Good-Templar - 01.01.1898, Blaðsíða 20

Good-Templar - 01.01.1898, Blaðsíða 20
16 um nautnarinnar. Þær koma að lokum í ljós á einn eða annan hátt. »Tóbaksnautnin er óþörf', þvi tóbakið er engin nauðsynjavara. Tóbaksnautnin er sóðalegur ávani. Ekkert er daun- verra en andi tóbaksreykjara, reykjarlvktin af fötunum hans og sósulyktin úr pípunni hans. Tóbakið svertir tennurnar. — Þegar menn hafa þann sið að bera pípuna í munninum eyðast tennurnar undan henni og slitna. — Tóbaksnautnin er eigingjarn vani; því að sá einn er tóbaksins neytir, hefir ánægju af þvi; öðrum sem í kringum hann eru, er það opt til kvala Tóbaksreykur- inn eitrar loptið fyrir ölluin. Eigingirni þessi veldur opt sundurlyndi og deilum og margur maðurinn tekur pipuna sína fram yfir samvist með konu og börnum. — Tóbaksnautnin tálmar eðlilegum og fullkomnum þroska líkamans, þegar menn fara að neyta þess áður en þeim er fullfarið fram, tóbakið deyfir bragðið, lyktina og sjónina og að nokkru leyti einnig lieyrn og tilfinning. Það veldur hjartslætti og heilaveiklun og hefir jatnan skaðleg áhrif á hjartað. — Áskorun. Hérmeð er enn þá einu sinni skomð á öll bindindis- félög að senda hingað skýrslu um meðlirnatölu og annan hag sinn, miðað við síðastliðið nýár. Þetta kostar mjög litla fyrirhöfn og kostnaðurinn er að eins 10 aurar einu sinni á ári, sem vonandi er að ekkert bindindisfélag telji eptir sér að leggja fram. „GoodL-Templar“ kemur út, eins og síðastliöið ár, einu sinni í máuuði, 16 blaðsíður í hvert skipti. Hvert eintak kostar 1 kr. 25 a. sent kaupeudum kostnaðarlaust. Þeir, sem selja 5 eintök fá 1 ókeypis. Andvirði fyrir blaöið greiðist til ritstjóra eða stprritara fyrir 15. júlí næst- komandi. Útgefandi: stórstúka íslands. Hitstjóri: Ólafur Rósenkranz. Prentað 1 Isafoldarprentsmiðju 1898.

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.