Muninn - 01.12.1959, Blaðsíða 10
ANNÁLL SKÓLANS
Þáttur þessi kemur nú í fyrsta sinn fyrir
sjónir lesenda „Munins“. Það mun fiafa
verið skólameistari, sem átti hugmyndina
að honum. Ýmsir hafa réttilega fundið að
því, að í blaðinu hefur ekki birzt neinn
sæmilega greinargóður annáll úr skólanum.
Annálsritari hafði ekki hugmynd um þetta
væntanlega starf sitt, «fyrr en með nokkurra
daga fyrirvara, og láðist honum því að
rita sér til minnis umtalsverða at-
burði jafnóðum og þeir gerðust. Hann
biður lesendur velvirðingar á því, sem
gleymzt hefur að geta um, og einnig kunna
sums staðar að vera kveðnir upp rangir
dómar, þar eð höfundur ihefur stundum
þurft að leita sér upplýsinga hjá öðrum. En
skylt er, að hafa það heldur, sem sannara
reynist, og hefur svo annál þennan.
Starfið hafið.
Fimmtndaginn 1. október kl. 2 e. h. var
skólinn settur. Skólameistari gat m. a. um
breytingar á kennaraliði skólans. Vernharð-
ur iÞorsteinsson lézt hinn 19. júní s.l., og
vísa ég til minningargreinar um hann í síð-
asta tbl. Munins. Skarphéðinn Pálmason
og Eyjólfur Kolbeins eru erlendis við nám.
Hákon Loftsson gerðist aftur kennari við
skólann, sömuleiðis Sigurður L. Pálsson.
Nýir kennarar eru Guðmundur Vigfússon
og Jón Margeirsson. Hafa þeir umsjón á
karlavistum.
Busar voru tolleraðir að vanda. Var
töluvert líf í þeirri athöfn, og vörðust
margir hraustlega. Meybusar réðust inn á
karlavistir og sneru öllu við í híbýlum
bekkjarbræðra sinna. Brugðust jaeir reiðir
við og bjuggu meybusum kerlaug mikla,
hvar í þeir síðan voru færðir og baðaðir al:l-
rækilega. Atburður þessi gerðist hinn 10.
október.
Málfundir.
Hinn 15. okt. s.l. var aðalfundur „Hug-
ins“ haldinn á Sal. Var þar kjörin stjórn
,,Hugins“ og ritnefnd „Munins". Sjá emb-
ættismannatal síðasta „Munins". Aðalfund-
ur „Óðins“ var svo haldinn daginn eftir.
Sjá embættismannatal.
„Huginn" hélt fyrsta málfund þessa
skólaárs. Umræðuefni var kosningaúrslitin.
Frummælandi var Gunnar Sólnes. Fundur-
inn var haldinn að kvöldi til. Var hann
sæmilega sóttur og vel tekið til máls.
Aðalfundur nemendasjóðs
var ihaldinn fyrsta vetrardag, svo sem venja
hefur verið. Skólameistari skýrði frá stofn-
nn sjóðsins og fjárhag. í úthlutunarnefnd
voru kosnir: Sveinn Jóhannsson, inspector
soholae, Guðmundur Sigurðsson, Leó Krist-
jánsson og Rögnvaldur Hannesson.
Dansleikir.
Fyrsta dansleikinn á vetrinum hélt V
bekkur. Var það laugardaginn 15. október.
Dansleikurinn var vel sóttur og hinn
skemmtilegasti. Var og spiluð kynningar-
vist, og mun það hafa fallið í góðan jarðveg.
Laugardaginn 31. okt. héldu kvennavist-
arbúar dansleik. Rasmínur sungu gaman-
vísur um ýmsa kennara skólans, og svo var
dansað. Var dansinn fremur vel sóttur
og skemmtilegur.
Landsprófsbekkur hélt dansleik hinn 14.
nóv. s.l. Varþar samankominn mikill fjöldi
nemenda úr Gagnfræðaskólanum. Mun
dansleikur þessi síztur þeirra þriggja, sem
hér eru taldir.
34 m u N I N N