Good-Templar - 01.04.1898, Blaðsíða 10

Good-Templar - 01.04.1898, Blaðsíða 10
58 hennar af kunnugleika og með eigin eptirdæmi. Var hann síðan tekinn inn í stúkuna »Döggin« meðan hann dvaldi hér á Eskifirði. Hinn 1. marz fékk br. Bjarni S. Lyngholt, sem er umdæmisstigmeðlimur st. Döggin, bréf frá br. Einari, dags. 24. febr., þar sem liann skýrir frá, að hann þeg- ar hafi gjört þær ráðstafanir, er hann gæti, til undirbún- ings stúkustofnun, og mæltist hann fastlega til, að eg eða við kæmum strax, eptir að okkur hefði borizt bréfið, til að stofna stúkuna. Hann gat þess og, að sér hefði orðið minna ágengt en hann hefði getað gjört sér vonir um, af þeirri ústæðu, að meðan hann dvaldi hér á Eskifirði, var stofnað bindindisfélag á Fáskrúðsfirði með um 40 karlmönnum, og er hr. verzlunarstjóri .Tón Stefánsson á Búðum formaður þess. Með bréfi þessu fylgdi listi yfir þá, er þegar hötðu lofað að gjörast stofnendur nýr*'ar stúku, og voru þeir 15 að tölu, 11 karmenn og 4 kvenn- menn. Eg brá þegar við og bjó rnig til ferðar suður þang- að ásamt br. Bjarna S. Lyngholt, er eg fékk inér til að- stoðar við stofnunina, og str. Stefaníu Krisfjánsdóttur, er einnig ætlaði að vera viðstödd stofnun stúkunnar. Að morgni hins 3. marz lögðum við af stað í blíð- asta veðri og vorum komin til Fáskrúðsfjarðar nálægt kl. 4 e. h. sama dag. Fréttum við þá, að 3 af stofnend- um stúkunnar væru fjærverandi en 1 hættur við þetta á- form sitt, svo að heima voru að eins 11. Við afréðum þegar að gjöra tilraun til að ná í fleiri, og útvegaði br. Einar okkur í því skyni hús til fundarhalds. Var fund- urinn haldinn kl. 6 um kvöldið með nál. 30 tilheyrend- um; en að loknum fundinum bættust 8 nýir stofnendur við, þar á meðal einn af beztu meðlimum hins nýstofn- aða bindindisfélags hr. Tómas P. Magnússon og kona hans, er bæði höfðu áður verið meölimir st. Döggin á Eskifirði. Að svo komnu var stofnfundur settnr nál. kl. 8 um kvöldið og stúka stofnuð með 19 meðlimum; hlaut hún nafnið »Mdingin« (verður nr. 42).

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.