Good-Templar - 01.04.1898, Blaðsíða 12
*
60
þess getið í skýrslunni, eins og hann líka að sjálfsögðu
er og verður meðal hinna fremstu styrktarmanna þess.
Þingeyri 27. febrúar 1808.
. . . Bindindisfélagið »Framsókn« hélt ársfund sinn
í gær og var þá búið að standa rétt eitt ár. A fundin-
um sameinuðust báðar deildirnar, Haukadalsdeildin og
Þingeyrardeildin, svo að framvegis verður. hér að eins
eitt félag, og eru i því sem stendur 40 manns.
Félagið á í sjóði 37 krónur.
Vér höfum þá vissu von, að þetta félag vort standi
framvegis ekki á baki öðrum bindindisfélögum, því að í
gær gengu í það tveir hinir mestu áhuga og framfara-
menn þessa héraðs, síra Kristinn Daníelsson á Söndum
og Sigurður Magnússon læknir á Þingeyri, enda voru þeir
þegar báðir lcosnir i stjórn félagsins, presturinn formað-
ur en læknirinn gjaldkeri. Hafa þeir með þessu gefið
embættisbræðruin sínum annarstaðar á landinu gott og
fagurt damii til eptirbreytni, því það er einmitt það sem
vantar, að prestar og læknar gangi almennt í lið með
bindindismönnum, en séu ekki að togast á við þá um
jafn gott og nauðsynlegt málefni og bindindismálið er.
Arnarfirði 20. Marz 1898.
. . . vil eg láta yður vita góða líðan og velgengni
stúku rninnar, hún hefir um 40 meðlimi og eru margir
af þeim ötulir og ótrauðir bindindismenn, svo horfurnar
hafa aldrei verið jafn ánægjulegar og nú. Þess utan
haf'a 10 unglingar í minni sveit unnið skriflegt bindindis-
heit; hafa þeir notið bindindisfræðslu samhliða umferða-
kennslu fyrir tilhlutun sóknarnefndarinnar, er lét þau
kynna sér fræðslukver það, er stórstúkan hefir gefið út.
(//. Þ.)
Bindindisfundur
fyrir Norðurlönd, Finnland og Norður-Þýzkaland verður
haldinn f Gautaborg fyrstu dagana í Júlí á komandi