Morgunblaðið - 06.01.1962, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐ1Ð
Laugardagur 6. Jan. 1962
Afmælismót í 16 greinum
og hdf á 50 ára afmæli ÍSÍ
Danlr burstuðu Svía
Hálfrar aldar afmæli skipulagurar
ijprótfastarfsemi minnst
HINN 28. þ. m. eru 50 ár liðin
frá stofnun fþróttasambands ís-
lands. Verður efnt til margvís-
legra hátíðahalda í tilefni þeirra
tímamóta. — Á afmælisdaginn
sjálfan verður hátíðasýning í
Þjóðleikhúsinu, þar sem á nýst-
áirlegan hátt verður rakin þró-
unarsaga íþrótta á fslandi, en
þær hafa verið iðkaðar óslitið
/í'rá landnámstíð. Sýningin verð-
iir tvískipt. Fyrri hlutinn er
helgaður söguöld, hinn síðari
sýnir nýja tímann og hver
menningarþáttur íþróttir eru í
þjóðlífinu í dag. Eftir sjálft af-
mælið hefjast afmælismót og
verða haldin í öllum greinum
íþrótta á íslandi og verða sum
að bíða fram á sumarið.
ic Tvískipt hátíðahöld
Afmælisnefnd sér um há-
tíðahöldin og ræddi hún ásamt
forseta ÍSÍ við blaðamenn í gær.
1 nefndinni eiga sæti Gísli Hall-
dórsson arkitekt, formaður, Þor
steinn Einarsson, Axel Jónsson,
Jón Magnússon og Sigurgeir
Guðmannsson. Hermann Guð-
mundsson er framkvæmdastjóri
nefndarinnar og vinnur með
henni.
Gísli Halldórsson hafði orð
fyrir nefndinni og sagði að há-
tíðahöldin yrðu tvíþætt. 27. og
28. janúar yrði hin eiginlega af-
mælishátíð. En hinn þátturinn
væri afmælismót í öllum grein-
um. —
27. janúar tekur framkvæmda-
stjóri ÍSÍ á móti gestum í Sjálf-
stæðishúsinu. Þar verða kveðj-
ur fluttar, ávörp og gjafir færð-
ar. —
Áhorfendum
fækkar oð
enskri knatt-
spyrnu
f DAG koma forráðamenr
brezkrar knattspyrnu samar
til funda í Lundúnum og ræð:
um viðkvænrt vandamál —
fækkun áhorfenda á leikjum
ensku deildakeppninini. Haf:
margar-tillögur komið fram oj
verða ræddar. Má nefna eftir
farandi tillögur:
1. Komið verði á 4 deildurr
hverri með 20 liðum og aí
fleiri lið færist upp og niðu
milli deilda en nú er, sv<
spenningur verði meiri í leik
unum.
2. Úrslit bikarkeppninnai
verði í júná í stað fyrst í maí
Þetta lengir deildakeppnis
tímabilið um mánuð.
3. Leiknir verði fleiri
deildakappleikir í miðri viku
1. Teknir verði upp leikii
á sunnudögum — en slíkt hef
ur aldrei verið leyft í Eng
landi.
28. janúar er aðalhátíðin. Kl.
2 þann dag verður hátíðasýn-
ingin í Þjóðleikhúsinu. Þar flyt-
ur menntamálaráðherra, Gylfi
Þ. Gíslason, ávarp og Ben. G.
Waage, forseti ÍSÍ, flytur ræðu,
en síðan hefst sýningin. — Frá
henni er skýrt á öðrum stað hér
á síðunni.
Kl. 7 síðdegis þann dag verð-
ur kvöldfagnaður að Hótel
Borg. Forseti Islands, Ásgeir Ás-
geirsson, verndari ÍSÍ, flytur
ávarp, svo og borgarstjórinn í
Reykjavík og fulltrúar ýmissa
félagasamtaka.
á- Afmælismótin
Vikan þar á eftir er helguð
afmælismótum ÍSÍ. 3.—4. febrú-
ar verður hraðkeppni í hand-
knattleik í meistaraflokkum
karla og kvenna.
6. febr. fer fram hraðkeppni
í körfuknattleik karla og
kvenna.
7. febr. verður hraðkeppni í
knattspyrnu innanhúss og 10.
febr. verður innanhússmót í
frálsum íþróttum, m.a. atrennu-
lausum stökkum. Öll þessi mót
fara fram að Hálogalandi.
11. febr. verður afmælismót í
badminton og keppa bæði kon-
ur og karlar. Sú keppni verður
í KR-húsinu.
13. febr. verður sundmót í
Sundhöllinni og 17.—18. febr.
skíðamót.
í upphafi allra þessara móta
munu fulltrúar sérsambanda í
hverri grein minnast afmælis
ÍSÍ og íþrótta á íslandi.
í sumar verður efnt til knatt-
spymukappleika, frjálsíþrótta-
móts og sundmóta, þar sem
Reykvíkingar munu keppa við
íþróttamenn annarra landshluta.
Öll þessi mót eru liður í af-
mælishátíðinni.
Á íþróttaþingi í sumar komu
fram raddir utanbæjarmanna
um að stefna bæri að allsherj-
armóti fyrir landið. Nefndin at-
hugaði möguleika á því ræki-
lega, en fékk daufar undirtektir
svo ekki verður af þvL — En
nefndin hefur og vill hvetja öll
héraðasambönd til að minnast
afmælis ÍSÍ með mótum eða á
annan hátt. Er vitað um nokk-
ur, sem það ætla að gera, t.d.
munu Akureyringar hafa sér-
stakan hug á að vanda til af-
mælismóts.
Afmælisrit
Sérstakt afmælisrit ÍSÍ
kemur út skömmu eftir afmælis
daginn. Gils Guðmundsson hef-
ur tekið saman sögu sambands-
ins. Þar verður og þáttur úr
sögu héraðssambandanna.
★ Afmælismerki
ÍSÍ gefur út sérstakt af-
mælismerki og selur á 25 kr.
til að standa straum af kostn-
aði við afmælishátíðina. Verður
þetta merki til sölu um land
allt. Einnig hefur nefndin látið
gera sérstakan afmælisskjöld,
sem veittur verður þeim sem
sérstaklega hafa styrkt ÍSÍ.
DANIR og Svíar háðu tvo lands-
leiki í handknattleik 2. janúar.
Mættust landsliðin í kvennaflokki
og einnig unglingalandslið. Danir
fóru með sigur í báðum leikunium
og eru yfir sig glaðir af sigrin-
um. Þeim þykár vænt um sigra
yfir Svium.
iþrótta-
miðstöð
f f
ISI innan
2 ára
GlSLI Halldórsson arkitek
formaður afmælisnefndar ÍSI
skýrði frá því í gær að tryggt
væri að íþróttamiðstöð ÍSl
myndi rísa í Laugardalnum á
næstu tveim árum. Miðstöð-
inni er ætlaður staður við hlið
ina á íþróttahúsinu nýja, sem
verið er að reisn. Hefur af-
mælisnefnd ÍSÍ lagt sérstakl
verk í fjáröflun í þessu skyn:
vegna afmælisins og er nú
sýnt að húsið mun rísa fljótt,
Gísli sagði að nefndin hefði
leitað til tjölmargra aðilja og
væri ánægjulegt að finna vel-
vild allra í garð lSÍ og iþrótta
Almenniingur og opinberir að-
iljar hafa sýnt málinu mikinn
skilning.
Brókartök, hnngdans, þjóðsagna
og nútímaíþróttir á sýningu
Fjölþætt hátíðasýning iþrótta i til-
efni 50 ára afmælis ÍSÍ
NÝSTÁRLEG íþóttasýning verð-
ur aðalliður afmælishátíðar ÍSÍ
eins og sagt er frá annars staðar
á síðunni. Verður þessi sýning í
Þjóðleikhúsinu 28. jan. kl. 2.
Þorsteinn Emarsson íþróttafull-
trúi hefur haft á hendi aðalum-
sjón með uppsetningu sýningar-
innar og sk/yrði hann blaðamönn-
um frá henná í gær. Sagði Þor-
steinn aC megintilgangur sýning-
arinnar væri að sýna þróun
íþrótta frá landsnámsöld. Það
væri þráður sem aldrei hefði slitn
að, þrátt fyrir kúgun og örbirgð
er þjóðin bjó við á ýmsum tím-
um. íþróttir væri menningararfur
og sýningin ætti að sýna þetta
tvennt — hinn forna tíma og
þann menningarþátt sem íþróttir
væru nú í lífi þjóðarinnar. Sýn-
ingin væri verkefni íþróttafólks-
ins og íþróttakennaranna í af-
mælishátíðahöldum ÍSÍ.
• fþróttir til forna
Sýningin verður með heildar-
þræði og verða skýringar fluttar
með. Loftur Guðmundsson íþrótta
kennari og rithöfundur hefur sam
ið þser skýringar, en þulur flytur.
Allar þær 16 íþróttagreinar sem
nú eru iðkaðar á landinu koma
fram svo og ágrip af þeim grein-
um til forna. sem vitað var að
iðkaðar voru.
Sýningin er tvíþætt. Fyrir hlé
er sýning frá fyrri öldum en eft-
ir hlé er þáttur miðalda og nýja
tímans.
I upphafi sýningar er sviðið
þingstaður. Ungt fólk er að leik
meðan þinghald fer fram. Sagna-
þulur segir frá og leiknar eru
íþróttir sögualdar á sviðinu jafn-
framt. Þar verða sýnd brókar-
tök, undanfari glímunnar ís-
lenzku, lausatök, hráskinnatök,
sem eru fornnorræn íþrótt og
hringdans, sem vitað var að iðk-
aður var hér unz biskup bannaði
hann 1118. Danssýninguna ann-
ast Sigríður Valgeirsdóttir en Þor
kell Sigurbjörnsson hefur tón-
liStarstjórn á hendi.
• Nýi tíminn
Eftir hlé er þáttur frá miðöld-
um og þráðurinn rekinn áfram.
Raktir eru kaflar þjóðsagna og
álfa sem segja íþróttaafrek. Þetta
pr svnt np skvrt um leið. Til-
gangurinn er að sýna að þráður
iþrótta slitnar aldrei hér á landi
og íþróttir nútímans Og ÍSÍ er
byggt á gömlum menningararfi,
sem ÍSÍ hefur gert sitt til að lífga
við og gert neista að báli.
Svipmyndum er brugðið upp
af íþróttum nútímans. Knatt-
spyrnumenn sýna þrautir sínar,
handknattleiksstúlkur og piltar
sýna sína íþrótt og hver íþróttin
rekur aðra, körfuknattleikur,
badminton, frjálsar íþróttir,
glíma, judu o. fl. Fulltrúar ann-
arra greina sem ekki geta sýnt
íþróttir sínar, svo sem sundfólk,
skíðafólk o. fl. koma og fram.
• Lokaatriði
I lokin eru allir á sviðinu, fána
beri kemur mn og heilsar með
fánanum, þjóðsöngurinn er loka-
atriðið.
Xnn í alla sýninguna fléttast
sérstök músik. Karl Ó. Runólfs-
son hefur m. a. gert sérstakt
göngulag sem tileinkað er ÍSÍ og
afmælinu.
Þetta er sýning framþróunar
íþrótta. Fjöldi ungs fólks kemur
fram ög sagði Þorsteinn að sér-
staklega ánægjulegt hefði verið
að vinna að undirbúningi sýning-
arinnar vegna áhuga unga fólks-
ins. I jólafríi skólanna voru all-
ir á æfingum.
I kvennaleiknum hafði lands-
líð Dana álgera yfirburði, skoraði
20 mörk gegn 4. I hálfleik stóð
8—2. Þrátt fyrir þessa algeru
yfirburði voru Danir án sinna
tveggja beztu leikkvenna að
þeirra sögn. Og þeir segja að leik
ur liðsins hsfi ekki verið neitt
sérstakur — iið þeirra geti miklu
betur. Danska kvennaliðið hefur
æft mjög vel og hefur sett sér
það takmark að vinna Evrópu-
meistaramót í sumar.
I unglingalandsleiknum var
keppnin harðari og jafnari en
Danir unnu með betri leik undir
lokin með 26—22. Svíar höfðu
förystu í hálfleik 14—12 en vara-
markvörður Dana sem kom í
markið bjargaði leiknum og átti
mestan þátt í sigrinum segja blöð-
in. Markvörður þessi var Fiig frá
Viby. Með komu hans í liðið
hresstist allt Jiðið og breytti
markatölunni sér í vil og vann
síðan örugglega.
Erlendir fulltrúar
koma til ÍSÍ
BENEDIKT G. Waage forseti ÍSÍ
skýrði frá því í gær að ÍSÍ hefði
boðið fulltrúum allra norrænu
íþróttasambandanna að vera hér
á afmælishátíð ÍSÍ. Er talið víst
að fulltrúar frá Danmörku, Nor-
egi, Svíþjóð og Finnlandi sæki
hátíðahöldin, en fulltrúi færeyska
sambandsins hefur sagt það væri
nær útilokað að hann kæmi til
íslands, þó fullur vilji væri til
þess, og fylgdu þakkir Færey-
inga fyrir hið góða boð til þeirra.
Benedikt sagði að ástæðan til
neitunar Færeyinga væri sú að
samgöngur væru lélegar milli
þessara nágrannalanda í Atlants-
hafi. Færeyski fulltrúinn verður
að sigla til Hafnar, taka flug-
vél til íslands, fljúga til Hafnar
og bíða skipsferðar til Færeyja.
Hann yrði að leggja af stað 17.
janúar og kæmi heim aftur 12.
febrúar ef hann ætti að geta dval
ið hér 27. og 28. janúar.
Benedikt lét í ljós sérstaka
ánægju yfir því að nú myndi
rætast gamall draumur um
íþróttamiðstöð ÍSÍ. Fyrir því máli
hefur Benedikt barizt ötullega
um árabil og séð vísi að slíkri
stöð verða til En nú rætist draum
urinn að fullu.
„íþróttamaður
ársins64 í Noregi
NORSKIR íþróttafréttamenn
hafa valið „10 beztu“ íþrótta-
menn í Noregi. Tóku íþrótta-
fréttamenn um gervalt landið
þátt í kosningunni og alls fengu
37 íþróttamenn og konur atkvæði.
Úrslitin um „10 beztu“ urðu þessL
íþróttamaður ársins var kjör-
inn:
1. Harald Grönningen 434 stig.
(V?r stighæstur á 38 seðlum
af 44).
2. Age StOrhaug 391 stig
3. Sverre Stensheim 261 stig.
4. W. Rassussen 249 stig
5. Torald Engan 202 stig <
6. Magnar Lundemo 127 stig
7. Carl Fr. Bunæs 127 stig
8. Stein Haugen 120 stig
9. Magne Lysted 97 stig
10. Thorbjörn Svenssen 58 st
I næstu sætum urðu Knut Jo-
hannessen og Kjell Hövik sem
setti norskt met í stangarstökki
hlutu 57 stig og 50 stig.