Fróði - 01.01.1912, Blaðsíða 44

Fróði - 01.01.1912, Blaðsíða 44
23» FRÓÐI. iædda höföu níu mank heima níu í viöi injötviö mæran fyrir mold neöau Hun fer aö skýra frá því sem hún man eftir í bernsku þegar hún ólst upp hjá jötnum (því aö menn trúöu því aö jötnar væru ákaflega gamlir), og svo nian húr. eftir níu heimum og í hverjum, heimi voru níu tré, en þó var eitt tréð stórkostlegast, ágætast, og þaö sem hún og aðrir höföu heyrt mestar og flestar sögur af, en það var “mjötviðurinn mæri”, örlagaviðurinn, veraldartréð, lífsins tré, tréö, sem stóö undir jöröunni, sem mennirnir byggja, tréö, sem réði öllu lífi í jurtan'kinu, í efri heimum og neðri fyrir hina frjóvgandi dögg sem draup af því. Tréð, sem réði lífi hvers einasta manns, því að á því kviknuðu sálir mannanua, en hverri sál voru örlögin meösköpuö frá fyrstu, og rnátti því með réttu kalla tréö bæði örlagatré og lífsins tré. Menn hafa deilt um þetta ‘*í viöi”, sem hún sá, völvan, í heiminum neðri. En þar hygg ég að nrenn hafi leitaö langt um skamt. Þegar menn rifja upp fornar endurminningar þá ríkir þaö mest í buganunr, sem mönnum finst rnerkilegast og einkenni- legast. Hún var að lýsa heimunum, völvan, sem runnu upp fyr- ir hugarsjónum hennar. En þeir voru eftir hugmynd forfeðra vorra tíu þessir neðri heimar. Hinn mikli undraheimur undir jöröunni, bústaður guða og álfa og jötna og allra dáinna manna. Þar ríkti Hel eöa Uiður drotning. Og í honum miöjunr stóö Askurinn Yggdrasill, lífsins tré, en uppi á greinum hans lá jörö- in, sem mennirnir byggja, ööru nafni Miðgaröur. Ef að askur- inn hefði ekki staðið sem stoð undir jörðunni og haldið henni á lofti, heföi enginn neöri heimur getað veriö til. En út frá þessum afar víölenda neðri heim láu þessir níu neðri heimar, sem hin lamaða, lærbrotna, Leikin Lokadóttir fékk til umráða þegar Æsir ráku hana úr flokki guðanna og fengu henni yfirráð yfir bústöðum vondra manna. Völvan leit yfir heima þessa í huganum. Og það merkileg- asta og einkennilegasta við þá var tréö, sem hélt uppi þakinu

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.