Good-Templar - 01.02.1898, Blaðsíða 15
31
hlynntir bindimli og séra Stefán. Hann héfir eflaust verið' lífið og
sálin í bindindishreyfing þeirri, sem verið hefir hiu síðari árin þar
í sveitinni, en sem því miður virðist uú vera í apturför.
Frá Mosfelli hólt cg austur á Skeið; fann eg þar fyrstan að
máli Jón dannebrogsmann í Háholti og beiddi hann að ljá raór
þinghús hreppsins á Húsatóptum til að halda þar útbreiðslufund
með hreppsbúum; var það auðsótt, því Jón er hinn mesti bindind-
isvinur, enda hcfir hann og sjálfur verið stakur reglumaður alla
æfi og er nú kominn á níræðisaldur, oröinn 83 ára, en er svo ern,
sem um sextugt væri. Fylgdi hann því fast fram, að stofnað yrði
bindindisfólag þar í hreppnum og taldi hann það þarft verk og
gott. Hólt eg síðau fund á Húsatóptum, en fremur var hann illa
sóttur. Að þeim fundi loknum stofuaði eg þar bindindisfólag með
12 mönnum alls, körlum og konum. Yar fólagfð nefnt »Kærleiks-
bandið« og eru formenn þess Björn Þorsteinsson á Reykjum og Guð-
mundur Sigurðsson realstúdent frá Eyrarbakka. Hefir sfðan vcrið
samþykkt að gjöra fólag þetta að stúku með vorinu. Félagsmenn
eru nú orðnir 35.
Hinn 9. desember lagði cg enu af stað austur f Rangárvalla-
syslu og var í för með mér frændi minn og vinur Guðni Jónsson,
vinnumaður Guðmundar bóksala. Stofnaði eg í þeirri ferð stúkuna
»Perlan« nr. 37 að Stórólfshvoli hinn 12. desembcr. Voru stofn-
endur stúkunnar 28 alls. Yona eg að stúka þessi verði þrautseig
í baráttunni gegn áfengisnautninni og hafi blessunarrfk og heilla-
vænleg áhrif á marga hóraðsbúa, því hún er skipuð góðu og völdu
fólki. Það er eflaust mest að þakka þeim Hvolshjónum, að stúka
þessi er til orðin; því þótt Olafur læknir só ekki genginn í stúk-
una enn þá, þá hefir liann ásamt hinni góðu konu sinni stutt það
mál vel og drengilega.
Snemma í þessum mánuði fór eg austur í Þykkvabæ; það er
mannmargt og þóttbyggt þorp. Með drengilegri aðstoð þeirra O-
lafs bónda í Hábæ og Nikulásar kennara Þórðarsonar kom eg þar
á fundi 8. þ. m. í baruaskólanum í Hábæ. Var sá fundur vel
sóttur. M er eg hafði talað þar nokkur orð um bindindismálið,
tók Nikulás kennari til máls og talaði vel eg viturlega. Kvaðst
hann þess albúinn ásamt konu sinni að gauga í stúku þar, ef
einhverjir vildu fleiri verða til þess. Fór svo að lokum, að stúka
var stofnuð þar um kvöldið með 15 meðlimum alls. Vona eg að
margir Þykkbæingar njóti góðs af henni áður en lykur.
Þannig er þá þessum ferðum mínum lokið í þetta sinn. Ávext-
n-nir hafa orðið nokkrir, en þó minni en eg mundi óskað hafa.