Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1950, Blaðsíða 6

Muninn - 01.01.1950, Blaðsíða 6
30 MUNINN um það, komast að hinu sanna. Óviss- an var óþolandi. E£ til vill var þetta þá ekki 'eins magnað og ég hafði gert mér í hugarlund í fyrstu. En eitthvað var það. Svo nrikið var víst. Þeg'ar ég kont heim daginn eftir, mætti ég á ganginum stúlkunni, sem tók til í herbergi mínu. Eg bað hana að segja við mig eitt orð, og varð hún vel við því og fór með mér inn í her- bergi mitt. Ég byrjaði á að bjóða henni sígarettU. Þáð var bezt að fara sæmi- lega að henni, ef eitthvað átti að hafast upp úf henni. Þetta leit út fyrir að vera övitlaus kvenmaður, og hún tók þetta állt annað en illa upp fyrir mér. Ég vissi ekki alminlega, hvernig ég átti að komast að efninu. Hugsaði þó, að það mundi vera vitlegast að fara fínt í það, ég mætti ekki fara að kynna mig sem móðursjúkan idíót. — Heyrðu, sagði ég, bjó ekki maður hér í suinar, sem Jón heitir, Jón Jóns- son? Reyndi ég að láta, sem þetta væri aðalerindið, og ætlaði svo að segja henni eitthvað um þennan Jón Jóns- son til að sýna henni fram á, hvers vegna mér lægi svona á að vita um hann. Svo ætlaði ég að segja henni frá, hvað liefði haldið fyrir mér vöku um nóttina. En ég þurfti ekki að nota þessi brögð. Stúkan virtist, eins og margar kynsystur liennar, hafa hjartað á vör- unum og lét móðan mása, svo að ég komst yarla að. — Hefir kellingin ekki talað við þig? sagði hún, þegar hún var búin að lýsa fyrir mér einhverri ægilega spennandi bílferð frá því um sumarið. — Ha, kellingin, nei. — Ja, mér datt það nú bara svona í hug, eu hann er nú passaður svo vel núna,;að það á víst ekki að vera nein hætta;; — Ha, hvað ertu að segja, sagði ég. — Já, hann sonur hennar, maður, hálfvitinn ha ha ha, hefurðu ekki séð hann hahahaha? Hún hló hátt og livellt og óþvingað, eins og menn lilæja að góðum brandara eða skrýtlu um náungaiin. Augun ætluðu alveg út úr hausnum á mér af forvitni; ég var búinn að vera hálfan mánuð í hús- inu og vissi ekki einu sinni um hálfvit- ann. c. — Já, það er nú meira, Iiélt hún áfram, kellingin neitar að senda hann á Klepp og kaupir rnann allt árið til að passa hann. Sá er nú búinn að gera sitt af hverju. Þú hefðir átt að vera hérna í sumar. Hann losnaði tvisvar. Það var nú meira helvítið. I annað skiptið fór hann hérna inn í herberg- ið, já, einmitt Jretta herbergi. Það bjó hérna einhver slæpingi, sem kallaði sig stjörnufræðing. Svo einu sinni gleymir hann að læsa herberginu, þegar hann fer að heiman. Hvað heldurðu, að karl losni ekki, gengur á röðina hérna á ganginum, Jrangað til hann kemst hér inn, og þá var auðvitað ekki lengur að spyrja að því. Karl tók allt lauslegt í herberginu og fleygði því út á götu. Guðs ntildi, að ekki varð slys af. Þegar kornið var að honum, var liann allur blóðugur. Hann hafði sett hnefann í rúðuna, líklega ætlað að drepa flugu. Það var það undarlegasta, að hann skyldi ekki sletta Jressu hér út um alla veggi. En kellingin, sú fékk nú aldeil- is fyrir ferðina. Það var nú bara ekki talað um annað í bænurn næstu daga. Og manngreyið, sá varð nú pínu vond- ur. Ég hélt, að allt ætlaði að ganga af göflunum. Og ég, auminginn, ég gat nú bara ekki farið á ball næstu vikur. Það var hver kjaftur eins og útspýtt hundsskinn að spyrja mig eftir Jressu. Svei mér þá. Ég lield ég gleymi Javí aldrei. — Því stakk hann sér ekki á eftir öllu saman út um gluggann? spurði ég. — Ertu vitlaus, maður, sagði hún og liló. Það var nú meira, livað hún gat hlegið. — Nei, svo vitlaus var hann J>ó ekki. En mér var sagt, að kerlingin ætlaði að fá einhvern strák til að vera með J)ér í herberginu. Það hafa nefnilega alltaf verið tveir skólastrákar hérna í herberginu. Það voru tveir hérna í fyrra. Þeir voru svo sætir, maður. Svei mér, að ég hef aldrei Jrekkt aðra eins náunga. Það voru nú karlar í krapinu. Djöfull vildi ég Jreir væri komnir aftur. — Ha? sagði ég. — Já, rnikið djöfull vildi ég Jreir væri komnir aftur. Það var svo gaman að þeim. Ég gleymi þeirn aldrei. Þá var nú margt brallað. Kellingin, mað- ur, sú varð nú pínu vond einu sinni. Hún hélt ég hefði verið hjá Jreirn heila nótt — sofið hjá þeim — geturðu hugsað, hvort það var aldeilis ástæða til að verða vond af, ha ha ha ha! Svo stjakaði hún við mér um leið og fliss- aði af kátínu. Það var auðheyrt, að henni var hlýtt til þeirra; piltanna. Allt í einu rak hún upp lágt, eymd- arlegt væluhljóð og fórnaði höndum. Eitthvað, sem líktist mannveru, rak hausinn inn í gættina. Það var að and- litsfalli ekki ósvipað blámanni. Var- irnar þykkar, kinnarnar miklar og slútandi, augun stór og þrútin og svart hárið úfið og ógreitt. Munnurinn og hakan voru blaut, og niður af henni spannst slefan eins og kóngulóarvefur. Einhver brjálæðislegur tryllingur lýsti sér í augnaráði hans, svo að maður þurfti ekki að elast um það eina mín- útu, að hann var vitskertur. Stúlkan greip í mig í ofboði. — I guðs almáttugs bænum, sagði hún, komdu honuin út. Ég fylltist af einhverjum riddara- kjarki. Fann ekki til hins minnsta ótta, Jrótt ég væri bæði lítill og væskils- legur og auk þess einhver mesta rag- geit, sem um getur. Ég Jrrammaði eins og prússneskur hermaður að dyrun- um, setti hnefann fyrir brjóstið á ó- freskjunni, sem hrökk franr á gang- inn. — Síðan tvílæsti ég hurðinni. SÆMUNDUR HELGASON: BÁRUR Blika stjömur, brosir grund, bárusöngvar óma. Þœr eru’ að kveða alla stmid um yndi lands og sóma. Margar hafa grundir gist, gjálfrað títt við steina. Af slíkri ást þó ekki kysst aðra ströndu neina. Ég vil una um ævidag út við bláa strauma, hlýða’ á báru létta lag lesa hennar drauma. Sögutími í VI. bekk B. T.r „Rómantíkerarnir hölluðust að einstaklingshyggju. — Hvað köllum við það á evrópeisku máli?“ Einhver í bekknum: „Kapítalisma."

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.