Muninn

Årgang

Muninn - 01.12.1952, Side 3

Muninn - 01.12.1952, Side 3
25. árgangur. Akureyri, desember 1952 2. tbl. ★*★*★*★*★★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★★*★+★*★*★*★*★*★*★*★*★ Jólin nálgast. Við erum löngu tekin að telja dagana, og nú eru svo fáir eftir, að við getum talið þá á fingr- unum. Tilhlökkun okkar er jafn óblandin og tillilökk- un litlu lirakkanna, sem koma hlauþandi oft á dag og spyrja: „Mamma, fara ekki jólin bráðum að komal Hvað eru þau langt í burtu núna?“ En hvað er það í rauninni, sem við hlökkum svona til? Við fáium margra daga leyfi úr skólanum, fáum að sofa út og ef til vill. morgunkaffi i rúmið, þegar bezt lcetur. Við megum lifa í áhyggjuleysi og sinna alveg spánýjum áhugamálum, sem við getum skapað okkur að eigin geðþótta. Já, við ráðum meira að segja, hvaða tima sólarhringsins við veljum. Við höfum öðlazt dá- samlegt frelsi, erum konungar í ríkjum okkar. Þetta er það, sem fyrst flýgur i gegnurn huga manns, og þvi fylgir feginsandvarp, sem felur i sér: Guði sé lof, bráðum fce ég að sofa, eins og mig lystir á morgn- ana! Um tíma erum við laus við skólabjölluna, þessa Jaktvísu Líliaböng, sem ásceliir mann i svefni. og vöku. En þegar vel er að gáð, er það raunar eittlivað Að jólum ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ annað en þetta, sem vekur mestu tilhlölikunina. A bali við þessa hugsun liggur önnur, sem við erum hálf feimin við að láta vitnast, því að okkur finnst liún vera svo hjálpdfvana og barnaleg. En engu að siður leynist hi'm þarna samt, þessi hlýja og örugga tilfinning, að jólin eru hátíð barnanna, og á jólunum verðum við öll börn á ný. Þeir, sem eru að heiman, sumir ef til vill i. fyrsta sinn, finna þetta betur en hinir, og þeir, sem koma aldrei heim nema um jólin, skynja þetta bezt allra. Svo eru þeir, sem eiga sér enga móður eða jafnvel ekkert heimili. Þeir láta hugann eflaust reika um lönd minninganna og minnast bernskujólanna heima. Já, jólin eru hátíð friðarins, heimilisins og barn- anna, og því hlökkum við svo mjög til þeirra, að þá getum við notið áhyggjuleysisins, eins og börn, laus við önn og eril vinnudagsins. Það er ósk mín, að við megum sem flest njóta jól- anna í skauti heimilishlýjunnar! Gleðileg jól! Á. J.

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.