Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1946, Blaðsíða 5

Muninn - 01.02.1946, Blaðsíða 5
MUNINN 5 eða ávísun — á herbergi sitt, senr ég skyldi framvísa, er þangað kæmi. IJeg- ar við Aðalsteinn höfðum fullvissað okkur um, að við værum staddir hjá húsinu númer 20 við Gránugötu, kvadd’ ég hann og barði að dyrum. Kom þá ii jótlega í ljós lítil telpa, sem mun vera 5 ára að aldri. Ég spurði hana eftir Sigríði Guðmundsdóttur, en svo heitir móðir Ebergs. Kom hún brátt fram, og ég fékk henni bréf Ebergs. I,as hún það yfir, og er hún hafði svo gert, báuð hún mér til stofu og bar mér heitt kaffi og kökur. Er þar skemmst frá að segja, að ég dvaldi sfðan á heimili þeirra hjóna Óskars Elefsens og Sigríðar Guðmundsdótt- ur, meðan ég liélt kyrru fyrir á Siglu- firði, og \ oru móttökur allar og viður- gerningur líkast því sem þar hefði ganilan kunningja borið að garði, enda var dvölin þar hin ákjósanleg- ;ist». Er ég hafði drukkið kaffið hjá Irú Sigríði, fór ég út að skoða bæinn. A þeirri göngu liitti ég Aðalstein kenn- ara aftur ásamt kollega hans, Ciuð- mundi Benediktssyni. Spjallaði ég lengi við þá um ýmsa hluti og atburði nær og fjær í tíma og rúmi. Létu þeir allvel yfir lífinu sem kennarar, enda þótt þeir hefðu miklar áhyggjur af einstökum bekkjum og nemendum, þai sem Jieir töldu sig bera ábyrgð á andlegri og jafnvel líkamlegri \elferð þeirra, eins og góðum kennurum sæm- ir. Einnig þurftu þeir margs að spyrja af fornum stöðvum,jrarsem Jjeirhöfðu lifað rnarga glaða stund og numið hin ólíkustu fræði á undanförnum vetr- um. Ég veitti þeim allar þær upplýs- ingar, sem ég gat í té látið, og sagði þeim nýjustu „brandara" úr skólalíf- inu. Einnig hitti ég Jtar Alfreð Einars- son, stúdent. En þar sent tal okkar snerist einkum um pólitík, mun ekki rétt að skýra nánar frá því hér. Um kvöldið fór ég á leiksýningu í Sjómannaheimilinu. Höfðu nemend- ur Gagnfræðaskólans þar sýningu á „Ráðskonu Bakkabræðra", og fórst þeint })að hið bezta úr hendi. Einkum dáðist ég að leik ráðskonunnar, eða öllu heldur stúlku þeirrar, sem lék ráðskonuna. Þætti mér trúlegt, að hún væri efni í snjallan leikara. Einnig voru leiktjöld liin prýðilegustu og betri en maður á oft að venjast hér. Morguninn eftir reis ég árla úr rekkju og gáði til veðurs, J)\ í að hug- myndin var að fara yfir Siglufjarðar- skarð og niður í Fljót Jrennan dag. En úti fyrir var stormur og regn, svo að ég lagðist fyrir aftur og ákvað að halda kyrru fyrir um daginn, enda hafði ég mjög verið hvattur til J)ess af þeim hjónum, Óskari og Sigríði, og Óskar tók jalnvel svo djúpt í árinni, að hann lagði fast að mér að dvelja J)ar í viku tíma, fara síðan aftur til Akureyrar og segja skólameistara, að ég hefði verið veðurfastur allan tímann. Og ef ég vildi endilega verða lúinn, kvað hann mig geta þreytt mig á því að ganga á fjöllin í kring. Eg myndi víst áreiðan- lega geta pínt mig nóg með Jtví, ef Jrað væri helzta markmið mitt með ferð- inni. Eg var nii sarnt ekki sammála honum í þessu efni, en hins \ egar hafði ég ekkert á móti Jjví að dvelja þar einn dag til að geta virt bæinn og bæjarbúa betttr fyrir mér. Um k\öld- ið sat ég fund, sem Sósíalistafélagið á staðnum boðaði til undirbúnings kosninganna. Þar talaði Aki Jakobs- son. atvinnumálaráðherra, ttm horf- urnar í atvinnumálum landsmanna yfirleitt og þá einkum með tilliti til Sigluljarðar. Er ]>að einhver fróðleg- asta og gagnmerkasta ræða, sem ég hef heyrt íslenzkan stjórnmálámann flytja, og hefði mér verið kært, að iill skóla- systkini mín í M. A. hefðu átt Jæss kost að heyra hana. En Siglfirðingar mega vera hreyknir af því að eiga Aka Jakobsson fyrir Jringmann. A fimmtudagsmorgun var ég vakinn klukkan níu, og klæddi ég mig í skyndi. Veðurhorfur voru nokkru betri en daginn áður. Þó var nokkur sunnan stormur, en sá var munurinn, að nú var úrkomulaust. Ég ákvað því að leggja á „Skarðið" upp á von og (ivon, því að hugsazt gat, að svo hvasst væri uppi í „Skarðinu", að ég neyddist til að snúa aftur. En mér Jíótti sjálf- sagt að gera heiðarlega tilraun til að halda áfrant ferðinni heldur en verða ef til vill innlvksa á Siglufirði í lengri tíma. Klukkan rúmlega tíu setti ég J>ví pokann á bakið og skíðin á öxlina og þrammaði af stað frá Sigló. En áður en ég held lengra, vil ég aðeins geta Jress, að ég varð síður en svo fyrir von- brigðum með Jrau litlu kynni, sem ég hafði haft af þeirn stað. Reyndar má ef til vill segja, að byggingum, skipu- lagi og útliti bæjarins yfirleitt sé ekki hælandi, en fólkið er viðfelldið og, að því er mér virtist, ákveðnara og mót- aðra en víðast gerist. £g fer nú fljótt yfir sögu, Jxar til komið er upp í sjálft Siglufjarðar- skarð, veðravítið, sem allir llöfðu keppzt um að gera mig sem hræddást- an við. En nú var logn og blíðviðri og ekkert hræðilegt að sjá. Eg lagði skíð- in og bakpokann frá mér við gamlan vegamannaskúr. sem stendur þar, eða liggur öllu heldur, Jjví að hann hefur orðið að láta undan hamförum veðr- anna og oltið á hliðina einhvern tínta í vetur, Jregar fastast hefur blásið. Er ég hafði losað mig við draslið Jrarna, gekk ég snöggvast í gegnum skarðið, sem sprengt hefur verið i gegnum „Skarðið", svo að ha’gt væri að leggja veg ýfir. Eg klilraði síðan upp að ein- um turninum, sem hefur verið reistur þar til að bera uppi háspennulínuna frá Skeiðsfossi til Siglufjarðar. Þessir turnar eru Jjrír, einn fyrir hverja línu og allsterklegir að sjá, enda er langt haf yfir til næstu turna beggja megin ,,Skarðsins“ og gildir strengir, svo að mikill þungi hlýtur að hvíla á Jíeim og snörp átök, J)cgar stormurinn æðir á fjallabrúnum. Þarna stóð ég nokkra stund með annan fótinn í Siglufirði, en hinn í Skagafirði, ef svo mætti segja. Þegar ég hafði virt fyrir mér útsýnið um hríð, sneri ég aftur niður að kofanum, settist |>ar og tók upp nesti mitt. Byrjaði ég á að borða J)rjú egg, sem mér höfðu áskotnazt á Siglufirði, og síðan smjörkökur og fleira góðgæti ,eins og ég gat í mig komið, að ógleymdri einni flösku af Egils-bjór. Þegar ég gat ekki lengur komið meiri mat í mig, setti ég J)að, sem eftir var, niður aftur og tók að lagfæra bindingana á skíðunum, svo að ég gæti farið á þeim niður úr „Skarðinu" að vestan. En })á bárust skyndilega háværar raddir að eyrum mínum, síðan söngur og alls konar kynlegar upplirópanir. Þóttist ég kenna, að hér væru menn á ferð og það einkar glaðlyndir náungar. Ég tók því J)að ráð að kalla á móti, en })á brá svo einkennilega við, að raddirnar hljóðnuðu þegar í stað. Gárungar Jressir höfðu sjáanlega ekki átt manna von hér. En brátt komu Jteir fram úr skarðinu, tveir ungir strákar með poka á baki og staf í hönd. Skipt-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.