Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1959, Blaðsíða 11

Muninn - 01.12.1959, Blaðsíða 11
fþróttamót. Frjálsíþróttamót M. A. fór fram dagana 17., 18. og 24. okt. (sjá síðasta tbl. „Mun- ins“). Sundmót M. A. fór fram laugardaginn 31. október. Eitthvað mun hafa verið sett af metum, svo sem venja er við slík tækifæri. Töluvert mun nú vera af efnilegu sund- fólki í skólanum. Mótið var fjölsótt og fór vel fram. Urslitaleikur knattspyrnumótsins var háður 5. des. s.l. Stóð hann milli 3. bekkjar og 5. bekkjar. Fimmti bekkur vann (5:2). Blakmótið stendur enn yfir. Gestir á Sal. I vetur höfum við menntlingar aðeins tvisvar verið kvaddir á Sal í tilefni af komu vísra manna í skólann. Kristmann Guð- mundsson kom og las upp kvæði (sjá nánar síðasta tbl. Munins). í annað skipti komu á Sal Davíð Stefánsson skáld, Baldvin Hall- dórsson leikari, og Guðmundur Guðjóns- son söngvari. Baldvin las upp ljóð eftir skáldið, Guðmundur söng lög við ljóð þess, og að lokum las Davíð upp tvö ljóð eftir sig. Var dagskrá þessi öll hin skemmtileg- asta. Tónlistar- og bókmenntakynningar. Þegar þessi annáll er ritaður, hefur engin bókmenntakynning verið haldin og aðeins ein tónlistarkynning. Kynnt var klassisk tónlist. Leikin voru verk eftir Beethoven og Schubert. Var kynningin sæmilega sótt. Rökkurannáll. Sunnudaginn hinn áttunda nóvember s. 1. kom nokkuð fyrir, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á skólalífið næstu daga. Þegar Menntlingar risu úr rekkju að morgni þessa minnisstæða dags og stauluð- ust út að glugga og drógu tjöldin til hliðar, sáu þeir, að kominn var öskubylur. Senni- lega hefur margur tautað ljótt í barm sér, þegar liann sá veðrið á sjálfan hvíldardag- inn. Bót var þó í máli að þurfa ekki í skól- ann. Veðrið versnaði þegar á daginn leið. Kl. tæplega átta var rafmagnið tekið af skólan- um og heimvistinni. Skólameistari leyfði heimavistarball á Sal, og flestir fóru þangað niðureftir þi'átt fyrir ófærð og illveður. Þar var svo dansað eftir fjörugum harmonikku- tónum í flöktandi skini kertaljósanna. í lok- in tilkynnti skólameistari, að sennilega yrði ekkert rafmagn komið í fyrramálið, og yrði þá ekkert kennt í fyrsta tíma. Lustu þá margir upp ósviknu fagnaðarópi. Og svona liðu dagarnir, einn af öðrum. Laxá týndist, og rafmagnið kom ekki. Margt var sér til gamans gert, og þrisvar voru haldnar kvöldvökur. Margir minnast eflaust sögunnar, sem hann Sigurður „brilleraði“ í, og hinnar lifandi frásagnar skólameistara af því sem hann kallaði „hræðilegustu nótt- ina í lífi sínu“. Kennsla dróst verulega sam- an, ýmsum að sársaukalausu, og mikið var sungið. Reyndi þá margur á hæfni radd- bandanna, sem lítið hafði gert af því áður. Málfundir voru og haldnir. Tekin var upp að nýju sú viðkunnanlega tradition að gefa mánaðarfrí á afmælisdegi Matthíasar Jochumssonar. Veðrið var þá gengið niður, en ralmagnið ókomið. Síð- degis sama dag var haldin bókmenntakynn- ing. Lesið var úr verkum Matthíasar, og skólameistari flutti erindi um skáldið. Að kvöldi föstudagsins hins tólfta nóv- ember tendruðust aftur ljós í húsakynnum skólans, og við tók grár og venjulegur hvers- dagsleikinn. Yfirleitt sýndu nemendur still- ingu meðan á rafmagnsleysinu stóð, þrátt fyrir tþað, að maturinn væri ekki til á rétt- um tíma og myrkrið kærni með allar sínar fi'eistingar. Og eflaust munu þessir dagar auka drjúgum skerfi við þann sjóð skemmti- legra minninga, sem hver nemandi hefur á brott með sér héðan úr skólanum. Rögnvaldur Hannesson. M U N I N N 35

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.