Good-Templar - 01.04.1898, Blaðsíða 2
50
gjörlega afskiptalaust, sem ekki beinlínis snértir þá
sjálfa.
Þriöji fíokkurinn eru gagngjörðir rnótstöðumenn
bindindisins, sem hvorki vilja heyra það né sjá. Sumir
þeirra eru það auðvitað af strákskap, en flestir af hugs-
unarleysi og þekkingarleysi. Þeir hafa aldrei til hlltar
hugsað um bindindismálið annars vegar og áfengisnautn-
ina og drykkjuskapinn hins vegar; þeir þykjast allir kunna
að drekka í hófi og álita það hina mestu sælu, kannast
ekki við neinar illar afleiðingar af áfengisnautninni, og ef
þeim er bent á óræk dæmi, þá kenna þeir einliverju
öðru um eða slá út í aðra sálma; það eru menn, sem
»ekki eru komnir til að láta sannfæra sig«, eins og mað-
urinn sagði
Þessi er nú skiptingin á mönnunum, þegar rœöa er
um bindindismálið, en þegar til framkvæmdannanna
kemur, eða í verkinu, þá verður skiptingin önnur, því þá
skiptast menn aðeins í tvo flokka, með bindindismálinu
eða á móti þvi, og þar á því við hin alkunna setning:
»hver sem ekki er með mér, hann er á móti mér«.
I verkinu hljóta menn, sem sagt, að skiptast i tvo
flokka, þá sem neyta áfengis og þá sem ekki neyta þess.
í öðrum flokknum eru áfengisueytendur í hinum flokkn-
um bindindismenn, og þó auðvitað mjög misjafnir menn
i hvorum flokknum fyrir sig. í áfengisneytendaflokknum
eru hinir verztu bindindishatarar en þar eru líka hinir
mestu bindindisvinir, menn sem eru boðnir og búnir til
styðja og styrkja bindindismálið bæði i orði og verki,
þó ekki séu þcir sjálfir bindindismenn. Eigi kemur oss
til hugar að neita því, að bindindismálið hafi talsvert
gagn af þessum mönnum í ýmsu tilliti, en þaðgagnverð-
ur ekki hálf't og hvergi nærri það, ámóts við það, ef
þessir sömu menn væru sjálfir bindindismenn, sem ein-
kis áfengis neyttu. En það er því miður svo að sjá, sem
þessum mönnum geti aldrei sailizt það, að það er tvennt
ólíkt, að vera bindindisvinur eða bindindismaður.
I bindindismálinu eigi síður en annarstaðar á trúin