Fróði - 01.01.1912, Blaðsíða 40

Fróði - 01.01.1912, Blaðsíða 40
234 FRÓÐI. þá niöur, sein þær treysta ekki aö afla til búsins, og senda þá sneypta frá sér. En bæði kvæntir menn og ókvæntir skirrast ekki við aö kaupa endalausan óþarfa, dag eftir dag og ár eftir ár. Eg þekki menn sem töldu sig sæla fyrir nokkrum ájum, ef þeir fengu 40 —50 dali um mánuðinn, og giftu sig upp á það. Nú hafa þeir 100—120 dali með tvo eöa þrjá menn, kanske fjóra í heimili. En þeir geta að eins dregið fram lífið, og skulda á báða bóga. Þeir kaupa allrahanda óþarfa, en láta oft nauðsynjar sitja á hakanum. - Ég tala ekkert um það, þó að menn eða konur kaupi óþurfa, glys og glingur, eða hvað annað sér til gamans, ef þeir geta veitt sér það. Það er ekki nema sjálfsagt; þeir eru sjálfráðir um það, en — þeir eru svo ákaflega margir, sem ekki mega við því, en eru þó að reyna að dragast með þessum straumi. Menn hafa ekki lært að spara og menn hafa ekki lært að sníða sér stakk eftir vexti. Menn eru yfir höfuð ákaflega fáfróðir í mörgu, setn væri nauðsynlegt fyrir þá að vita. Hve margir eru þeir, sem vita hvaða efni eru í líkama mannsins, og hvaða efni þurfa tii þess, að viðhalda honum? Hve margir eru þeir, sem viti hvaða efni eru í hverri fæðutegund? Eða hvernig fæðan á að vera undirbúin svo að hún verði líkam- anum, sem best að notum? Ég efast um að það sé einn af þús- und sem viti þetta, — eða einn af tíu þúsund, sem taki tillit til þess og lifi eftir því. Og þó er alt líf og heilsa mannsins undir þessu komið. Hvað þetta snertir ganga menn áfram steinblindir alla sína æfi. Menn hafa ekki hugmynd um það hvort þeir með hverjum deg- inum og hverri máltíðinni eru að stytta æfi sína, skemma og veikja líkama sinn, eða byggja hann upp og gera hann hraustari. Því síður hafa menn hugntynd um hvort menn eru að ryðja í sig dauðum efnum eða lifandi. En nú er sumt af fæðu þeirri, sem rnenn eta, dautt eins og frosin sina á vetrardag, og því næringar- laust og rneira að segja eitrandi fyrir líkamann, því að nú vita rnenn það, að til þess að byggja upp líkama mannsins; mynda hann að nýju, þarf fæðan, eða hinar smáu kompur “cells” í

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.