Good-Templar - 01.04.1898, Blaðsíða 3

Good-Templar - 01.04.1898, Blaðsíða 3
51 að sýna sig ávaxtarsama í verkunum. Sú trú, sem að eins kemur fram í orðum, en sýnir enga ávexti í verk- unum, hún er dauð og ávaxtalaus. I»að hefði getað verið öðruvísi. (Úr ensku). Það var kvöld eitt í ágústmánuði, að eg gekk út mér til skemmtunar. Eg átti heima í Ontario. Allt i einu heyrði eg að sagt var rétt fyrir aptan mig með veiklulegum og lágum róm: »Góöi maður, gjörið svo vel og gefið mér peningc. Eg leit við og sá lítinn dreng, sem stóð hjá götunni og hallaðist upp að ljóskersstólpa. »Hvað ætlarðu að gjöra við pening, drengur minn?« spurði eg. »Eg ætla að kaupa eitthvað handa mér að borða«, svaraði hann. »Ertu svangur?« » J á!« »Hefirðu ekki borðað kvöldverð?« »Nei!« »En miðdegismat?« »Ekki heldur*. Eg spurði ekki hvort hann hefði borðað morgun- verð; eg sá það á útliti hans, að þetta mundi ekki vera fyrsti dagurinn, sem liði þannig, að hann fengi ekkert að borða. Eg bað hann að fylgja mér i næsta brauð- gerðarhús, sem var þar skammt frá, og sagði honum að velja sér hvað sem hann vildi, og kaus hann sér eina hunangsköku. Þegar hann fékk hana, braut hann hana sundur í miðjunni og vafði helminginn innan í pappír og ætlaði að stinga því i vasa sinn. »Hvað er þetta?« spurði eg, þú sagðist vera svang- ur, og þó ætlarðu einungis að borða hálfa hunangsköku; »hvað ætlarðu að gjöra við hinn helmingiun?* »Eg ætla að fara heim með hann og gefa henni litlu systur minni hann, þvi hún er lika svöng«.

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.