Good-Templar - 01.02.1898, Blaðsíða 11
27
stúkan tekið inn á fundum sínum margan fríðan fiokk og
álitlepran, og marga gleðistund hefir stúkan og meðlimir
hennar lifað, sfðan hún var stofnuð, þó ekki sé tíminn
langur, en sá mun þó gleðidagurinn hafa orðið mest-
ur, er þeir gengu inn í stúkuna guðfræðiskandfdatarnir
Friðrik Hallgrimsson, Haraldur Níelsson, Sigtryggur Guð-
laugsson og Sigurður P. Sívertsen. Auk þeirra eru i
stúkunni 5 nemendur af prestaskólanum, 2 af læknaskól-
anum og rúmir 20 úr lærða skólanum auk fjölda af öðr-
um námsmönnum og námsmeyjum, og er óhætt að full-
yrða, að stúkan Hlín hefir úrvals-bindindislið svo mörgum
tuguni skiptir, menn sern ekki að eins lialda trúlega, sitt
bindindisheit, heldur »gjöra allt sem í þeirra valdi stend-
ur til að styrkja hag reglunnar og efla vöxt og viðgang
bindindismál8Íns«.
Sumir eru að spá þvi, eimnitt af því svo mikið er
af námsmönnum og námsmeyjum í stúkunni, að meðlimir
hennar muni fækka með vorirm og heimturrrar ekki verða
sem beztar næsta haust, en slíkt álít eg hrakspár. Það
er að vísu sjáifsagt, að mjög margir af meðlimum stúk-
uunar, ef til vill helmingurinn eða freklega það, tvistrast
út uin allt land næsta sumar; sumir þeirra koma aptur
en sumir ekki; en það er alls ekki sjálfsagt, að þeir segi
sig endilega allir úr stúkunni, sem ekki koma aptur, og
þó nokkrir þeirra ytirgeti stúknna fyrir fullt og allt, þá
má þó telja vist, aö gagn það, setn allir hinir meðlimir
stúkunnar, þeir er kyrrir verða í Reglunrri eða halda sitt
heit, virma-bindindismálinu víðsvegar um allt land næsta
sumar og framvegis, muni margfaldlega vinna það upp,
þó nokkrir meðlimir yfirgefi stúkuna. Að bindindismenn
tvístrast og dreifast um allt land, livort heldur er sumar-
langt eða fyrir fullt og allt, er að eins til góðs þegar
urn góða biudindismenn er að ræða, sem hafa vit og vilja
til að nota réttilega tíma og tækifæri bindindismálinu til
útbreiðslu og eflingar.
En hvað sem nú þessu liður, þá má þó fullyrða, að
stúkan Hlin heíir þegar gjört Reglunni og bindindismál-
i'ur mjög mikið, et til vill ómetanlegt gagn, og þykist eg