Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1959, Síða 5

Muninn - 01.12.1959, Síða 5
gamall, bona = góður, malbona = vondur, og frato = bróðir, fratino = systir, viro = maður, virino = kona. Dr. Zamenhof bjó ekki sjálfur til orðin í máli sínu, heldur tók þau öll úr ýmsum lif- andi málum og lagði þau til, þannig að þau féllu sem bezt inn í esperantó. Við könn- umst því við fjölda orðstofna í esperantó úr málum, sem við erum að læra, og jafnvel þó nokkra úr íslenzku, séu þeir sameiginlegir henni og öðrum germönskum málum. En nú kynnu einhverjir að spyrja: Ur því að esperantó er svona einfalt og aðgengi- legt, hvers vegna er það þá hvergi notað í samskiptum þjóða? IÞví er til að svara, að þjóðir heimsins eru íhaldssamar og seinar að tileinka sér nýjungarnar, þótt gagnlegar séu. Samt sem áður er esperantó nú kennt sem skyldunámsgrein í skólum sumra landa, og nokkur fyrirtæki nota málið í viðskipt- urn við önnur lönd. Mikið af bókum hefur verið þýtt af flestum þjóðtungum á esperantó, og fjöldi blaða og tímarita er gefinn út á þvf, jafnvel eru til útvarps- stöðvar, sem útvarpa að mestu eða öllu Jeyti á málinu. Alþjóðasamtök esperantista eru þónokkuð fjölmenn, en hafa víðast látið h'tið yfir sér, svo að almenningur veit minna um útbreiðslu málsins en réttmætt væri. Ekki þarf um það að deila, hvort heppi- legt væri að taka upp eitt alþjóðamál til að nota í samskiptum þjóða, kostir slíks Hggja í augum uppi. Jafnauðséð ætti að vera, að ekkert lifandi og algengt mál má gera að alþjóðamáli, vegna þeirra yfirburða, sem þjóðin, sem talaði það mál, rnyndi þá fá í alþjóðaviðskiptum. IÞað er algengur mis- skilningur, að enska sé þegar orðin alþjóð- legt viðskiptamál, hann stafar af því að við erum á því svæði, þar sem enskan er mest notuð. Ég álít, að áður en líði á löngu, muni andlegur þroski manna hafa aukizt svo, að þeir sjái, hver geysilegur ávinningur yrði að því að gera esperantó alþjóðlegt hjálparmál. Esperantó yrði þá kennt til hlítar í skólum, bæði hérlendis og erlendis, á miklu skemmri bíma og miklu betur en mál eru yfirleitt kennd nú, því að mi-klu auðveldara er að læra það en nokkurt annað mál. Væri óneitanlega ólíkt gagnlegra að læra það mál eitt til hlítar, ti-1 dæmis -hér í skólanum, heldur en svolítinn graut í 4—5 málum, eins og nú tíðkast. Bjöm Teitsson. MINNING þú varst von míns lífs þú varst lífs míns von lífsvon þú varst litrandi raf þú varst gróandi magn rafmagn þú varst dufl minnar vonar þú varst ljós míns lífs ljósdufl þú brauzt mína hlekki þú bræddir minn ís ísbrjótur nú beygir mig þögn nú bíðiu: mín gröf grafarþögn ég bíð þín dagarnir eru sem eilífð nóttin martröð þrá mín bál söknuður minn blý von mín úthaf nær munt þú koma feri MUNINN 29

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.