Good-Templar - 01.02.1898, Blaðsíða 2
18
Það er svo litið keypt.
Þetta er eitt af hinum venjulegu svörum þeirra
manna, sem standa fyrir utan bindindismálið, þegar tal-
að er um að sporna við nautn áfengra drykkja. Já, þeim
flnnst lítið keypt og þá lítið drukkið líka.
Aðrir, sem hyggnari eru, og vita að skýrslur þær
um aðfluttar vörur, sem við og við eru prentaðar í stjórn-
artíðindunum, bei'a ljósan vott um hið gagnstæða, halda
því að vísu ekki fast fram, að lítið sé keypt eða lítið
drukkið yfir höfuð á landi hér. Þeir snúa því setning-
unni við, og segja: að visu er mikið flutt hingað til lands
af áfengi, en vér Islendingar kaupurn eða drekkum minnst
af því; mestur hlutinu fer í útlenda ferðamenn og sjó-
menn, og allt sem þessir piltar kaupa og drekka, það
veitir landssjóði beinar tekjur, og af þessum fögru ástæð-
um álíta þeir það ganga landráðum næst, að takmarka
áfengissöluna meira en þegar er gjört, þvi það sé að rýra
tekjur landssjöðs.
Allir sjá, að hinn kristilegi náungans kærleiki þeirra,
sem þessu halda fram, er æði takmarkaður; en um það-
vil eg ekki vera langorður, heldur að eins benda á dærai-
sögu frelsarans um hinn miskunnsama Samverja.
Hitt er meira vert, að eg álít liægt að sanna, að
ástæður þeirra, sem halda þvi fram, að vér neyturn ekki
sjálfir nema lítils hluta þess áfengis, sem híngað flyzt,
eru í rauninni engu haldbetri en hinna, sem halda því
fram, að lítið sé keypt og lítið sé drukkið yfir höfuð.
Eptir siðustu verzlunarskýrslum, sem eg hefi séð,
voru flutt ölföng fyrir um 40,000 kr. á þessi kauptún:
Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Vestmannaeyjar og
Vík í Mýrdal ftil Víkur fyrir 5000 kr.).
Allir kunnugir vita það lika, að í þeim héruðum, sem
reka verzlun í nefndum kauptúnum, dvelja engir útlend-
ingar langvistum og yfir höfuð engir aðrir en sjómenn á
verzlunarskipum, sem vegna hafnleysisins hér verða að
hafa sem allra skemrasta viðtöf, og sjálfsagt kjósa held-
ur að flytja með sér nægilegt ótollað nesti, en kaupa það