Fróði - 01.01.1912, Blaðsíða 4

Fróði - 01.01.1912, Blaðsíða 4
FRÓÐL iy8 “Já, ég fann þaö”, svaraöi hann djarfinannlega. “Það var vef af sér vikiö. Þér verðið að lofa mér að frelsa sórna rninn”. Hann fór nú gætilegar og fann líka brátt að hún var við öllrs búin; en leikur sá stóð ekki lengi. Alice gaf honum gott tæki- færi til höggstaðar, og hann notaði sér það samstundis. Þá gerð- ist atburður er honum var óskiljanlegur. Oddurinn á korðanurni hans festist undir hjöltunum á korða hennar. A sama augna- bliki kom þrýsting og snúningur, er hann hafði aldrei fyrr orðið var við í skylmingum' hatin stóð afvopnaöur og hafði allmikinrs verk í fingrnnnrn og úlfliðnum. Að vísu var þetta engin rtý bóla; hann og fierri höfðu verið afvopnaðir. En bragðið sem hún notaði, var honum hulinn leyndardómur. Hann þekti það ekki. “Fyrirgefið þér mér, herra minn’ý sagði hún hæðnislega,. ók upp korðann og rétti honum; “hérna er korðinn yðarl” mælti hún. “Hafið þér hann”. svaraði hann og krosslagði armana á brjóst sér. “Þér hafið náö honum á löglegan hátt. Ég er á yðar valdi; sýniö rnér miskunn”. Húsfrú Roussillon og Jean kryplingur höfðn heyrt vopna- brakiö, og komu að sjá hvað á ferðum væri, “Þú ættir að skammast þín, Alice”, sagði húsfrúin reiðilega. “Stúlkur skylmast ekki við karlmenn”. “Þessi stúlka gerir það”r rnælti Alice. “Og þessi karlmaður hlaut hroðalegt slys af því”, • sagði Beverley hlæjandi. “Ó, herra minn, það eru ávalt slys á ferðinni þavsem húm er”, sagði húsfrú Roussillon armæðulega. “Húrt eyðileggur alla skapaða hluti. Síðast f gær misti hún guln skálina mfna og; mölvaði hana mélinu smærra. Einu skálina sem ég átti. já, þvílík skelfing”. “Og að hugsa sér hvernig hjartað í mér hefði orðið útleikið, ef við hefðum notað hvassa korða í staðinn fyrir korða með hnöppum á oddinum”, sagði Beverley. “Hún hefði klofið þaö í miðjunni”.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.