. Og þá var alltaf geng ið í kringum brennuna, með álfakonung Og álfadrottningu í farabroddi. Þá voru sungmr þeir söngvar, sem nú eru, illu heilli, að gleymast. Jafnvel fullorðnum var þetta góð skemmtun. Burt með fátæklega glanna skapinn Og alvöruleysið á þeirri alvörustund, er við kveðjum gamla árið og heils- um því nýja-, án þess að vita neitt um það, hvað það kana að færa oKkur. — Sn. J,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.