Good-Templar - 01.01.1898, Blaðsíða 19

Good-Templar - 01.01.1898, Blaðsíða 19
15 vill verða, og maðurinn bauð þeim öllum morgunstaup, þó ekki gæti liann séð af einni krónu fyrir liatt handa dóttur sinni. Um leið og hann fór, lagði hann krónu á, borðið, til þess að borga það, sem hann hafði þegið. En i sömu svipan kom dóttir veitingamannsins inn í stof- una. »Mig vantar krónu fyrir nýjan hatt, pabbi« sagði hún. »Það ætti nú að vera vandalitið að bæta úr þvi«, sagði veitingamaðurinn. og ýtti til hennar krónunni, sem 1A á borðinu. Faðir Maríu sneiptist meira en frá verði sagt, roðn- aði út undir eyru og stökk út. »Þarna fór eg laglega að ráði rnínu eða hitt þó heldur«, sagði hann við sjálfan sig; »eg neita henni dótt- ur minni um eina krónu fyrir nýjan hatt, en fer svo beint á veitingahúsið og skil þar eptir krónu tyrir liatt handa dóttur veitingamannsins. Hér eptir skal ekki einn dropi at áfengi fara inn fyrir minar varir«. Og hann efndi þetta heit. Hann sté ekki sínum fæti eptir þetta inn í musteri Bakkusar, lieldur gekk í lið með bindindismönnum og varð þeim hinn þarfasti liðs- maður til að koma vitinu fyrir lagsbræður sina og opna augun á þeim, sem voru jafn sjóndaprir og hann hafði verið í bindindismálinu. Tóbak. Fyrir nokkrum árum hét enskt dagblað þeim manni verðlaunum, er framsetti hin skýrustu rök gegn tóbaks- nautn. Greinir þær, sem hér fara á eptir eru útdráttur úr ritgjörð þeirri, er verðlaunin hlaut. sTóbaksnautnin er óeðlileg; ekkert dýr neytir tó- baks og tnenn fá klýju og jafnvel uppköst i fyrstu skipt- in, sem menn neyta þess. I tóbakinu er allmikið af eitri, og er nautn þess því gagnstæð mannseðlinu, og sá sem neytir tóbaks, getur eigi komizt hjá hinum illu aileiðing-

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.