Morgunblaðið - 06.01.1962, Síða 14

Morgunblaðið - 06.01.1962, Síða 14
14 MORGU1SBLAÐ1Ð Laugardagur 8. jan. 1962 IIM MEMORIAM Dr. Matthías Þórðarson f. 30/10 1877 d. 29/12 1961. Frægur féll að velli — Ríkti reglusemi — fom að árum klárum, rétt að marki settu, forn í fræða gæðum signdi sig að morgni forn í dráttum þátta. sáttur daginn átti: Hægur, stilltur, hylltur Ljót orð lét ei heyra horfna þráðinn kljáði ljúfur ei né hrjúfur, Þjóðar þarfur arfi frómur fylgdi svona þökk fyrir verkin merku. fastur í rótar rasti. Maður stór til staðar Vinur vina sinna stundir yðju mundi var í hlýju svari. gaf sitt traust án tafar bar í brjósti hlýju — trúr án útúr dúra. brauð gaf úti snauðu. Gáði af giftu ráðum Þolinmóður þreyði gætinn, rangt að bæta. þarfur vel í starfi: Vilji og vit að skilja þyngsta þéttur fyrir voru í hans fórum. þótti, og áfram sótti. Muni gamla að muna Matthías ei latti, virðing hans og hirða - hélt í tíma veltu, gætinn gerði mæta gagni lífs og magni. Genginn, látinn, lengi lifir marga yfir. Andrés Johnson. 31/12 1961. — Dr. Matthías Frti. af bls. 13. bafa á orði hve virðulegur full- trúi sinnar þjóðar hann hafi ver- ið Ihvar sem starfsbræður úr mörg um löndum komu saman til fund ar. Og kunnugt er mönnum hið mikla traust sem hann vann sér hér 'heima, enda hlóðust að hon- um virðingar og ýmis vandasöm félagastörf og nefndastörf, sem hér verða ekki upp talin. Hann var í stjórn svo margna félaga að furðu gegnir, og vildi þá gjarnan fara svo að hann ynni sjálfur mest af þeim störfum, sem að höndurn bar. Kom þar til ósér- hlífni hans og starfsvilji og svo hitt að honum var ekki að þvi skapi sýnt um að setja aðra menn til starfa, enda að eðlisfari mað- ur lítið ágengur eða hlut- samur. Félagastörfin tóku of mik ið af tíma Matthíasar, en honum var óljúft að skorast undan að leggja góðu máli lið, og aliir treystu honum til góðs, enda var hann grandvar maður til orðs og æðis og í öllu tilliti góður fulltrúi þeirra eiginda, sem nú eru stundum kallaðar fornar dygðir. Matthías ÞórSarson lét af em- bætti sjötugur að aldri, skömmu áður en að því kæmi að Þjóð- minjasafnið flyttist í hið nýja hús sitt. Þó að hann léti ekkert uppi um það efni, tel ég líklegt að honum hafi ekki verið ijúft að hverfa frá ævistarfi sínu, því að hann var þá lítt þrotinn að kröft um. Ekki var það ætlun hans að rjúfa öll tengsl við safnið. Hann I fékk þar herbergi, sem ég hygg að hann hafi ætlað sér að divelj- I ast í og vinna í ró og einveru j einíhver þau fræðistörf, sem hann hafði ekki áður getað snúizt við. Hann hafði áreiðanlega komið auga á margt í fræðigreinum sán um, sem hann hefði viljað brjóta til mergjar, ef tóm og tími hefði gefizt til. En svo fór að hann var önnum kafinn maður einnig eftir að hann lét af embætti og ekkert varð úr því að hann ynni nein fræðistörf. Áreiðanlega hafði hann gert margar athugan- ir um safngripi og menningar- söguleg efni, sem nú sjást hvergi eftir hann látinn, þó að hitt sé einnig gífurlega mikið sem til er | í ritgerðum og safnskýrslum, prentuðum óg óprentuðum. Kom ur hans í safnið urðu strjálli þeg- ar árin liðu og aldrei skipti hann sér af neinu varðandi safnið eða embættisrekstur þar. Hann hef- ur vafalaust verð búinn að hugsa mikið um hvernig hann mundi koma safninu fyrir ef það eignað ist þak yfir höfuðið. Hann hefur einnig vitað að annar maður mimdi hafa að einhverju leyti aðarar hugmyndir um það efni og þekkt sjálfan sig að því að honum væri hentara að vinna verkið upp á sitt eindæmi, eins og hann hafði gert alla sína ævi, en vera leiðbeinandi og ráðgjafi annars manns um það efni. Ég þóttist skilja, þótt fátt væri sagt, að hann teldi sig svo sýna eftir manni sínum mesta hollustu. að hann léti hann alveg sjálfráðan og reyndi ekki að þröngva sínum sjónarmiðum upp á hann. Ég saknaði þess stundum að njóta ekki í ríkara mæli ráða hins reynda og fjölfróða safnmanns, en fann þó í þessari afstöðu hans drengskap og hollustu í minn garð eins og allri framikomu (hans við mig bæði fyrr og síðar. En þótt Matttbías Þórðarson segði skilið við safnið, var síður en svo að hann settist í helgan stein. Slíkt var óhugsandi um hinn mikla eljumann. Hann sneri sér nú eindregið að Bókmennta- félaginu og hinum margvíslegu störfum í þágu þess. Hann var forseti félagsins og sá um út- gáfustarfsemi þess og var jafn- framt afgreiðslumaður félags- bókanna, og því dvaldist hann langdvölum á lofti dómkirkjunn- ar í Reykjavík, þar sem var í senn bókageymsla félagsins og vinnustofa og skrifstofa forseta þess. Árum saman setti hinn ald- urhnigni höfðingsmaður svip á umhverfi dómkirkjunnar þar sem hann sást tíðum á ferli í erind- um Bókmenntafélagsins. Matthí- asi Þórðarsyni þótti vænt um dómkirkjuna, og bar margt til þess. Hann var trúmaður og kirkjumaður og sótti guðsiþjón- uistu reglulega. Hann var í sókn- arnefnd dómkirkjunnar háa herrans tíð og lét sér mjög annt um hið sögufrœga guðsihús og helgigripi þess. Hér við bættist svo það að dómkirkjan hafði ver- ið fyrsta skjól Forngripasafnsins. Á dómkirkjuloftinu fékk það inni, þegar það var stofnað og þar starfaði brautryðjandinn Sig urður Guðmundsson málari öll þau ár, sem safnið var í hans um- sjá. Matthías Þórðarson hafði ríka tilfinningu fyrir baráttu Sigurðar og kunni vel að meta þann grund- völl sem hann lagði að allri fram tíðarstefnu safnsins. Að lokum var svo dómkirkjuloftið sama- staður Bókmenntafélagsins, sem Matthías Þórðarson hafði svo lengi unnið fyrir og helgaði alla sína krafta á síðari árum. Ég held að ekki sé ofmælt, að dóm- kirkjan, húsið sjálft með helgi- svip sínum og listgripum, með sögu sinni og minningum, og starfið uppi á loftinu, í senn snúningasamt og virðulegt, hafi komið Mattbíasi Þórðarsyni í safnsins stað og það meira og meira eftir því sem árin liðu. Honum lét vel að vinna einn, og faann kunni því vel að mega dag lega ganga til vinnu sinnar í virðulegu og söguriku húsi. Að vísu er það óbættur skaði, að Matthías Þórðarson hætti of snemma rannsóknum í þágu 'þeirra fræðigreina, sem tengdar eru Þjóðminjasafninu og hann var allra manna færastur í hér á landi, en hins vegar er það gleði- og þakkarefni að hann fékk í elli sinni viðfangsefni, sem var hon- um vel að skapi og veitti starfs- löngun hans og umhirðusemi full nægjandi skilyrði að heita má til hinztu stundar. Matthías Þórðarson var sveita* barn að uppruna eins og við vor- um flestir fslendingar til skamms tíma. En framganga hans öll og mótun var með borg- arabrag aldamótaáranna. Ungur kom hann til Reykjavíkur, og þar átti hann sinn langa starfs- dag. Hann var tengdur Reykja- vík traustum böndum, og hann var í sannleika einn þeirra sem settu svip á bæinn. Hann átti lengi heima í hjarta bæjarins, við norðurenda tjarnarinnar, Margir munu enn um sinn minn- ast hins virðulega öldungs þar sem hann sást á gangi um miðbæinn eða við tjörnina, þar sem venja hans var að færa fugl. unum glaðning, þegar hart var í ári. En f Þjóðminjasafninu munu verk hans lengst bera hon- um vitni, handbragð hans og trúmennska, safnmannsstefna hans og viðhorf allt til starfsins og stofnunarinnar. Þar verður nafn hans. í heiðri haft og verk hans þar munu lofa hann, 'þó að aldir renni. Kristján Eldjárn. MATTHÍAS ÞÓRÐARSON var fæddur 30. okt. 1877 á Fiskilæk í Melasveit. Foreldrar hans voru Þórður hreppsstjóri Sigurðsson og Sigríður Runólfsdóttir, ko-na hans. Hefur Matthías gert grein fyrir ætt sinni í sérstöku riti með ættarskrám þeirra hjóna. Mattfaí- as varð stúdent 1898, cand. jhil. í Kaupmannahöfn 1899, lagði stund á norræn fræði og fom- fræði við háskólann þar, fluttist til íslands 1906. aðstoðarmaður við Forngripasafnið 1907, forn- minjavörður (síðar þjóðminja. vörður) 1908. Fékk lausn frá þvl embætti 1947. Sæmdur prófes- sorsnafnbót 1937 og kjörinn heið- ursdoktor í heimspeki við Há- skóla íslands 1952. í stjóm Hafn- ardeildar Hins íslenzka bók. menntafélags 1905—1906, í stjóm félagsins hér heima síðan 1912 og til dauðadags og forseti frá 1946, Formaður Hins íslenzka fornleifa félags 1920 og síðan og ritstjóri Árbókar þess 1920—1948. í stjóm Heimilisiðnaðarfélags íslands frá 1912 og síðan. Auk þess virkur þátttakandi í mörgu öðru félags- starfi og opinberum nefndum, Sæmdur stórkrossi hinnar ís. lenzku fálkaorðu auk erlendra heiðursmerkja. Fyrri kona Matthíasar var Alvilde Maria Jensen frá Kaupmannahöfn, en síðari kona Guðríður Guðmunds. dóttir frá Lam'bhúsum á Akra« nesi. Frú Guðríður lézt árið 1956, en síðustu árin hafði Matthíaa ’heimili með dóttur þeirra, frti Sigríði, og naut góðrar umhyggju hennar. Unglinga vantai til að bera blaðið BLÖNDUHLÍÐ GRENIMEL MEÐALHOLT FÁLKAGÖTU SÖRLASKJÓL HJALLAVEGUR GRETTISGATA (I) FJÓLUGATA Faðir okkar FRIÖRIK JÓNSSON frá Hömrum andaðist að Kristneshæli föstudaginn 5. janúar. Páll Friðriksson, Ásta Friðriksdóttir, Þorbjörg Friðriksdóttir. Dóttir mín elskuleg FRIÐMEY ÓSK PÉTURSDÓTTIR Hávallagötu 51, andaðist að moigni hins 5. þessa mánaðar. Reykjavík, 6. jan. 1962. Guðrún Gróa Jónsdóttir. Móðir okkar HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR frá Valdastöðum, til heimilis að Stórholti 12, andaðist í Landakotsspítal- anum föstud. 5. þ.m. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börnin. Bróðir minn VÍGLUNDUR KRISTINSSON húsgagnabólstrari, andaðist á Farsóttarhúsinu, fimmtudaginn 4. janúar. Fyrir hönd föður og systkina. Páll Kristinsson. Innilegt þakkiæti fyrir vinsemd og samúð við andlát Og jarðarför VILBORGAR GUÐLAUGSDÓTTUR Kambsvegi 20. Eiginmaður, börn og systkini hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför ÞÓRUNNAR BJARNADÓTTUR frá Fögrueyri. Aðstandendur. Afgreiðslustúlka óskast í bókabúð í miðbænum. Eiginhandarumsókn er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist ásamt ljósmynd (sem verður endursend) afgr. Mbl. mérkt: „Áhugasöm — 7293“ fyrir n.k. mánudagskvöld. Lögfaksúrskurður Samkvæmt kröfu sveitarstjórans í Garðahreppi úr- skurðast hér með lögtök fyrir ógreiddum útsvörum og öðrum gjöldum til sveitarsjóðs Garðahrepps, álögðum 1961 eða eidri, auk dráttarvaxta og kostn- aðar. Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldum þessum að átta dögum liðnum frá birtingu úrksurðar pessa, verði eigi gerð skil fynr þann tíma. “ Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 30 desember 1961. Björn Sveinbjörnsson settur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.