Good-Templar - 01.02.1898, Blaðsíða 14

Good-Templar - 01.02.1898, Blaðsíða 14
30 keknis og frú Margrótar; c'kki hafði eg koraið á ])aö heimili fyrri og þekkti eg þau hjón því ekkert; en það hafði eg heyrt marga segja, að þau væru gestrisiti og góðhjörtuð, og mun eg aldrei bera Jiað á náungann, aö það sé ósatt. Þau hjón gengust fyrir því á- samt vini mínum Ingimundi Benidiktssyni í Garðsauka, að kalla Hvolhreppinga saman á fund að Hvoli, og \'ar sá fundur haldinn er eg kom aptur austan úr Fljótshlíð. Fagurt hórað er Fljótshlíðin og fólkið sem hana byggir mann- úðlegt; hafði eg þar allstaðar góðar viðtökur, hvar sem eg kom. Lengst dvaldi eg i Eyvindarmúla, enda haföi eg hina mestu ánæg- ju af að eiga tal við hinn gamla, blinda öldung, Jón Þórðarson, sem er kominn liátt á níræðisaldur; haun er hinu mesti bindindis- vinur en svarinn óvinur alls drykkjuskapar; er það skaði mikill, hve mikill hörgull er sem steudur á öðrum eins mönnum og hon- um meðal hinna yngri manna í sveitinni; eu vera má að nú séu þeir þar í uppvexti; þar ltafði eg tal af Jóni gamla, föður þeirra Ulfars í Fljótsdal og Agústs í Höskuldarkoti; mór virtist honum mjög hlytt til Reglunnar, enda sýndi hann það og í verkinu, þá er stúkan var stofnuð í Teigi, því þá sendi hann henni 10 krónur að gjöf. Sunnudaginn 24. október var eg við kirkju aö Teigi lijá Egg- crt presti Pálssyni; hann er skörulegur klerkur og þótti mér ræða sú, er hann flutti, sórlega. falleg. Eptir messu talaði eg um biud- indi í þinghúsinu og voru þar fjölda tnargir tilheyrendur. Þá er eg hafði lokið máli mínu, urðu 27 karlar og konur til þess að stofna stiikuna »Hlíðin«, og var stúkan stofuuð þá um kvöldið. — Hinn 26. hólt eg fund að Stórólfshvoli og var hann allvel sóttur. Eptir að eg hafði flutt erindi bindindismálsins, óskaði frú Margrót á Hvoli, að eg vildi stofna þar stúku; kvaðst hún sjálf skyldi ganga í stúkuna og reyna að styðja hana eptir megni. Auk hennar voru 15 manns þar á fundinum, sem hótu að ganga í stúku, ef hún yrði stofnuð. Af því gat þó ekki orðið í þetta sinn, af því fund- arhús vantaði, en Olafur læknir tók að sór að útvega væntanlegri stúku húsnæði í þinghúsi hreppsins. I nóvembermánuði fór eg upp í Grímsues og boðaði þar til fundar að Stóruborg og Utey. Fundir þessir voru ekki betur sótt- ir en það, að í Utey kom að eins einn maður, en að Stóruborg 3; ei' því svo að sjá, sem ekki só neinn almennur bindindisáhugi í Grímsnesingum sem stendur. Eg gisti hjá sóra Stefáni á Mosfelli og átti tal við hann um bindindismálið; hafði eg liina mestu ánægju af því, enda færi betur, ef allir prestar hór á landi væru jafn-

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.