Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1952, Blaðsíða 8

Muninn - 01.01.1952, Blaðsíða 8
23 MUNINN" Skemmtiför VI (Framhald ai; 21. síðu.) en þar var að sjá hið ægilegasta brim, hvítfyssandi öldur og 1 jölda liskibáta við festár. Attu rnenn erfitt með að skilja, áð þarna væru ein helztu liafn- arskilyrði fyrir hendi á hinni löngu, óvogskormi strandlengju Suðurlands. — Komið var í Selvog og að Stranda- kirkju, farið fram hjá Herdísarvík, þar sem skáldið Einar Benediktsson bjö síðustu æviár síu. Staðnæmzt var við jarðboranirnar í Krýsur ík og síðan ekið til Keflavíkur. Þar rakst Stein- dór á kunningja sinn, Eirík Brynjólfs- son, prest að Utskálum, slóst hann með í förina og tók nokkurn veginn við leiðsögn, meðan ekið var um Nes- ið, — Var þetta eldfjörugur karl, er virtist ánægður nteð allt og alla, og ágætasti ferðafélagi. Var farið til Sandgerðis, en á leið- inni þangað gerðust menn allsvangir. Tók þá Sirrí ]óns upp úr skjóðu sinni hangikjötslæri, mikið og feitt, og gaf hverjum vænan munnbita. Hýrnaði þá heldur yfir hópnum, og eitt tal- andi skáldið fleygði fram þessari vísu undir hinu góðkunna lagi „Við skál- um“: Við etum — alveg eins og við getum. — Við etum — þetta góða hangiket, — sem Sirrí gaf! Mun það vera eina vísan, sem kom fram á ferða- laginu. — Prestur dreif síðan liópinn heim að Utskálum. Er gengið var heim túnið', spurði hann, hvort nokkur hefði séð jafnfallegt prestssetur eða jafnvel ræktaða og slétta jörð. Gæti þá verið, að Hörður Þormar hefði brosað í kampinn. Leiddi prestur menn í kirkju, sem var hin fallegasta og vel prýdd, settist við orgelið og hóf leik og söng, en sjöttabekkingar tóku undir. Ekki var um annað að ræða en öðlingurinn, fyrst hann hafði verið svona heppinn að rekast á þetta yndis- lega fólk, — drifi allan liópinn inn í íbúð sína, þar sem liann og maddama Guðrún veittu mjólk og góðar kök- ur af mestu rausn. Var það mjög vel þegið- Prestur sagði ekki þar méð skilið við hópinn, heldur fór með honurn til Keflavíkur aftur og á flugvallarhótelið í Keflavík. Var það allt skoðað og þótti fínt og anterikaniserað, eins og allt . bekkjar 1951 umhverfið. Þarna var Daníel tekið opnurn örmurn, og ílengdist hann þar eitthvað, en stúlkurnar afbáru það, er þær hugsuðu til þess, að skannnt var nú að bíða kvöldsins í höfuðborginni. Eiríkur kvaddi, og var nú ekið til Reykjavíkur. Kitlandi fiðringur fór um menn, en mörgunr var farið að þykja nóg, hvað koman þangað dróst. Er komið var að M. R., stóðu úti fyrir skólanum rektor og hópur nem- enda og fögnuðu kornu gestanna. Hafði rektor verið búinn að hugsa fyrir húsnæði fyrir allar stúlkurnar hjá bekkjarsystrum þeirra í Reykja- vík og gert ráð fyrir, að piltarnir svæfu um nóttina í íþróttahúsi skólans, en lítið af hinu góða boði var þegið, því að allir áttu völ á liúsaskjóli, ýmist hjá fjölskyldu sinni, vinum eða venzla- fólki. — Fólkið dreifðist. í mörgu var að snúast, og tími lítill til stefnu, áður en dansinn hæfist í M. R., en flestir hugðust skemmta sér þar um kvöldið, um leið og þeir þægju hið ágæta boð rektors og skólafélaganna, og stuðluðu þar með að kynningu milli skólanna. Stutt var dvölin í Reykjavík, því að kl. 9 árdegis á þriðjudag átti að leggja af stað heimleiðis. Dróst það raunar töluvert, því að skilnaðurinn við hina nýju félaga var erfiður, en áður en rennt var frá M. R„ kváðu við húrra- hróp, þar sem M. A. og M. R. voru beðnir að lifa. — Ekið var upp að Reykjalundi í Mosfellssveit og allt þar skoðað sem vendilegast. Rakti Oddur Ólafsson, yfirlæknir þar, sögu og tilgang stofn- unarinnar fyrir nemendum, en hún er næsta einstök í sinni röð og íslending- um mjög til sóma. Höfðu allir nijög gott af að sjá þessa menningarstofnun. Þegar ekið var fyrir Hvalfjörð, minntust menn, að Anton Jóhanns- son varð myndugur þennan dag, og var hann óspart hylltur. Allar vildu meyjarnar með Antoni vera, og er honum fór að þykja nóg um, brást hann í kontdíki. Farið var að líða á daginn, þegar kontið var að Hreðavatni og matazt. — Fóru sögur af, að sumir hefðu tekið allhraustlega til matar síns, eða þeir góðu sjö herrar, sem borðuðu jafn- r--------- ■ ■........?, M U N I N N Úlgejandi: Málfundatélagið „Huginn". Ritstjórn: Gísli Jónsson, Bakiur Ragnarsson, Gunnar Baldvinsson. Prentstjórn: Ólafur Ásgeirsson, Hreggviður Herraannsson, Jón Hallsson. Prentverk Odds Björnssonar h.f. ---J mörg föt af steik og hinir 18, er voru við sama borð. Farið var úr bifreiðunum í Foma- livammi. Þær Lilý og Hauður, er aldr- ei höfðu almennilega látið sefjast af rómantíkinni í þeirra bifreið, komu nú í bifreið hinna raunsæju. Virtist samt sem með komu þeirra þangað yrðu línurnar ekki alveg eins hreinar á milli bifreiðanna. Ljóst var, að nokkrir piltanna gerð- ust djarfari. Skipzt var á um sæti, og meiri kynning varð milli kynjanna, en nú var líka tekið að dimma og fólk farið að þreytast. Hríð var á Holtavörðuheiði og minnti menn á langan vetur í nánd. En ánægja og gleði hélzt sem fyrr í bifreiðinni. Kl. um 12 á miðnætti var komið að Menntaskólanum á Akur- eyri. Nemendur þakka Steindóri Stein- dórssyni fyrir góða leiðsögn og ánægju- legan félagsskap, skólameistara fyrir leyfi til ferðarinnar og ríkissjóði fyrir fjárframlag sitt. Rey k ingam en n heimavistanna liafa beðið blaðið að flytja skóla- meistara þakkir fyrir þá tillitssemi að veita þeim húsaskjól til reykinga. Leyndardómur sköpunarinnar er svipaður dimmu næturinnar — hann er stórfenglegur. Blekkingar þekking- arinnar eru eins og morgunþoka. Þeir varpa skugganum fram fyrir sig, sem bera ljósker sín á bakinu.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.