Fróði - 01.01.1912, Blaðsíða 17

Fróði - 01.01.1912, Blaðsíða 17
FRÓÐI. 211 umbætur ættu aö vera skattfríar — en þó meö tilliti til hagnað- ar þess og' veröhækkunar sem mannfélagiö getur gefiö landinu, Ég tek hér dæmi af New York, hún er sem allir vita bygö á Manhattan-nesinu, og landið á nesi þessu er virt meira en þrjú þúsund millíónir dollara. En í fyrstu keyptu hollenskir prangar- ar tanga þenna af Indíánuin á 17. öldinni fyrir 24 dollara viröi af lélegum léreftum og glertölum. En í tollbókunum er nú land þetta virt þrjú þúsund millíónir. Þetta er eingöngu virði lands- ins, en ekki bygginga eöa nokkurra umbóta. Hvaö er það nú sem hefir valdið þessari veröhækkun? Hvað er þaö annað en fólkið sjálft og fjölgun þess. Innflytjendurnir sein hingaö komu t. áttu þátt í því, krakkarnir sem fæddust áttu þátt í þvf, þegar lögö voru stræti, þegar opinberar umbætur voru gerðar, alt erfiöi manna og iönaöur sem hér var stofnaður, öll verslun skólar og menning og öll framför mannfélagsins, hefir hjálpað til að koma landinu í þetta feikna verð. Hví skyldum vér nú ekki nota land- iö til að bera byrðar mannfélagsins, mannfélagsins, sem hefir komiö því í þetta geypiverð. Hví skyldum vér ekki afnema alla skatta og leggja þá á landiö eitt. Þetta á nú ekki langt í land. Þaö liggja þegar fyrir fylkis- þinginu lagafrumvörp um aö afnema skatt á lausafé og lækka skattinn á umbótum á landinu, en þá yröi sá hluti skattsins aö leggjast á landið. Þaö er enginn draumur þetta, aö leggja skatt á landið sjálft. Menn eru aö hugsa um það og ræða um allan heim, og þaö hin- ar mentuöustu og mestu framfaraþjóöir heimsins, í austrinu, vestrinu, norðrinu, suörinu. Bietar sjálfir hafa nýlega stigið langt skref í þá áttina. Framfaralandiö Japan hefir tekiö eitt sporiö. Það er þann- ig, aö þeir hafa gert betri og réttari virðing á landinu. Japan hefir allskonar skatta. Liggja margir á iönaöi og frantleiöslu og eru þungir, en ríkiö er mjög fjárþurfi. Menn hafa lengi lifaö þar á jarörækt, en eru nú farnir aö kotna upp iönaöi ýmsum og verksmiðjum. Á fimtán seinustu árunum hafa Japar átt í tveim- ur stórum styrjöldum. Fyrri styrjöldin var viö Kína, stærsta veldiö i Asíu. Seinna stríöiö var viö Rússland, hiö mesta her-

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.