Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1959, Blaðsíða 6

Muninn - 01.12.1959, Blaðsíða 6
ATHUGASEMD í seinasta tölublaði af Munin, var grein eftir Rögnvald Hannesson, sem fjallaði um íþróttaskylduna og leikfimi hér í skólanum. 'Þessi grein var að mörgu leyti merkileg, en þó einkum fyrir blint ofstæki og ljótan munnsöfnuð höfundar. Ég varð satt að segja forviða, er ég sá nafn Rögnvaldar undir þessum pistli, ég bjóst ekki við svo óþverralegum skrifum af hendi jafn skyn- ugs unglings. Þó tel ég mér bæði ljúft og skylt að afsaka þetta gönuhlaup drengsins og mun aðeins reyna að leiða hann og aðra af sama sauðahúsi í ljós skynsamlegra raka og rólegrar íihugunar. í grein sinni varpar Rögnvaldur fram þessari spurningu: Hvaða réttlæti er í því að skylda nemendur til að stunda leikfimi („Fáránlegt sprikl í daunillum leikfimi- sal.“) og kóróna svo ósómann með því að gefa þeim einkunn fyrir. Þessu er því til að svara, að allir þeir læknar og vísindamenn, sem leggja stund á heilsufræði, telja skóla- nemendum og öðrum, er ekki stunda líkam- lega vinnu, lífsnauðsyn að iðka einhvers konar leikfimi. Skólanemendur eru hins vegar þannig gerðir, að þeir þurfa aðhald í flestu, sem þeim er ætlað að inna af hendi, og ef leikfimieinkunn yrði lögð niður, þá er það spakra manna mál, að rnargur mundi skrópa sér til heilsutjóns. Hitt er að vísu rétt, að leikfimi á lítið skylt við bóklega mennt að öðru leyti en því, að líkamlegt heilbrigði, sem leikfimi stuðlar óneitanlega að, er nauðsynfegt til þess að menn geti fyllilega notfært sér menntun sína (mens sana in corpore sano). Þessi orð, sem Rögn- valdur lætur falla um leikfimikennslu hér í skólanum og leikfimihúsið sjálft, eru bæði ósanngjörn og úr lausu lofti gripin. Ég hef verið í skólum í Reykjavík, þar sem öll að- búð í sambandi við leikfiminám hefur þótt til fyrirmyndar, og ég leyfi mér að fullyrða, að aðbúðin er ekki síðri í skólanum hér. Rögnvaldur ber síðan saman líkamlegt atgervi sitt og þeirra, sem leikfimi stunda. Það þarf ekki fleiri vitna við. Það er óhætt að slappa af. En guð hjálpi Rögn- valdi þegar hann er búinn að slappa af í ca. 20 ár. Að lokum vil ég svo leyfa mér að benda Rögnvaldi á að endurskoða rökfræðina sína, ef vera kynni, að þar leyndist einhver meinleg rökvilla. Þorsteinn Geirsson. LEIÐRÉTTINGAR. í embættismannatalinu, sem birtist í síð- asta blaði, urðu tvær meinlegar villur. — í annan stað féll niður nafn Þrastar Ólafsson- ar, en hann á sæti í stjórn Hugins. Hún er því þannig skipuð: Þórarinn Björnsson, skólam., Guðm. Sigurðsson, form., Þröstur Ólafsson, Sigurður Hjartarson, Rögnvaldur iHannesson. Einnig féll niður nafn Iðunnar Steins- dóttur, en hún á sæti í stjórn Leikfélagsins. Loks gleymdist að geta um stjórn Skák- félagsins, en hana skipa: Hreiðar Steingrímsson, Magnús Ingólfsson, Páll Ingólfsson, Ægir Sigurgeirsson. Biðjum við þessa aðila margfaldrar vel- virðingar. 30 M U N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.