Good-Templar - 01.01.1898, Blaðsíða 5
GOOD-TEMPLAR.
BLAÐ STÓRSTÚKU ÍSLANDS.
II., 1
Janúarmán.
1898.
Gleðilegl aýár!
Það er garaall og góður siðtir, að raenn óska
hver öðrum gleðilegs nýárs um liver áramót,
Um leið og blað stórstúku Islands byrjar annan ár-
gang sinn, viljum vér, Good-Templarar, fylgja þessum
forna sið og óska öllum löndutn vorum góðs og gleðilegs
nýárs og vonum vér að flestir, ef eigi allir taki undir
þá ósk vora.
Fyrst og fremst óskum vér góðs og gleðilegs nýárs
öllum sönnum bindindismönnum þessa lands. Vér þökk-
um þeim inrtilega fyrir öil þeirra störf og fyrirhöfn fyr-
ir bindindismálinu á hinu liðna ári, allan þeirra áhuga
og áhyggjur, allan þann tíma og allt það fé, sem þeir
hafa lagt í sölurnar fyrir málefni vort, fyrir öll hin
fögru og bróðurlegu orð, sem þeir hafa talað, öll hin
mörgu sporin, sem þeir hafa stigið fyrir þetta sama mál-
efni, fyrir allar þær tilraunir, sem þeir hafa gjört til að
»reisa við þá sem fallnir eru og verja aðra falli«, fyrir
hið góða og tiigra eptirdæmi, sem þeir hafa gefið öðrum
í góðutn orðum og verkum, fyrir alla sigrana, sem þeir
hafa unnið á hinum margvíslegu freistingum ogfyriralla
hjálp og stuðning, er þeir hafa veitt istöðulitlum með-
bræðrum sfnum. Vér óskum og vonutn, að þeir á þessu
nýbyrjaða ári uppskeri margfaldan ávöxt af öllu því,
er þeir hafa niður sáð i bindindisins þarlir að undanförnu
og að allt starf þeirra á þessu ári verði þeim og öðrum
til ánægju og blessunar.
I öðru lagi óskum vér öllum sönuum bindindittvinum