Heimilisblaðið - 15.02.1894, Page 10
6
HEIMILISBLAÐIÐ.
meir til gildis en það, að það hafi bjargað þrásinnis lífi
manna, er lágu sárir í val eptir orustur, svo að lítið eðaekk-
ert lifsmark sást með þeim, eða þá fengið stórmeiðsl á ann-
an hátt; undir eins og búið var að dreypa á þá brennivíni
eða konjaki, luku þeir upp augunum og lifnuðu við. »En þótt það
muni þykja allmikil villukenning, þá hygg jeg og margir með
mjer«, — segir læknir'sá, er þetta ritar —/»að áfengi hafl aldrei
bjargað lífl nokkurs manns, heldur mikiu fremur drepið marg-
an sáran mann og óvígan, er ella mundi hafa lífl haldið.
Það ber sem sje opt við, að það líður yfir menn af mikilli
blóðrás, en á meðan gerir hjartað ekki nema bærist ofurlítið,
og verður þá blóðrásin ákaflega lítil og sein. En þá fær
einmitt iímefnið í blóðinu tíma til að storkna og búa til tapp-
ana, sem stöðva blóðrásina. Sje hinum sára manni geflð
konjak eða vínandi, þá raknar hann að vísu úr yflrliðinu, en
heflr opt og tíðum litla ánægju af því, því þá fer hjartað að
slá aptur hart og ótt, og skolast þá blóðstorkutapparnir burtu
og þarmeð ef til vill sá litli lífsneisti, sem eptir var í manninum«.
Þá er hið þriðja skaðvæni áfengisins, að það skemmir
taugakerfið, dregur mátt úr því. Hörundstilflnning og vöðva-
tilfinning sljóvgast, sjón förlar — hlutir »tvöfaldast« fyrir aug-
um manns — o. s. frv. Ekki þarf nema teskeið af áfengi til
þess að fari að bera á slíkri taugasljóvgan.
Menn vita, að áfengið espar taugarnar í svip, og ímynda
sjer, að það sje sama og að styrkja þær. En það er öðru
nær. Keyrið espar hestinn til að hlaupa, en það styrkir hann
ekki; hann er ekki þróttmeiri eptir en áður en hann var keyrð-
ur, en hann reynir meira á sig og eyðir fyrir það fljótar
kröptum sínum en ella mundi. Fyrnefndri espun taugakerf-
isins fylgir doði þess á eptir jafnharðan og að sama slcapi, og
veiklun þess þegar til lengdar lætur.
Loks dregur áfengið úr mætti vöðvanna. Samdráttarafl
þeirra fer minnkandi eptir því, hve áfengiseitrunin er mögnuð,
Auðvitað mun fákænska og hleypidómar búa til marga
viðbáru gegn þessari kenningu allri saman. Hjer skal að eins
á það vikið, að þó að iilt sje t. d. eða jafnvel ómögulegt að
sýna, að eitt glas af rauðvíni vinni taugakerfinu nokkurt mein,
þá er jafnómögulegt að sýna, að einn regndropi vinni nokkuð á
hörðum steini; en þó holar hann steininn smámsainan.