Good-Templar - 01.04.1898, Blaðsíða 6

Good-Templar - 01.04.1898, Blaðsíða 6
54 á því, og fyrstu 6 mánuðina, sem þau voru í hjónaband- inu, var hann tvisvar drukkinn. Hún var þolinmóð og vonaðist eptir að geta fengið hann til að hætta þessu smámsaman en þar skjatlaðist henni eins og svo ótal mörgum öðrum ungura stúlkum. Það er ekki nema ein af hundraði, sem á þvi láni að fagna, að geta leitt elsk- endur sína af braut ofdrykkjunnar, ef þeir á annað borð hafa ofurselt sig valdi hennar. Flestar konur, sem hafa látið ginnast af slíkum mönnum, hafa orðið að gráta dauðar vonir meginhluta æfi sinnar. Þegar eg virti fyrir mér ásigkomulagið þarna inni, þar sem alls konar eymd og hörmung virtist hafa tekið sér aðsetur, þar sem gleði og gæði lífsins virtust algjör- lega útlæg, duldist mér það ekki, að þessi vesalings æsku- vina mín var ein í þeirra tölu, er liðið höfðu skipbrot á vonum sinum, og eg óskaði þess af heilum hug, að aðr- ar ungar stúlkur vildu láta þessi og þvílik dæmi sér að varnaði verða. Hún þekkti mig ekki i fyrstu, þegar eg fór að tala við hana, því nú var eg orðinn fulltíða maður, alskeggj- aður og allólíkur þvi, sem eg hafði verið, þegar eg var drengur og þekkti hana. Þegar eg sagði henni liver eg var, fór hún að gráta og sagði með eklta: »Eg hefði aldrei getað trúað þvi, að nokkur maður, sem þekkti mig þegar eg var heima, mundi sjá mig eins aðþrengda og eg nú er orðin; eg hugsaði að enginn mundi þekkja mig og eg vildi það líka helzt«. Þegar geðshræringar hennar rénuðu, sagði hún mér alla æfisögu sina frá því hún giptist, og eg segi það satt, að eg hefi aldrei átt erfiðara með að verjast gráti en á meðan eg hlustaði á hana. Maðurinn hennar hafði smám- saman fallið dýpra og dýpra í foræði ofdrykkjunnar og optsinnis verið ekið heim á kvöldin dauðadrukknum. Loksins fékk hún hann til þess að flytja langt i burtu, í þorp eitt, þar sem ekkert var veitingahús og lítið verzl- að með áfengi. Eptir að þau komu þangað, leið þeim miklu betur; hann drakk lítið og vann ákveðinn tfma á

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.