Good-Templar - 01.03.1901, Síða 9

Good-Templar - 01.03.1901, Síða 9
37 höldum lokið og skemtu menn sór þá við söng, spil, dans og samræður, eftir því sem hver vildi. Um morguninn héldu allir heim til sin mjög glaðir yfir ferðinni. Stúkan „Eir“ nr. (58 ei' nú ársgömul; hún var stofnuð í janúar í fyrra ineð 39 meðlimum. Þrátt fyrir alla örðugleika, sem henni hafa mætt, starfar hún með sama áhuga og telur nú um 60 meðlimi, sem allir vinna a( alúð að bindindismálinu. Að síðustu en ekki sízt óskar nú stúkan „Eir“ nr. 68 öllum systurstúkum sinmn og Good-Templarreglunni gleðilegs nýárs og gleðilegrar og blessunarríkrar nýrrar aldar. G. J. B. Mýrdnl 28. jan. 1901. Bindindisfélagið „Sameiningin", hélt aðalfund sinn 14. jan. 1901. Voru þá meðlimir félagsins: 34 karlm. eldri en 16 ára, 26 kvennm. og 20 börn yngri en 16 ára. Á liðnu ári höfðu 14 manns vildð úr félaginu; af þeim voru 1 1 burtfluttir úr bygðarlaginu, en 2 reknir úr félaginu fyrir drykkjuskap, en í fólagið teknir 22 menn. Fundi liafði félagið haldið þetta ár fleiri en nokkru sinni fyr, alls 14 fundi og að auki 2 útbreiðslufundi; mun það stafa af því að á síð- ast liðnu sumri var bygt fundarhús fyrir fólag'ið. Húsið er vandað og stæðilegt, járuvarið og með steinlímdum grunnmúr, kostaði það nær 100 kr. og stendur félagið í 430 kr. skuld eftii' byggingima. í nýja húsinu var fyrst haldinn fundur 7. okt.; var sá fundur mjög vel sóttur. Auk bindindismanna voru boðnir helztu menn úr sveitimri, sem stutt höfðu fólagið til byggingarinnar. Ræðu hélt M. Finnbogason, og Eyj. Guð- mundsson talaði um framtið bindindisins í sambandi við fram- tið sveitarfélagsins, og flutti heiðursgestunum þakklæti fyrir hluttekning þeirra i starfi félagsins. — Aftur flutti verzlunar- stjóri G. Olafsson í Vik bindindisfélaginu heillaóskir heiðurs- gesta-nna og gat þess, að þetta félag hefði nú þegar sýnt að i þvi væri „geð og' gerð“ og mundi það moð framtiðinni verða virt að maklegleikum. Voru síðan sungin kvæði og fór fund- urinn skipulega fram. Á gamlárskvöld hóldu hindindismenn hér einnig opinbera samkonm, en vegna iliveðurs varð sú samkoma ekki fjölsótt; kvöddu þeir svo gömlu öldina með söngvum og ræðuhöldum, skemtu sér fram yfir miðnætti. — Eklti hefir það heyrst,

x

Good-Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.