Muninn - 01.12.1959, Blaðsíða 9
VEFARAVISA
Ég byrjaði að vefa eitt vor fyrir mörgum árum.
Vefurinn er mitt líf frá byrjun. Og þú
varst ekki til. Ég vakti þig upp frá dauðum.
Vefurinn: hvítur grunnur, en græn og blá
glitofin spor á stöku stað til að gefa
sterkari, fegurri blæ þessum hreina vef.
Ó, svörtu rósir er sóttuð mig heim eitt kvöld
og seigar rætur festuð í vefnum mínum,
því spruttuð þið til að eitra hann einmitt þá?
Ég þekki mig ekki einn í myrkri. Ég sef
aldrei um nætur, en hrekk upp við drauminn
sem ber
mig langt inn í skóg af svörtum rósum og
rauðum.
Ó, ráð þú drauminn. Ég hata þann Svartaskóg.
Ég ætlaði að skera á rætur rósanna svörtu,
en rýtingur minn: það er viljinn, — beit ekki
nóg.
HJÖRTUR PALSSON.
í FESTUM
Fölbleik var hlíðin, hrím á stráum þann
haustsvala morgun er þú komst og kvaddir
með kossi. Bak við skynjun mína skaut
skelfingin rótum. Þótti mér sem þá
af þúsimd orðum ekkert mundi nægja.
f gulum skrúða grét í fangi þínu
gleðisnauð mær og hafði aðeins eitt
eggbiturt vopn: sín augu unaðsblá.
Ennþá ég man þú sagðir: Þó að fækki
fundum um stund, ég veit þú gleymir engu
af því sem okkur forðum fór á milli.
Ég fékk þér gullinn lokk úr hári mínu.
Ó, þú, sem dvelur bak við húmblá höf,
hvar heitir vindar gnýja í þungum krónum.
Snú skipi þínu heim í vor og vitja
varanna rauðu er þorrann þreyja máttu
í þögn og myrkri norræns vetrar, vit
það var oft sárt. Þó bíð ég enn og bið
byrinn að fylla seglin, svo að skríði
skjótar að landi skipið sem ég þrái.
HJÖRTUR PÁLSSON.
M U N I N N 33