Good-Templar - 01.01.1898, Blaðsíða 10
6
6. Hefirðu gjört þitt til að gjöra stúkufundina skernmti-
lega og gagnlega?
7. Hefirðu sagt nokkurt orð eða gjört nokkurt viðvik til
að efla unglingaregluna?
8. Hefirðu jafnan talað vel um meðlimi stúku þinnar og
um Regluna yfir höfuð við utanreglumenn?
9. Hefirðu gjört allt sem í þinu valdi stendur, til að
styrkja hag Reglunnar og efla vöxt og viðgang bind-
indismálsins?
Ef þú getur svarað þessum spurningum játandi, þá
hefirðu þá ánægju, að vera þér þess meðvitandi, að hafa
gjört skyldu þina og haldið skuldbindinguna. En ef þú
getur ekki svarað spurningunum játandi, viltu þá ekki
taka til óspilltra málanna á þessuin nýbyrjaða ársfjórðungi
og starfa af svo mikilli elju og alvöru, að þú getir af-
dráttarlaust svarað þeim játandi um næstu ársfjórðunga-
mót?
Bindindisfréttir.
»Glaðir fregna væntum vér,
vort livað eflist bræðralag«.
Laugardaginn 27. nóvember síðastl. stofnaði br 01-
afur N. Möller, meðlimur stúkunnar »Hlín« nr. 33 hér 1
Reykjavfk, nýja stúku á Blönduósi i Húnavatnssýslu, er
nefnist » Vinabandid« og er nr. 37.
Um stofnun stúku þessarar hefir oss borizt svo-
hljóðandi skýrsla f'rá br. Stef'áni Eírikssyni á Gunnsteins
stöðum.
»Laugardaginn 27. nóvember (’97) var eg samkvæmt
ósk br. Ólafs N. Möller staddur á Blönduósi í þeim til-
gangi að halda uppi svörum af hendi Good-Templara og
hjálpa til að stofna þar stúku ásamt áðurnefndum br.
Ólafi Möller og br. sira Jóni Pálssyni á Höskuldsstöð
um.
Til þessa fundar hafði verið allrækilega boðað af
br. Ólafi, enda sáust þess ljós inerki, að ekki eru allir
sofandi fyrir málefni voru og að nú gerast margir ótrygg-