Good-Templar - 01.02.1898, Blaðsíða 13

Good-Templar - 01.02.1898, Blaðsíða 13
•29 Skýrsla um bindindisútbreiðshi Sigurðar organista Eiríkssonar 1897'—98. Framkvæmdarnefnd stórstúkunnar gjörði á síðastliðnu sumri þá ákvörSun, að eg skyldi ferðast um Arnes- og Rangárvallasýslur til þess að útbreiða bindindi, og ef auðið væri að stofna stúkur, þar sem þær væru eigi til áður. Þetta ferðalag hóf eg sunnudaginn 17. október, og flutti þann dag hinn fyrsta fyrirlestur um bindindi aS Gaulverjabæ eptir em- bætti. Eg fór þess á leit við þá menn, sem þar voru saman komn- ir, livort þeir vildu ekki þá þegar stofna stúku. En málið fókk þar svo daufar undirtektir, að enginn maður gaf kost á því að gjör- ast bindindismaSur. Eg hygg því að litlar líkur séu til, að stúka verði stofnuð þar fyrst um sinn. Ingvar prestur í Gaulverjabæ er þó hinn mesti reglumaSur og mjög andvígur drykkjuskap; en þó vantar hann enn þá þrek til að segja algjört skilið við Bakkus gatnla og gangast fyrir stúkustofnun í prcstakallinu og gjörast meðlimur hennar. Frá Gaulverjabæ hélt eg að Helli í Holtum og gisti þar hjá sæmdarhjónunum Sigurði og Ingigerði, sem bæði eru í bindindi. Eg hólt útbreiðslufund í Helli þann 19. og mættu á þeim fundi nál. 40 manns. Virtust þeir allir málinu hlynntir að einum manni undanteknum. Þar mætti eflaust stofna stlíku, ef ekki vantaði húsnæði, enda tel eg það víst, að þau SigurSur og Ingigerður muni ekki fyr við hætta, en þau koma þar upp annaðhvort stúku eða bindindisfólagi, því þau unna bindindismálinu af alhug og spara ekkert til að veita því fylgi sitt eptir megni. Frá Helli hólt eg upp á Rangárvöllu og sætti tækifæri að vera þar í fjárróttum, sem þar voru halduar um þær mundir. I rétt- unum hafði eg og tal af hinum heldri bændum í sveitiuni og var það samhuga. álit þeirra, að ekki mundi auðið að kalla þar saman menn til að sinna bindindismálinu um þær mundir, sakir ýmsra anna. Tiltækilegast mundi að hafa bindindissamkomur að sumrinu í þessari sveit og þá helzt að Keldum. Það tel eg mjög vafasamt að stúka þrifist á Rangárvöllum, þó henni yrði komið þar á fót. Sveitin er ákaflega strjálbyggð; yrði því fundarsókn mjög erfið og °pt ókleyf, enda margir áhugalausir um það málefni enn sem komið er. A Stóra-Hofi hitti og reglubróður minn Kristinn Gíslason, er tók mér tveim höndum og fylgdi mór að Stórólfshvoli til Ólafs

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.