Good-Templar - 01.04.1898, Blaðsíða 14
62
Tildrög til stofnunar st. >Akurliljan«.
I »jœfingafélaginu« í Ytri-Akraneshreppi kom þa'ö til um-
ræðu 1895, að fólagsmenn stofnuðu með sér bindindi, en því máli
var þá hrundið af meiri hluta meðlima félagsins. lt. Þ. Jónssyni
á Grund, sem þá var fórseti félagsins, þótti þó nauðsyn bera til
að halda biudindishreyfingu þessari áfram, og fyrir forgöngu hans
bundust ymsir menn á Akranesskaga samtökum um að stofna
bindindisfélag. Yar hinn fyrsti fuudur þess haldinn 17. febrúar
1895 í barnaskólahúsinu og fólagið nefnt »Vetrarlaukurinn«, afþví
að það var stofnað um hávetur. Fólagsmenn skuldbundu sigskrif-
lega til þess að neyta engra áfengra drykkja og veita þá ekki
öðrum, fyrst um sinn til 17. febrúar 1898, og gat cuginn á þessu
tímabili löglega sagt sig úr félaginu. Mjög lítið kvað að fram-
kvæmdum félagsins fyrsta árið, enda voru lög þess næsta ófull-
komin og tillag ekkert; var það því cins og vopnlaus maður í bar-
daga. En 20. febrúar 1896 eru lög fjelagsins endurbætt og aukin
og meðlimum fjölgar, meðal annars á þann hátt, að 8—10 með-
limir úr st. Vorblómið gengu inn í félagið, en voru þó eptir sem
áður í stúkunni. Var fólaginu að þessum meðlimum hinn mesti
styrkur, enda voru þeir hinir ötulustu og hafði þvl fólagið talsverð
áhrif á bindindismálið.
Hinn 15. janúar síðastl. var á fundi tekin til meðferðar á-
skorun frá Bjarna Magnússyni um að allir fólagsmenn gjörðust
Good-Tcmplarar. Meðal annara Templara, er leyfi fengu til að
sitja á þessum fundi, voru þeir Sveinn Guðmundsson í Mörk og
Guðm. Guðmundsson í Doild. Studdu þeir þessa áskorun af alefli
og eggjuðu fólagsmenn fastlegaáað gjörast G-T., annaðhvort á þann
hátt, að stofna stúku út af fyrir sig eða ganga inn í stúkuna
Vorblómið. Var rnálefni þetta ítarlega rætt á þessum fundi en
niðurstaðan engin í það skipti.
Hinn 17. febrúar þ. á. var fólagið orðið þriggja ára gamalt.
Hafði það á þessum 3 árum haldið 24 fundi og að auki einn fund
sameiginlegan með st. Vorblómið, 19. apríl 1896. Til jafnaðar hafa
setið á fundurn fólagsins 22 meðlimir; 3 fyrirlestra hefir hr. R. Þ.
Jónsson á Grund haldið i fólaginu. Alls voru fólagsmenn um
þessi tímamót 40, auk nokkurra, er heima sátu utanhóraðs.
A fundi félagsins hinn 17. febrúar síðastl. var lesið upp bróf
frá stúkunni Vorblómið, þar sem hún gaf félagsmönnum kost á að
ganga inn í stúkuna fyrir hálft upptökugjald, ef 20 fólagsmenn að
minnsta kosti vildu þiggja boðið, eða að öðrum kosti að greiða