Morgunblaðið - 06.01.1962, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 6. jan. 1962
Lénharður fógeti
svndur í Biskupstungum
tTM MARGT geta fslendingar
deilt, en trauðla um það, að
ungmennafélagshreyfingin hefir
allt frá því hún barst hingað til
lands orðið til mikils menningar
auka fyrir landismenn alla og þá
að sjálfsögðu fyrst og fremst í
því umhverfi, sem rætur hennar
ihafa verið öflugastar, í sveitum
landsins. Að þessu sinni fer ég
þó ekki langt útí þá sálma, en
leyfi mér að minna á, að hvar-
vetna þar sem félögin hafa starf
að með dugnaði og árvekni hefir
leiklistir. jafnan skipað æðsta
sess í starfi þeirra.
Ekki er það þó fyrir, að alltaf
hafi verið svo hægit um stór-
átök á þvi sviði, þó munu víst
flest ungmennafélög um hinar
dreifðu byggðir landsins hatfa
þá sögu að segja að þrátt fyrir
ófullnægjandi húsakost til félags-
starfs, miklar fjarlægðir milli
félaga og nagandi fjárskort hafi
tekizt að velta hinum ótrúleg-
ustu Grettistökum á þessu sviði.
Eitt af þeim ungmennafélögum
er áreiðanlega hefir haft náin
kynni af þeirri sögu er hér hefir
yerið orðuð, einhverju atriðinu
eða máske öllum, er UMP Bisk-
upstungna. I>að félag hefir þó
við þessar aðstæður sýnt hina
merkustu sjónleiki. Ekki þarf að
efa, að þeir, sem á hverjum tíma
hatfa átt þess kost að sjá flutning
og sviðsetningu þeirra, hafa met
ið verk félagsins og sannfærzt
um að með því væri það að leggja
menningarlífi sinnar sveitar ötfl
ugt lið jafnframt því sem að
væri til aukins þroska þeim er að
leiksýningunum stæðu hverju
sinni. Af sjónleikjum þeim, er
félagið hefir tekið til meðferðar
má nefna Syndir annarra, Galdra
Loft, Vesturfarana, Tengda-
mömmu, Þorlák þreytta, Jeppa á
Fjalli, Almannaróm o.fl., sem of
langt yrði hér upp að telja. Og
enn á því ári er nú er nýliðið
hefir félagið beint starfi síniu að
þessu viðfangsefni, nú með sýn-
ingum á „Lénharði fógeta“ eftir
Einar H. Kvaran. — Nú er sú
breyting þó á orðin hjá Ung-
mennafélagi Biskupstungna, að
það hefir eignast ásamt sveitar-
félaginu og kvenfélagi sveitarinn
ar stórt og veglegt félagsheim-
ili, sem að öllum líkindum er eitt
hið glæsilegasta hús í sveiftum
þessa lands, enda er BiSkups-
tungnahreppur fjölmenn sveit
með fjölþættsin búskap í bak-
grunn svo að vænta má að þar
verði jafnan um fjölmenni að
ræða af heimamönnum.
Lénlharður fógeti er gamall
kunningi, sem æði margir kann-
ast við af leiksviði 1 meðförum
m.a. Leikfélags Reykjavíkur og
Þjóðleikhússins fyrir nokkrum ár
um. Ekki skal ég því ræða um
leikritið sjálft enda sæti það
sízt á svo óvönum leikhúsmanni,
sem ég er. Ég átti hinsvegar fyrir
velvilja stjórnar u.mf. Bisfkups-
tungna, kost á að sjá frumsýn-
ingu leikritsins á þriðja dag jóla
og langar því að fara um meðferð
þess og uppsetningu fáum orðum.
Ein af kröfum nútímans er sú
að sérstakur leikstjóri sjái urn
uppsetningu og stjórn á sjón-
leikjum, sem sýndir eru og er
sannarlega gott eitt um það að
segja þar sem efni og aðstæður
leyfa að hafa þann hátt á. Ung-
mennafélag Biskupstungna hefir
að þessu sinni verið svo heppið
að fá til sín ungan og áhugasam
an leikhúsmann, sem þar á ofan
er ættaður og uppalinn í Bisk-
upstungum, Eyvind Erlendsson,
og er því fólkinu og aðsiæðum
öllum betur kunnugur en ella
væri.
Eyvindur er aðeins rúmlega
tvítugur að aldri en hefir þó starf
að allmikið að leikstjórn víða um
land svo sem í Vestmannaeyjum,
Keflavík og víðar. Hann lék fyrst
með Leikfélagi Selfoss, en fór
síðan í leikskóla Þjóðleikshúss-
ins og iauk þaðan prófi. Engum
getur blandast hugur um sem sér
sýningu u.mf. Biskupstungna á
Lénharði fógeta að með upp-
setningu hans og flutningi hefir
leikstjórinn skilað hlutverki sínu
afbragðsvel af hendi. Ekki er ein
asta að hraði leiksins og heildar-
svipur sé ágætur, heldur er og
ekki síður eftirtektarvert hversu
leiktjöld og búningar eru vel
gjörð, en þetta hvorutveggja hef
ir leikstjórinn séð um og málað
lei'ktjöldin sjálfur.
Þarf ekki að eyða orðum að þvi
hversu mikið verk þetta er jafn-
framt því að vera svo með vökul
augu og athygli leikstjórans á
hverri hreyfingu og orði leikend-
anna. Verður eigi annað sagt en
leikendur allir skili hlutverkum
sínum mjög sómasimlega af
hendi þótt að sjálfsögðu megi þar
eitthvað útá setja sem og ftili-
komlega eðlilegt er þar sem uni
er að ræða ósviðvant fól'k að
mestu leyti.
Sjálfan höfuðpaurinn, Lénharð
fógeta, lék Sigurður Þorsteinsson
af ágætum skilningi á framkomu
þessa ribbalda og yfirgangs-
manns. Eysteinn úr Mörk er leik
inn af Sigurði Erlendssyni. Gjörði
Sigurður hlutverki þessu mjög
góð skil og er ekki að efa að þar
er á ferð mjög efnilegur leikari,
sem auðsjáanlega hefir vel kunn
að að notfæra sér tilsögn leik-
stjórans og haft góðan skilning
á persónu Eysteins frá hötfundar
ins hendi. Sérstaklega var at-
hyglisvert samtal Eysteins og
Guðnýjar á hlaðinu á Selfossi.
Að tjaldabaki. Gunnar Hannesson, ljósameistari og Eiríkur
Sælaad hvíslari.
Ingólfur Bóndi á Selfossi (Jóhann Eyþórsson).
Ingólfur bóndi á Seltfossi er leik
inn af Jóhanni Eyþórssyni. Hefir
Jóhann mjög myndugan málróm
fyrir hlutverkið og hreyfingar
allar og svipbrigði voru hinar
beztu, ekki sízt er fyrsta þætti
var lokið. Guðný, dóttir Ingólfs
er leikin af Höllu Bjamadóttur.
Fór hún afbragðsvel með hlut-
verkig svo að ég fullyrði að aðrar
stúlkur, sem leikið hafa þetta
hlutverk og meiri æfingu hafa
haft, hafa sízt gjört betur.
Höfundur leiksins sýnir sannar
lega enga sældartímia í lífi heima
sætunnar á Seltfossi, enda fær
hún við að glíma þau vandamál,
sem hún sigrast því aðeins á að
persónuleiki hennar sé mikill,
og það hefir Höllu tekizt að skilja
og túlka með ágætum. Torfi sýslu
maður í Klofa, góðgjarnt ög ró-
lynt yfirvald, er leikinn af Arn-
óri Karlssyni. Enda þótt Arnór
gjöri þessu hlutverki yfirleitt
allgóð skil, findist mér hann
mætti vera ögn ákveðnari á köfl
um og handaburður hans varla
í samræmi við hlutverkið. En ef
ti'l vill má að einhverju leyti
færa þetta á reikning leikstjór
ans. Helga kona Torfa, er leiik-
in af Kristrúnu Sæmundsdóttur
af myndugleik og háttvísri fram
komu svo virðúlegrar og góðrar
Ingólfur bóndi og Guðný dóttir hans (Jóhann/ Eyþórsi
og Halla Bjarnadóttir.
ekki mikið efnl til leJkafrefea.
í heild var sýningin vel af
hendi leyst, hraði leiksins mjög
eðlilegur, einkum þrír síðari þætt
irnir. Fer ekki milli mála að
leikstjórinn á sinn mikla þátt i
að svo er, endá ber öll sýningm
þess vott að hann hefir haft mjög
gott vald á viðfangsefni ínu.
Hann hefir og sjálfur eins og
fyrr segir teiiknað búninga og
málað leiktjöldin sem eru ágæt>
lega gjörð. Ljósaútbúnað hefir
Garðar Hannesson annast af
smekkvísi og feunnáttu.
Að endingu óska ég öllum
þeirn,, er unnu og stóðu að upp
færslu á þessu að mörgu leyti
merkilega leikriti Einars H.
Kvarans, í Aratungu, til ham.
ingju, og sem ég í mínum huga
vil kalla menningar viðburð hér
austan Fjalls. Atfrek Biskupsi
tungnamanna á þessu sviði er
eins og ljós í því skammdegi er
fólksfæð sveitanna hefir orsak-
að víða og dregið meir en flest
annað kjark úr þeim áhugasöun--
ustu á sviði leiklistar í dreif-
býlinu. Megi þeir og vaxa af við
fangsefninu.
Gunnar Sigurðsson.
Kcnuarar hljóta
Fulbright-styrk
MENNTASTOFNUN Banda-
ríkjanna á íslandi (Fulbright
stofnunin) auglýsir hér með eftir
umsóknum frá kennurum til sex
mánaða náms í Bandaríkjunum
á námsárinu 1962—63.
Styrkir þessir munu nægja
fyrir ferðabostnaði til Washing-
ton og heim aftur, nauðsynlegum
ferðakostnaði innan Bandarikj-
anna, kennslugjöldum, bóka-
gjöldum og nokkrum dagpening-
um.
Styrkirnir verða veittir kenn-
urum til náims í eftirtöldum
greinum,: barnakennslu, kennslu
í framhaldsskólum, verklegri
kennslu (iðnfræðslu); kennslu i
stærðfræði, náttúrufræði, eðlis-
fræði og skyldum greinum;
ensku, skólaumsjón og skóla-
stjórn, bandarískum þjóðfélags-
fræðum og öðrum sérgreinum.
Umsækjendur verða að vera
íslenzkir ríkisborgar, skólakenn-
arar með að minnsta kosti þriggja
ára reynslu, skólastjórar, starfs-
menn Menntamálaráðuneytisina
eða fastir startfsmenn mennta-
stofnanna eða annarra stofnanna,
sem fara með fræðslumál. Um-
sækjendur þurfa að geta talað,
lesið, skrifað og skilið ensku.
Umsóknir skulu senidast
Menntastofnum Bandaríkjanna á
íslandi, Laugavegi 13, eigi siðar
en 22. janúar, 1962.
konu sem Helga er látin vera.
Freysteinn bóndi á Kotströnd er
leikinn af Sigurjóni Kristinssyni.
Frá höfundarins hendi er hlut-
verk Freysteins eitt allra kyndug
asta atriði leiksins og því ekki áð
neita að mörgum leikara hefir
tekizt að sýna vel hinar skringi
legu hliðar þess án þess þó að
ýkja það úr hófi. Svo var
einnig að verulegu leyti í með
ferð Sigurjóns, og ef nokkuð
væri, fannst mér Freysteinn vera
á köflum óþarflega mannborleg
ur því af öllum tilsvörum má
ráða að hann er huglaus með af-
brigðúm. Hólm, þá einikennilegú
persónu, lék Skarphéðinn Njáls-
son mjög eðlilega, Snjólaug á
Galtalæk er leikin af Málfríði
Jónsdóttur. Gjörði hún hlutverki
þessarar herskáu konu mjög góð
skil, var í senn ákveðin og sönn
í áliti sínu á hinum miklu vanda
málum. Magnús Ólafsson er leifc
inn af Braga Þorsteinssyni mjög
eðlilega og í samræmi við mann
gerð hlutverksins. Eriendur Gísla
son, Gústaf Jónasson, Magnús
Sveinsson, Ólöf Fríða Gísladótt
ir, Björn Sigurðsson, Egill Egils
son, Jóhannes Jónsson og Sveinn
Skúlason fara öll með smáhlut
verk í leiknum en gjörðu þeim
ágæt skil enda þótt í þeim væri