Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1946, Blaðsíða 8

Muninn - 01.02.1946, Blaðsíða 8
8 MUNINN Fréttapistlar Hinn 7. febr. síðastliðinn heiðraði Menntaskólinn á Akureyri Steingrím Jónsson, fyrrv. bæjarfógeta, með því að hengja upp mynd af honum í há- tíðasal skólans. Fór sii athöfn virðu- lega fram, og var Steingrímur sjálfur viðstaddur auk skólameistara, kenn- ara og nemenda. Tók skólameistari fyrst til máls og þakkaði Steingrími langtogvel unnið prófdómarastarf hér við skólann. Auk þess þakkaði hann hlýhug þann og velvild, er Steingrím- ur hefði ávallt sýnt skólanum, og þann stuðning, sem hann hefði veitt í bar- áttnnni fyrir viðgangi skólans. Því næst tók Steingrímur sjálfur til máls og þákkaði þann heiður, er sér væri sýndur. Nemendur hylltu hann með húrrahrópi. Það er óhætt að fullyrða, að Stein- grímur Jónsson er vel að vegsemd þessari kontinn á allan hátt. Fáir próf- dómarar hafa unnið starf sitt með jafn- mikilli alúð, trúmennsku og skiln- ingi. Enda hefir liann ætíð verið mjög ástsæll í starfi s-ínu. Nemendur fagna því þess vegna, að starfi Steingríms ann kvaddi Ingvi Ingvarsson, inspector scholae; en skólameistara Fiosi Sigur- björnsson. Auk þess voru allir kenn- arar skólans kvaddir. Mæltu helztu málagarpár dimittenda á erlendum tungurn, allt frá latínu til Kaup- mannahafnardönskú, og skildu fáir, þeir er á hlýddu, en undruðust hin furðulegu hljóð og margvíslegu kon- struktionir. Að lokum flutti skóla- meistari ræðu. Auk þess, sem nú hefir verið upp talið, hafa margir dansleikir verið haldnir. Tókust þeir misjafnlega. Var yfirleitt erfitt að útvega góða hljóð- færaleikara til að leika fyrir dansin- um, því að þeir eru mjög eftirsóttir í bænum. Er mjög óhagkvæmt, að skól- inn skuli ekki eiga sína eigin hljóm- sveit. Rétt er að geta hér sérstaklega ágæts skemmtikvölds, er í. M. A. gekkst fyrir 1. febrúar. Flutti Her- mann Stefánsson þar erindi frá Olympíuleikunum, nokkrir piltar sungu og Edvard Sigurgeirsson sýndf kvikmyndir, en að lokum var dansað. Var skemmtun þessi sérstæð og þægi- ]eg tilbreytni i skemmtanalífi skólans. (Framhald). hefir verið reistur varanlegur minnis- varði í hjarta skédans. Og er þeir heimsækja skólann síðar, mun þeim verða Ijúft að sjá myndina af hvít- hærða öldungnum, fallega, löngu eft- ir að hann sjálfur er kominn undir græna torfu. Örlygur Sigurðsson, listmálari, gerði myndina af miklum hagleik og næmum skilningi. Flinn 21. febr. var til moldar bor- inn einn af dyggustu þjónum þessa skóla, Árni Þorvaldsson, fyrrv. yfir- kennari. Kvöddu nemendur þennan mæta ntann á viðeigandi hátt og að verðugu. Gengu þeir fylktu liði til kirkju undir fána skólans, en í kirkju stóðu nemendur heiðursvörð við kistu ’ hins látna. Var athöfnin öll mjög virðuleg. Fyrir norðan Mennta.skól- ann mynduðu svo nemendur klofna heiðursfylkingu í kveðjuskyni, er lík hans var tflutt hjá til hinztu hvíldar. Árna Þorvaldssonar mun verða minnzt betur á öðrum stað hér í blað- inu. Kr. Rób. Á skólaganginum I'yrir skömmu sagði Þórarinn Bjiirnsson Vl.-bekkingum M. útdrátt úr sögu éinni eftir Maupassant. Fjall- aði htiri um búkonu eina mikla, er hagnýtti sér ylinn frá líkama bónda síns, er fengið hafði slag og var lít.t sjálfbfarga, til að unga út hænueggj- um. Þessi saga fékk einum nentanda þessa skóla, verðandi hagfræðingi, mikilla heilabrota, og fékk ltann út frá þeim afbnrðasnjalla hugmynd, er hann útskýrði fyrir oss og bað oss að koma á framfæri. Viljum vér hér nteð verða við þeim óskurn. Hugmynd hans er í stuttu máli sú, að skólinn komi sér upp hænsnabúi. Skal fá fiðurfénu húsnæði einhvers staðar á miðhæð suðurvista, til þess að gagg þess og gal yfirgnæfi fliss, píku- skræki og önnur hlustskerandi hljóð, er þaðan berast og mjög trufla svefn- frið vistabúa jafnt um daga sem næt- ur, en flestir munu fremur kjósa garg liænsnanna. Á eggjunum skulu þeir fæddir, er ekki dansa á skólaböll- um, og skal þannig reynt að auka þeim fjör. Gæti þá svo farið, að skóla- böll tækju að bera sig fjárhagslega. Til viðhalds stofninum skal ala upp hundrað unga á ári hverju, og skulu skrópistar skólans notaðir til að unga út eggjunum. Mun það reynast lrin hagkvæmasta aðferð, því að þannig mun ógrynni „kaloría" koma að not- um, sem annars fara til einskis. Væri þá nauðsynlegt að lengja skróptímann úr núverandi lágmarki, sem er tveir dagar, upp í 21 dag, nerna hagkvæm- ara þyki að flytja eggin frá einum skrópistanum til annars. Oss lízt þessi hugmynd frábærlega merkileg og erum sérstaklega hrifnir af áætluninni um útungunina,sem vér teljum, að takast muni með ágætum, bara ef skrópistarnir taka ekki upp á því að éta undan sér, eins og hrafnar i vorharðindum. Fyrir nokkru síðan sat drengsnáði nokkur fjögurra ára í náttúrufræði- tíma hjá V. bekk S. Hlustaði hann mjög spekingslegur á svip á mann þann, er uppi var, en sá var fremur létt lesinn. Er Steindór hafði yfirheyrt hann, svo sem honum gott þótti, tek- ur sá litli til orða og segir: „Nú vil ég fá að stafa dál ítið." Heyrzt hefir, að nokkrir Vl-bekk- ingar hafi ráðizt í mikið fyrirtæki og þarft og líklegt til að afla þjóðinni og bókmenntum hennar mikils álits með- al enskumælandi j)jóða. Þeir hafa sem sé ráðizt í það stórvirki að þýða bók- ina ALMENN STJÓRNMÁLA- SAGA eftir Skúla Þórðarson á enska tungu. Mikil hula hefir hvílt yfir Jrví, hvaða útgáfufyrirtæki muni kaupa út- gáfuréttinn að ritinu, en samkvæmt síðustu fréttum mun Jrað annað hvort verða Modern Library eða Grosset Sc Dunlap. Þýðing verksins hefir að' mestu farið fram á Hótel KEA og hef- ir, samkvæmt síðustu fregnum, gengið mjög að óskum. Ó. H. STÖKUR. Þunglyndi. Eg kveðja vildi kross og böl og kaldar geðshræringar og særðtir liggja á svartri fjöl með svæfðar tilfinningar. Sviknar vonir. Særa vonir sviknar hér sinni — fullt af trega. Óðfluga sem elding fer allt hið skemmtilega. Quintus.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.