Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1950, Blaðsíða 5

Muninn - 01.01.1950, Blaðsíða 5
! MUNINN 29 einhverjum öðrum ástæðum en þeim, sem hann gaí upp? Nú, viðvíkjandi blettinum, þá var kannski ekki svo sennilegt, að það hefði beinlínis verið fi-amið morð. En blóð, var það ekki ;allta£ einhver óheillafyrirboði? Hver vissi, hvernig það var tilkomið? Ég sá fyrir mér mann með hníf í liendi. Ég sá fyrir mér þennan grimmi- lega morðingja, þar sem hann læddist eftir göngunum, brennandi af heift, augun glampandi af vitfirringu. Ég sá fyrir mér kerlinguna, sem ekki þorði að horfast í augu við mann. Hvað bjó á bak við þessi þykku, kúptu gleraugu? Var hún ekki nokkurs konar drauga- drottning? Hvers konar staður var þetta eiginlega, sem ég hafði lent á? Um það varð ég að fá vitneskju. Þegar ég var í þann veginn að festa blundinn, heyrði ég eitthvert lágt væl, og gat ég ekki almennilega greint, hvort það kæmi að neðan eða úr ein- hverju herberginu fremst við ganginn. Fyrst heyrðist mér það vera barnsgrát- ur, en svo komst ég að raun um, að svo var ekki, það var líka ólíklegt, að ég hefði ekki orðið var við það, ef barn væri í húsinu. Klukkan var orðin fjög- ur eða fimm, þegar ég loksins festi blundinn, úrvinda af þreytu. Daginn eftir, þegar ég var að koma úr skólanum, mætti ég gömlum manni við húsdyrnar. Hann var með skóflu í hendi, eflaust að vinna eitthvað þar við götuna. Veitti ég honum ekki meiri eftirtekt en öðrum vegfarendum, þang- að til hann vék sér að mér og sagði lágt og ísmeygilega: — Heyrðu, lagsmaður. . . . býrð þú • í þessu húsi? Ég kvað já við. — Ég ráðlegg þér að hafa ekki margt á glámbekk þar. Ég hrökk hálfpartinn við. Nú rifj- aðist upp fyrir mér vakan nóttina áður; auk þess var meira en undarlegt, að ókunnugur maður gerði sér ómak að því að aðvara mann svona. Ég gat engu orði upp komið. Og það hefir hann eflaust séð, því að hann sagði eins og til að afsaka þetta: Ég segi þér þetta nú bara, af því að ég þykist sjá, að þú sért hér nýkominn. Meira sagði hann ekki, heldur liélt áfram leiðar sinnar eftir götunni. Ég gekk upp í hálfgerðri leiðslu. Ég var ekki beinlínis hræddur, en forvitnin sótti alltaf fastar og fastar á mig. Þrá- lát spurning ásótti mig eins og fjand- inn sjálfur: Hvar hefi ég eiginlega lent? Svipurinn á Árna, bletturinn á eggnum, vælið um nóttina og jafnvel sjálf kerlingin, allt þetta gaf eitthvað dularfullt til kynna. Eitthvað hlaut að vera bogið við þetta allt sarnan. Það þurfti ég ekki að láta segja mér. En hvað var það? Það var hin mikla spurn- ing. Og svo síðast aðvörun karlsins, eins og staðfesting á öllu saman. Her- berginu mínu þorði ég ekki að læsa á nóttunni. Það var vissara að hafa það opið, ef kvikna skyldi í. Það væri því ekki mikill vandi að læðast að mér sof- andi, því að venjulega svaf ég fremur fast. Það væri jafnvel hægt að ganga þar inn og út, án þess ég yrði þess nokkuð var. — Ekki margt á glám- bekk . . . Þessi setning meitlaðist eins og steinhöggvin inn í höfuðið á mér. Sennilega var þetta eitthvað, sem ekki fór í hámæli, en aðeins fáir vissu. Þess vegna hafði karlanginn farið að a"ðvara mig. Séð mig ganga þarna út og inn, vitað að ég var nýkominn, eflaust eitt- livað kunnugur þar. Bjó kannske í næsta húsi. En allt um það, hann liefði ekki farið að vinda sér svona að bráð- ókunnugum manni að ástæðulausu. Eitthvað meir en lítið lá þar á bak við. Ég yrði þó að gera þær öryggisráðstaf- anir, sem ég gæti við komið. Hafa allar hirzlur læstar og helzt að koma ein- hverju fyrir í sambandi við hurðina, sem vekti mig, þegar hún væri opnuð að næturlagi. Annað slagið reyndi ég að telja mér trú um, að þetta væri allt saman blekk- ing. Bletturinn gat verið eftir smiðina eða hreingerningarkonu, karlinn hafði auðvitað verið að gera narr að mér, og þetta væl, sem ég heyrði þarna um nóttina, gat eins komið úr öðru liúsi. Auk þess var það allt annað en karl- mannlegt að láta sér bregða eða jafn- vel skelfast, þótt maður heyrði eitt- hvert annarlegt hljóð, sem maður vissi ekki, hvaðan kom. Hverjum, sem ég segði þetta, kærni ekki annað til hugar en ég væri orðinn vitlaus eða væri að minnsta kosti að verða það. En svo kom nóttin, dularfull og myrk eins og mara. Nótt eftir nótt lá ég andvaka, sveittur og óstyrkur, og ekki hvarflaði það sjaldan að mér, að ég væri að verða brjálaður. Lengi fram eítir var nokkur umferð á götunni. Það \rar mér jafnan til hugarléttis. Síðan komst á kyrrð að mestu, og þá hófust raunir mínar fyrst fyrir alvöru. Hvert hljóð, sem ég lieyrði í húsinu, verkaði á mig eins og dauðadómur. Ég hlaut að vera í þann veginn að missa vitið. Þannig gekk þetta nótt eftir nótt. Eitt sinn gekk mér þó venju fremur vel að sofna. Það var liláka og loft nokkuð þungt, en í slíku veðri sef ég alltaf bezt. Ég var sem sagt rétt búinn að festa blundinn, þegar ég hrökk upp við óvenjulegt hljóð frammi á gang- inum. Fyrst heyrðist mér það vera l’ullur maður og þá í stimpingum við einhvern annan. Hvað var að gerast, sá ég auðvitað ekki, en þó gat ég af öllu ráðið, að þar færu fram einhvers konar handalögmál, en þó með þeirn hætti, að aðiljar væru samtaka um að láta sem minnst til sín heyra. Öðru liverju heyrði ég, að annar maðurinn sagði hálfhvæsandi: — Ég skal drepa hann . . . ég skal skera hann. Röddin var titrandi af heift, æðis- leg. Maðurinn ldaut að vera fullur. En h\ ers vegna hafði liann þá ekki hærra? Ég kveikti og reis upp í rúminu. Ég var varla hræddur lengur, ég var reið- ur. Ef þessir óþokkar færu að gexa rúmnask hjá mér, — þá gætu þeir að nxinnsta kosti fengið að finna til handa minna. Á borðinu hjá mér lá opinn hnífur. Stór lxnífur nxeð grænu skafti. Með hann í höndunum ætlaði ég að mæta þeim. Ef þeir skemmtu sér við það á nóttum að myrða xnenn, þá skyldu skyldu þeir bara koma til mín. Ég skyldi taka á móti þeirn. Glíman færðist fram ganginn, hægt og hægt, niður stigann, og loksins heyrði ég, að dyr voru opnaðar og lokað aftur niður á gangi. Eftir það var allt liljótt sem fyir. Mér gekk, eins og oft áður, illa að sofna. Ég var æstur, en þó sljór. En eins var ég nú vísari: Það var einhver fjandinn í þessu Ixúsi. Hvort sem það var ofdrykkjumaður, hálfviti eða morðingi, þá var það eitthvað, senx bar að varast. En nú var ekki leneur o þessi dularfulla þögn yfir því. Nú liafði það sloppið út úr gieni sínu og líklega verið dregið inn í það aftur. Nú varð ég bara að fá fulla vitneskju

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.