Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1946, Blaðsíða 1

Muninn - 01.02.1946, Blaðsíða 1
Útgefandi: MálfundafélagiS „H U G I N N" M. A. MUNINN Ritstjórn: Aðalsteinn SigurSsson Kristján Róbertsson Ölafur Halldórsson 18. árgangur Akureyri, íebrúar 1946 4. tölublaS Árni Þorvaldsson Látinn er 10. þ. m. sá maður, er lengstan kennsluferil átti að baki allra þeirra, er verið hafa fastir kennarar í Möðruvallaskóla, Gagnfræðaskólan- um á Akureyri og Menntaskólanum á Akureyri, talið frá stofnun skólans 1880. Þessi maður var Árni Þorvalds- son. Hann var fæddur í Hvammi í Norð- urárdal 30. ágúst 1874. Voru foreldrar hans Þorvaldur prestur þar Stefánsson óg seinni kona hans Kristín jónsdótt- ir prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi Sigurðssonar stúdents í Varmahlíð undir Eyjafjöllum Jónssonar. Móðir frú Kristínar og kona sr. Jóns var Ragnheiður Jónsdóttir stúdents í Víðidalstungú Friðrikssonar prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi Þórarins- sonar. En móðir frú Ragnheiðar var Kristín Jónsdóttir prests á Gilsbakka Jónssonar. Kona sr. Friðriks var Hólm- fríður Jónsdóttir varalögmanns Ólafs- sonar, en móðir Hólmfríðar var Þor- björg Bjarnadóttir sýslumanns á Þing- eyrum Halldórssonar; móðir Þor- bjargar var Hóhnfríður Pálsdóttir Vídalín lögmanns í Víðidalstungu. Var Árni því 7. maður frá þeim fræga lögmanni. Þórarinn, faðir sr. Friðriks á Breiðabólsstað, er ættfaðir Thorar- ensen-ættarinnar.kvæntur Sigríði Stef- ánsdóttur prests á Höskuldsstöðum Ólafssonar. Bróðir hennar var Ólafur stiftamtmaður Stefánsson (Stephen- sen). Sr. Þorvaldur, faðir Árna, var sonur sr. Stefáns í Stafholti Þorvalds- sonar [pr. í Holti undir Eyjafjöllum og sálmaskálds Böðvarssoilar] og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur prófasts í Steinnesi Péturssonar. Var Halldór prófastur á Hofi í Vopnafirði bróðir frú Ingibjargar. En mæður þeirra hjóna, sr. Stefáns og Ingibjargar, voru systur, dætur sr. Björns Jónssonar í Bólstaðarhlíð. Stóðu þannig að Árna stórir ættstofnar: Högnaættin (því að sr. Þorvaldur í Holti var Böðvarsson Högnasonar prestaföður Sigurðsson- ar), Stephensensættin, Thorarensens- ættin, Vídalínsættin, Ólafsætt frá Eyri í Seyðisfirði vestra (Jón varalögmaður sonur Ólafs á Eyri) og Bólstaðarhlíðar- ættin. í karllegg Árna eru níu prestar í röð, talið frá sr. Þorvaldi til sr. Ölafs sáhuaskálds á Sauðanesi Guðmunds- sonar (að báðum meðtöldunl), en sr. Olafur var samtíðarmaður Guðbrands biskups. Árni Þorvaldsson ólst upp í Hvammi í Norðurárdal og í Fagradal innra við Gilsfjörð. Hann hóf snemma latínunám undir inntöku- próf í Lærðaskólann, tók próf í 2. b. 1892 og lauk stúdentsprófi 1896, sigldi til Khafnar þá um haustið og var innritaður í háskólann þar. Lagði stund á latínu um hríð, en valdi sér brátt ensku sem námsefni og þýzku og frönsku sem aukagreinar. Lauk hann embættisprófi í þessum greinum árið 1905, þá þrítugur að aldri. Gegndi hann næstu fjögur ár stundakennslu í Rvík, þar á meðal í Menntaskólan- um. Mun hann vera fyrsti kandídat í enskri tungu, er kennt hefir í þeim skóla. Höfðu aðeins örfáir íslendingar á undan honum lesið ensku við há- skóla og flestir þeirra horfið þaðan, án þess að ljúka prófi. Kannaði Árni því ókunna stigu íslendingum, er hann hóf enskunám við háskólann. Kennifaðir hans var inn frægi hljóð- fræðingur, Otto Jespersen prófessor, er setti nýtt snið á enskukennslu. Gerðist Árni; því brautryðjandi, er hann;méð kennslusniði Jespersens hóf enskukennshuá íslandi haustið 1905. Flykktustað honum nemendur í Rvík. þá þégar, konur og karlar, ungir og gamlir. Hann þýddi á íslénzku enska málmyndalýsingu Jespersens og lagaði hana handa íslenzkum nemendum (með Böðvari Kristjánssyni), og kom bókin út í Rvík haustið 1906. Hjaltalín skólastjóri gagnfræðaskól- ans norðlenzka kenndi þar ensku sína tíð, en hann andaðist haustið 1908. Enskur trúboði, búsettur hér í bæn- um, var fenginn til að kenna ensku í skólanum veturinn eftir, en 14. júlí 1909 var Árna Þorvaldssyni veitt 2. kennaraembættið hér við skólann, og tók hann við enskukennslunni haust- ið 1909. Gegndi hann þeim starfa samfleytt 30 ár, til haustsins 1939. En á annað ár þar á eftir fékk hann ann- an mann til að kenna fyrir sig, fyrir sakir vanheilsu. Lausn fékk hann frá embætti frá 1. febr. 1941. 1. kennari skólans varð hann haust- ið 4918, er Þorkell Þorkelsson, síðar

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.