Morgunblaðið - 06.01.1962, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.01.1962, Qupperneq 13
Laugardattur 6. 5an. 1962 MORGIJTSBLAÐIÐ 13 Dr. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður - Minning MÖRGUM er enn í huga skýr mynd a£ Þjóðminjasafni íslands eins og það var meðan það Ihafði aðsetur á efstu hæð Lands- Ibókasafnöhússins. Safnið bjó þar við þröng húsakynni, en húsrýmið var hagnýtt af stakri smekkvísi og útsjónarsemi. í öll um þrengslunum var _yfir safn- inu sérstæður þokki, sem tví- sýnt er hvort fylgt hefur því inn í nýtt hús. í dag er til moldar borinn Matthías Þórðarson, fyrrverandi þjóðminjavörður, sá maður sem gaf Þjóðminjasafninu það svip- mót, sem það hafði í Lands- ibókasafnshúsinu. Hann lézt hinn 29. desember eftir þriggja mán- aða sjúkrahúsvist, en hafði fram á síðast liðið sumar verið við góða heilsu og gengið dag hvern að störfum sínum, þótt aldur- inn væri orðinn hár. Hann vgr rösklega 84 ára að aldri. Fullu nafni hét hann Matthías Septi- mus og var gefið nafn séra Matthíasar Jochumssonar, sem sjálfur lagði til seinna nafnið, af því að Matthías var sjöundi sonur hjónanna á Fiskilæk. — Matthíasi Þórðarsyni þótti gam- an að rifja þetta upp og þá ekki síður hitt, að presturinn, sem skírði hann þessum nöfnum, var enginn annar en séra Helgi Sigurðsson á Melum, sem átt hafði happadrjúgan þátt að því að Forngripasafnið var stofnað 1863. Matthíasi Þórðarsyni fannst þetta sem eins konar forspá þess, er síðar kom fram um ævistarf hans sjálfs, og tengilið- ur milli sín og sögu safnsins frá upphafi. Margt kemur í hugann við fráfall hin látna merkismanns, og verður fæst af því sagt í snöggsaminni minningargrein. Ég kynntist Matthíasi Þórðar- syni fyrst við fornleifarannsókn- irnar í Þjórsárdal 1939 óg hafði nokkurt samband við hann upp frá því, einkum þó er ég var að búa mig undir próf hér í há- skólanum og þurfti að nota safn ið við úrlausn verkefnis. Seinna var ég aðstoðarmaður hans við safnið í tvö ár. Ég minnist þess með þökk hve vingjarnlegur og hjálpsamur hann var mér ætíð er ég leitaði til hans, en per- sónuleg kynni okkar urðu ekki verulega náin. Því betur hef ég síðar kynnzt embættisfærslu hans og ævistarfi, sem hvar- vetna minnir á sig í stofnun hans, Þjóðminjasafninu. Ekki kemur sá dagur að við berum ekki ráð okkar saman við hann, skyggnumst eftir í bókum safns- ins hvað hann hefur sagt um þetta eða hitt, hver hefur verið skoðun hans á einhverjum menn ingarminjum, sem í safnsins vörzlu eru. Skýrslugerð Matt- híasar eða árlegar safnauka- skrár eru lífæð safnsins og um leið brunnur sem komandi kyn- slóðir safnmanna hljóta sífellt að ausa af. Margt er torráðið sem til kasta kemur á menn- ingarsögulegu safni og um að gera að til haga sé haldið þeim sannleikskornum, sem hverjum einstökum auðnast að finna. Matthías Þórðarson hliðraði sér ekki hjá að glíma við gáturnar né taldi eftir sér að rita í bæk- ur safnsins þær lausnir sem hann fann, öllum síðari safn- mönnum til ómetaniegs hagræð- is. Hann hafði frábærlega glöggt auga fyrir hlutum, og hér hef- ur aldrei verið maður sem ör- uggaxi væri að skipa menning- arsögulegum hlut til rétts sæt- is í tíma og rúmi. Matthías Þórðarson stundaði nám í norrænum fræðum við háskólann í Kaupmannahöfn að loknu stúdentsprófi 1898 og var nemandi Finns Jónssonar og batt við hann vináttu sem entist meðan báðir lifðu. Á þeim ár- um var líf í tuskunum meðal ís- lenzkra stúdenta í Kaupmanna- höfn. Einna mest hitnaði mönn- um í hamsi 1904—1905, þegar Danir voru að undirbúa sýn- ingu þá sem nefndist að lokum „Dansk Koloniudstilling samt Udstilling fra Island og Færö- eme“, en íslenzkir stúdentar kölíuðu Skrælingjasýninguna. Þótti þeim íslandi misboðið með sýningunni og reyndu af alefli að koma fram fyrirkomulagsbreyt- ingum, sem þeir gætu betur sætt sig við. Matthías Þórðarson tók þátt í þessum átökum og átti sæti í nefnd þeirri sem falið var að reyna að hafa áhrif á sýn- ingarnefnina í þá átt sem stúd- entarnir óskuðu. Töluverðu komu þeir til leiðar, en voru þó sáróánægðir með sýninguna og hlut íslands þar. Meðal þess helzta sem sýnt var frá íslandi var safn Jóns og Helgu Vídalín, sem þau höfðu safnað á Islandi. Bættist það nú við óánægju stúdentanna áð þurfa að horfa upp á að fólk hefði flutt svo mikið af dýrmætum þjóðminj- um brott af íslandi. Svo sem í framhaldi af átökunum út af sýningunni flutti Matthías Þórð- arson erindi í íslenzka stúdenta- félaginu í Höfn í júní 1905 um verndun fornminja og kirkju- gripa. Sendi fundurinn Alþingi áskorun um þetta mál, en er- indi Matthíasar var prentað sem grein í Skírni 1905. Þessi grein varð að vissu leyti stefnu- skrá að ævistarfi hans sjálfs, enda mun hann eftir afskipti sín af þessum málum hafa ver- ið svo sem sjálfkjörinn til að undirbúa fornleifafélögin, sem Alþingi fór að vinna að upp úr þessu og samlþykkti árið 1907, og síðan til að taka við embætti fornminjavarðar (síðar þjóð- minjavarðar), sem stofnað var með lögunum og svo kveðið á að fornminjavörðurinn skyldi jafn- framt vera forstöðumaður Fom- gripasafnsins. Allt fór þetta líka svo sem horfði. Matthías fór heim árið 1906, varð á næsta ári aðstoðarmaður Jóns Jakobsson- ar, forstöðumanns Forn- gripasafnsins, en settur fom- minjavörður frá ársbyrjun 1908 og skipaður 20. júní sama ár. Hann gegndi síðan því embætti óslitið til 1. des. 1947, er hann fékk lausn frá störfum fyrir aldurs sakir, eða samfleytt 40 ár. Fastráðinn aðstoðarmann hafði hann aðeins tvö síðustu árin, en var annars lengstum einn á safninu og hafði aðstoð- arfólk til ígripa tíma og tíma. Tvö stórvirki kölluðu að, þeg- ar Matthías Þórðarson tók við embætti sínu, og fengu honum þegar í stað ærið um að hugsa, og vék hvort að sínum megin- þættinum í hinu nýja fornminja varðarembætti. Annað var flutn ingur safnsins og hitt fram- kvæmd fomleifalaganna. Safnið hafði síðustu árin haft sama stað í húsi Landsbankans, en nú var Landsbókasafnshúsið tilbú- ið, og þar var safninu ætlaður staður. Það varð fyrsta verk Matthíasar að flytja safnið íhin nýju húsakynni. Það var erfitt og mæddi mjög á honum ein- um. Skemmtilegf var að vísu fyrir ungan safnmann að flytja safn sitt í betri húsakynni en það hafði áður haft, en ánægj- an var blandin þar sem auðséð var frá upphafi að nýja hús- næðið var allt of lítið til fram- búðar. En Matfchías leysti verk sitt af hendi svo sem bezt varð á kosið og ég nefndi í upphafi og tókst að gera þröngt og óhentugt húsrými furðanlega notadrjúgt. Flutninginn notaði Matthías til að vinna sér ná- kvæma alhliða þekkingu á safn- inu og skipti því niður í deild- ir eftir eðli hlutanna. Að þeirri skiptingu býr safnið enn. Safna- heildina alla kallaði hann Þjóð- minjasafn, en áður var það oft- ast nefnt Forngripasafnið. Svo átti að fara, að vist safns ins í Landsbókasafnshúsinu stæð ist nokkurn veginn á við em- bættistíð Matthíasar, og í sögu þess mun tímabilið þar verða við hann kennt. Matthías Þórð- arson hafði flesta þá eiginleika sem gera mann að góðum safn- manni. Hann hafði næmt auga fyrir hlutum, var hirtinn og nýt inn og fór vel með, þoldi ekki að sjá ógætilega farið með góða hluti. Hann var hneigður fyrir smíðar og manna lagnastur í höndunum og hafði yndi af vönduðum og góðum áhöldum. Sniilingur var hann að fást við úrverk og setti margt gamalt sigurverk í gang. Hann gekk vel og vandlega frá því sem geyma skyldi, að ekki grandaði ryð eða mölur. Hver sá hlutur, sem á annað borð var þess virði að vera geymdur á safni, átti um leið skilið að vera geymdur ur vel. Persónulegur snyrtiblær einkenndi jafnvel smæstu hand- tök hans, tölumerking á safn- hlut eða umbúnaður á smáhlut til geymslu. Af öllum safnminj- um hygg ég að hann hafi haft mestan áhuga á listiðnaði, hvort sem var málmsmíði, tréskurð- ur eða kvenlegar hannyrðir, og svo listaverkum, enda var mál- verkasafnið lagt undir hans stjórn 1915 og var í hans um- sjá allt þar til menntamálaráð var stofnað og raunar lengur.. Sú var ætlun hans að Listasafn- ið væri deild í Þjóðminjasafn- inu, þótt síðar færi á annan veg. Ég geri ráð fyrir að næst hefði staðið eðli Matthíasar að vera starfsmaður við listiðnað- ar- eða listasafn. Hann hafði mikið yndi af vönduðum hús- gögnum og fögrum listaverkum, en smekkur hans var mjög mót- aður af klassík og málverkum fyrri tíðar meistara, en á frum- stæðri list hafði hann minni á- huga og nútímalist var honum einungis undrunarefni. Söfnun- arstarf Matthíasar mótaðist af áhuga hans. Hann skildi mæta vel, að Þjóðminjasafninu bar að safna alhliða íslenzkum menn- ingarminjum, en mest kapp lagði hann á að fá til safnsins altl sem metið verður til listar eða listiðnaðar á hærra stigi. Eink- um lék honum hugur á að ná til safnsins góðum gömlrnn kirkju- gripum, og lögðu sumir menn honum þetta til lasts. En Matt- hías vissi að hann var þar á réttri braut, enda ekki hætta á að hann kynni sér ekki hóf i þessu sem öðru. Matthías Þórðarson var virðu- legur fulltrúi sinnar stofnunar. Hann var fríður maður sýnum og fyrirmannlegur í framgöngu og klæðaburði, hafði á sér fág- að borgaralegt snið, sem jafn- an fylgdi honum og vakti at- hygli, jafnvel eftir að hann var orðinn háaldraður. Hann var tungumálamaður ágætur, talaði og skrifaði margar tungur bet- ur en algengt er hér á landi, kunni vel að vera með tignum mönnum og var því oft til þess kjörinn að vera í fylgd opin- berra erlendra gesta. Við al- menna safngesti var hann greið vikinn, og hjálpsamur við börn og lítilmagna. Hann var mjög bamgóður og oft sá ég hversu mikla ánægju hann hafði af að leiðbeina börnum og ungling- um á safninu. Hann var hávaða laus maður og fáorður hvers- dagslega, en hlýr í þeli, hjálp- fús og alþýðlegur án þess að lægja eðlisgróinn virðuleik sinn, maður hófsamur í orði og líf- erni. Hann vildi að almenning- ur notaði safnið sér til gagns og skemmtunar og gaf út al- þýðlegá leiðsögubók um það, en jafnframt skildi hann vel að safnið var auður sem varð að ávgxta með rannsóknum og rit- gerðum svo fyrir innlenda sem erlenda fræðimenn. Skilningur hans á eðli og hlutverki safns- ins kemur berlega fram í rit- gerð þeirri, er hann samdi og birti í tilefni af 50 ára afmæli safnsins 1913, þar sem hann að niðurlagi gerir grein fyrir fram- tíðarhugmyndum sínum um safn ið. Sjálfur var hann mikilvirk- ur fræðimaður, svo sem Árbók fornleifafélagsins vottar bezt. Hann var formaður félagsins í 41 ár eða frá 1920 til dauða- dags og ritstjóri Árbókar og helzti höfundur áratugum sam- an. Ég hygg að allt það starf hafi verið sjálfboðavinna, unn- in af ríkri tilfinningu Matthías- ar fyrir því að hér varð að halda merki á loft fyrir stofn- unarinnar og landsins hönd. Lengst af embættisferils síns bjó hann við lág laun og varð að sæta ígripavinnu svo sem stundakennslu í skólum til að vinna fyrir daglegu brauði, þó að ótal verkefni kölluðu að í safnsins þágu. Þetta olli Matt- híasi sárindum, hann fann að ekki veitti af þó að hann helg- aði sig óskiptur þeim skyldu- störfum, sem embættið lagði honum á herðar. Auk greina sinna í Árbók fomleifafélagsins ritaði Matthías mjög margt ann- að, bæði á íslenzku og í ýmis erlend rit, en af meiri háttar ritum hans nefni ég hér aðeins rit hans um Þingvöll, mikið og vandað heimildarrit sem að miklu leyti styðst við frumrann- sóknir hans sjálfs, og safnritið íslenzka listamenn, sem List- vinafélagið gaf út. Annað það sem þegar í stað þurfti við að snúast, þegar Matthías Þórðarson tók við em- bætti sínu, var framkvæmd hinna nýju fornleifalaga. f þeim erind- um ferðaðist hann á árunum 1908—1916 um land allt og frið- lýsti fomminjar, ýmist eftir sjálfs sín athugun eða eftir yfirlits- greinargerðum hinna fyrri forn- fræðinga, einkum Sigurðar Vig- fússonar, Kálunds og Brynjúlfs frá Minnanúpi. En Matfhías vann á þessum ferðum annað og stór- merkilegt brautryðjandastarf, sem fornleifalögin gerðu einnig ráð fyrir að unnið yrði. Hann fcom í allar kirkjuT landsins og skrásetti kirkjugripi. Geta menn hugsað sér hvílíkt verk betta var og hve miklum erfiðleikum það var bundið fyrir bifreiðaöld að ferðast þannig um landið allt. En einnig munu menn skilja hvílíkar heimildir þessar skrár eru, enda þarf dögum oftar til þeirra að leita. Þær hafa ekki verið prent- aðar fremur en svo mörg önnur skráning Matthíasar en eru og munu verða meginheimild um kirkjugripi og fyrsta og eina alls- herjaryfirlitið um það efni. Af ferðum sínum um landið og náinni þekkingu á skrifum hinna fyrri fomfræðinga var Matthíasi Þórðarsyni ljóst að rannsaka þyrfti ýmsa staði hér á landi með uppgröftum. Helztu rannsó'knir hans á þessu sviði voru uppgröfturinn á Bergþórs- hvoli 1927, rannsókn á Bóístað í Álftafirði 1931 og fomleifarann- sóknirnar miklu í Þjórsárdal 1939, sem unnar voru af fræði- mönnum frá Norðurlöndum að miklu leyti, en þó allar undir yfirstjórn Matthíasar, og sjálfur gróf hann upp rústirnar á Skelja- stöðum. Við þetta bætast svo margar fyrirferðarminni rann- sóknir, sem hversdagslega ber að höndum á safninu þegar forn- minjar koma skyndilega í ljós á einhverjum stað og ákveða verð- ur { snatri hvaða ráð skuli fyrir þeim gera. Þegar á allt er litið er það furða hverju Matthías kom í verk á þessu sviði, einn síns liðs á safninu og með allar skyldur þess á höndum sér. Aldrei tók ég þátt í fornleifarannsókn með bonum, en ég sé að hann hefur haft skynsamlegt rannsóknarlag og verið glöggskyggn og rétt- dæmur á það sem hann fann. Þegar ég lít á það sem Matthías skrifaði 1913 um framtíðarvonir safnsins og svo hins vegar það sem fram kom, sé ég að vísu, að ekki hafa allar vonir rætzt, sem hinn ungi fornminjavörður gerði sér, er hann tók við embætti. En öllu þokaði fram, og margt fór að óskum, og sjálfur innti forn- minjavörðurinn störf sin svo af hendi að hann ávann sér traust og virðingu allra, sem fylgdust með starfi hans, bæði heima og erlendis. Heyrt hef ég marga eldri safnmenn og fornleifafræð- inga á Norðurlöndum. tala með virðingu um starf Matthíasar og Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.