Good-Templar - 01.01.1898, Blaðsíða 9

Good-Templar - 01.01.1898, Blaðsíða 9
5 8. Bind.fél. »Sameiningin« í Mýrdalnum. 9. á Hvalsnesi í Gullbringusýslu. 10. á Blönduósi. 11. á Skeiðum í Arnessýslu. Sjálfsagt hafa fleiri bindindisfélög verið stofnuð, en af því að engin skýrsla hefir frá þeim komið, þá er eigi unnt að geta þeirra hér i þetta sinn. Sama er að segja um meðlimi hinna eldri bindindisfélaga, að enginn veit ura fjölgun þeirra eða fækkun. Meðlimatala í félögum þeim, sem stof'nuð hafa verið á siðastliðnu ári mun vera nú um áramótin 350; ætti þá að hafa bætzt við bindind- isliðið á liðnu ári ekki minna en 650 manns, auk þeirra, sem gengið hafa í hin eldri bindindisfélög, sem eru mjög mörg og mjög víða. Má til dæmis geta þess, að »Stefnir« (V, 16, 25. okt. þ. á.) getur um 14 yngri og eldri bind- indisfélög að eins í kringum Eyjafjörð. Mun því varla of mikið í lagt, ef allt- er talið, þó áætlað sé, að bindind- isliðið hafi fjölgað um framundir 1000 manus árið sem leið. Og þá ættu framfarirnar og fjölgunin ekki að verða minni á þessu nýbyrjaða ári. Það er því ekki að ástæðulausu, að vér höfum þakk- að bindindisliðinu fyrir liðna áiið og óskað þvd gleðilegs nýárs. I. O. G. T. Hver.ju svararðu? 1. Hehrðu reglulega sótt fundi í stúku þinni siðastliðinn ársfjórðung? 2. Ilefirðu gjört nokkuð til þess að fá þá til að sækja fundi, sem ekki hafa gjört það? 3. Hefirðu tekið nokkurn þátt í útbreiðslu Reglunnar síð- astliðinn ársfjórðung? 4. Hefirðu gjörzt áskrifandi að »Good-Templar« eða hef- irðu lesið hann? 5. Hefirðu beðið nokkurn af vinum þínum eða kunningj- um að ganga í Regluna?

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.