Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1946, Blaðsíða 6

Muninn - 01.02.1946, Blaðsíða 6
6 M U ri IN N Annáll skólans árið 1944—1945 umst \ 'Ö n nokkruin orðum, en síðan héldu hvorir tveggja sína leið. Ég í áttina til Skagafjarðar, þeir til Siglu- fjarðar. Ég spennti ;i mig skíðin og renndi mér síðan í ótal krákustígum niður brekkurnar. Hraðinn var gífurlegur, og ég var stöðugt á glóðum um, að ég dytti og rynni á rassinum beint und- an hallanum án þess að geta stöðvað mig, og úr slíkri ferð hefði ég varla komið lifandi. Loks kom að því. Ég skall kylliflatur og rann niður með takmarkalausum hraða. Ég reyndi að spyrna í með skíðaköntunum. I»að kostaði einn liring í loftinu og síðan sami hraðinn. Niður, niður, niður. „Hæg er lcið til helvítis, hallar undan fæti“, flaug í gegnum huga minn. Og vissulega er sti leið oft þægileg um of. En til allrar hamingju tókst mér að koma fyrir mig fótunum, áður en ég kæmi til vítis, og síðan renndi ég mér á skíðunum svo langt sem hægt var. En það var, því miður, ekki langt. Og aftur varð ég að setja skíðin á öxlina og þramma áfram, yfir hæðir og hálsa, upp og niður brekkur, eftir götu- troðningum og vegleysum, snjósköfl- um og eggjagrjóti, mosarumbum og sléttum grundum. Eftir langa göngu kom ég niður að Hraunum í Fljótum, sem er fyrsti bær vestan Siglufjarðarskarðs. Þar nam ég staðar litla stund og sendi símskeyti til Siglufjarðar, þess efnis, að ferðin hefði gengið að óskum. En áður en ég fór, var mér borin mjólk að drekka og feiknin öll af kökum, eins og siður er á sveitabæjum, einkum þar sem fáför- ult er. Notaði ég mér kræsingar þessar eftir beztu getu, kvaddi síðan heima- fólk og hélt leiðar minnar niður að Miklavatni, en það liggur fast að tún- garði á Hraunum. Á vatninu var ís, og þrátt fyrir undanfarandi þíður kvað bóndinn á Hraunum hann hest- heldan, hvar senr væri, svo að ég lagði óhræddur út á hann, enda brást hann mér ekki. Ég spennti skíðin á mig og ýtti mér síðan með stöfunum eftir ísn- um og náði þannig allmiklum hraða. Kom það nú að góðum notum, hve vel ég hafði Iakkað skíðin, áður en ég fór frá Akúreyri. En skemmtilegra hefði mér samt þótt að hafa skauta, því að skíðamaður hef ég jafnan verið í lak- ara lagi, en hins vegar var ég skauta- garpur á mínum yngri árum. Og ekki ÓLAFUR HALLDÓRSSON: Skólinn var settur sunudaginn 7. október. Voru þá flestir nemendur mættir, og hófst kennsla daginn eftir. Ureytingar á kennaraliði skólans urðu sem hér segir: Frá skólanum hurfu Albert Sigurðsson, cand. mag., dr. Trausti Einarsson, Baldur Eiríks- son, stúdent, Örn Snorrason, cand. phil,. og séra Magnús Már Lárusson. Við sögukennslunni tóku af Albert Sigurðssyni Brynleifur Tobiasson. er fengið hafði leyfi frá kennslustörfum síðastliðin t\ö ár, og Aðalsteinn Sig- urðsson A. B. Hann hafði stundað nám í Berkeley í Kaliforníu um sízt harmaði ég það að ferðalokum, að ég skyldi ekki hafa farið með skauta fremur en skíði, því að ég hefði halt þeirya mun meiri not. Miklavatn er ca. ‘5—4 km. breitt, þar sem ég fór yfir það, en sökum þess, hve mjög skíðin léttu mér ferðina, var ég aðeins ör- skamma stund yfir. Ég gekk nú beint af augum í áttina til Haganesvíkur, en þangað er örstutt leið frá Miklavatni. Þó var rnjög tekið að skýggja, er ég kom þar. Og þegar ég nálgaðist staðinn, sá ég þar skamnit fyrir utan hús eitt ferlíki nokkurt, sem mér gekk lengi vel illa að átta mig á, hvað væri. Fyrst datt mér í hug, að þar væri um grjótstafla að ræða, sem hlaðinn liefði verið upp úr stein- um, sem hefðu verið hreinsaðir burtu við túnsléttun eða eitthvað því um líkt. Uppi á þessarri hrúgu hélt ég svo, að stæði smákrakki, sem væri trú- lega að athuga, hvaða maður væri á ferð, þar sem ég var. Þegar nær kom, sá ég þó, að þessi tilgáta var ekki rétt. Þá datt mér í hug, að þarna væri graf- reitur og þetta væri reisulegur minn- isvarði eða legsteinn. Ekki var ég samt viss um þetta og ákvað því að ganga úr skugga um, hvers konar mannvirki þarna væri, og setti stefnuna beint á undur þetta. Þegar ég var rétt kominn að því, sá ég, að annað sams konar var niður við sjávarbakkann, og þegar ég var alveg kominn að þessu, komst ég að raun úm, að þetta var steyptur stöp- ull nieð tígullaga járnplötubút á stöng ■ upp af, og í smáskúta inni í þriggja ára skeið. Við störfum dr. Trausta Einarssonar, er settur var dósent við Háskóla íslands, tók Ingólf- ur Aðalbjarnarson A. B. Hann hafði stundað nám í Ameríku undanfarin fjögur ár. Aðrir nýir kennarar, er kontu að skólanunt, voru þeir Stein- grímur Sigurðsson, stúdent, er kenndi íslenzku í I. og II. bekk, Páll Ardal, stúdent, er kenndi ensku í I. og II. bekk, Jón Sigurgeirsson, kennari, er kenndi þýzku í IV. bekk- S., og frú Þórh.ldur Steingrímsdóttir, er kenndi stúlkum úr öllum bekkjum leikfimi. í skólann innrituðust að þessu sinni stöplinum stóð olíulukt. Þá opnuðust augu mín allt í einu, og ég skildi. að hér var aðeins um innsiglingarmerki að ræða. í Haganesvík er verzlunar- staður Fljótamanna (kaupfélag), og fáein íbúðarhús eru þar. Ekki tafði ég neitt þar í „Víkinni'ý heldur hélt rak- leiðis áfram yfir Hópsvatn á skíðun- um og beitti j>ar sömu aðferð og á Miklavatni. Þegar ég var kominn yfir Hópsvatn, lagði ég skíðin enn á öxlina og hélt áfram göngu minni eftir þjóðvegin- um. Jnnan skamms kom ég að fjárhús- um, og þar sem ég varð þess var, að þar myndi einhver rnaður vera, lagði ég frá mér farangurinn og tók að athuga kort mín við ljósbjarma frá vasaljósi, því að nú var aldimmt orðið, og ég sá því ástæðu til að fara að hugsa mér fyrir náttstað. Ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að enginn bær væri þar í nánd, sem ástæða væri fyrir mig að kjósatilgistingar öðrum fremur. Ég gekk jrví inn í fjárhúsin og hitti Jrar mann nokkurn, sem var að ljúka við að gefa á garðann. Er við liöfðum skipzt á venjulegum kveðjuorðum, spurði ég, frá hvaða bæ hann væri. En hann kvaðst vera frá Yzta-Móa. Spurði ég þá, hvort hægt myndi að fá gistingu hjá honum yfir nóttina. Hann kvað jrað myndi geta gengið, og skyldi ég fylgjast með sér til bæjar. Síðan héldum við á leið heim að Yzta- Móa, en jrað er alllangur vegur. (Framhald). .

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.