Muninn

Årgang

Muninn - 01.12.1959, Side 7

Muninn - 01.12.1959, Side 7
NÝTT VIÐHORF Alltaf erum við íslendingar að glata meira og meira af þjóðareinkennum okkar. Æskan spillist af völdum utanaðkomandi áhrifa, og lítið er gert til að sporna á móti. Menn „fljóta sofandi að feigðarósi". Eitt af því, sem einkennt hefur landsmenn frá upphafi er, að ávallt hefur hesturinn staðið við hlið þeirra, óbifanlegur og traustur. í þúsund ár hefur hann stritað til að gera landið byggilegt, því að hvar hefðu íslend- ingar staðið hestlausir? Þjóðin á honum að þakka tilveru sína í þessu landi elds og ísa. En skyndilega nú virðist sú stefna ríkjandi, að hesturinn sé óæskilegt dýr, sem jafnvel beri að útrýma. Eða hvort kunna nú Islend- ingar ekki að meta það, sem þeim er gott gert? iÞví að nú hefur hesturinn fengið nýtt hlutverk, sem hann mun reynast fær um að gegna með sinni tryggð og trúfesti. Verð- skuldaður áhugi annarra þjóða er nú að vakna fyrir ágæti íslenzka hestsins. í deyfð og drunga hverdagslífs erlendis eru menn farnir að finna, hve dásamlega dægrastytt- ingu íslenzki hesturinn getur gefið þeim. Að fara upp í sveit í fagurt umhverfi og létta sér upp á baki vakurs gæðings er æðsta ósk margra. Byrjað er nú að flytja út hesta til Þýzkalands, þó ekki sé í stórum stíl. Þar er farið vel með þá, þeir eru aldir vel og ekki notaðir um of. Á þetta mætti líta, sem góður þjóðfélagsþegn væri kominn á eftirlaun eftir langan starfsferil. í þeim deilum, sem nú standa um leikfimiskennslu hér í skólanum, væri ekki úr vegi að benda á lausn, sem sigldi byr beggja og sameinaði hreyfingu og útilíf, sem hverjum manni er nauðsynilegt. Það væri, ef leikfimishúsi skólans væri breytt í nokkurs konar tamn- ingastöð eftir stækkun og breytingar. Þar yrðu nemendur sjálfir látnir temja íslenzka hesta sér til gagns og ánægju fyrir utan töluverðan fjárhagslegan hagnað, sem þeir yrðu aðnjótandi. Ef aðeins piltar í 3. bekk yrðu látnir vinna að þessu og hafðir yrðu ca. 60 hestar í 4—5 mánuði á vetri, sem þeir svo temdu eftir því fyrirkomulagi, að hver hefði sinn hest og tamið yrði nokkra tíma á viku. Kostnaður við kaup hestsins, fóður, umsjón o. s. frv. myndi verða um 2000 kr. lægri en söluverð með litlu framlagi ríkis- ins gegn gjaldeyristekjum. Þessar 2000 kr. myndu verða mörgum nemendanum kær- komnar við lok skólatíma, þegar pyngja hans væri orðin ískyggilega létt. Fyrirkomu- lagi kennslunnar mætti haga ýmislega, t. d. láta efri bekkinga kenna þeim yngri og halda við kunnáttunni, og einnig mættu þeir eiga völ á að halda áfram að temja með því að hafa rúm fyrir fleiri hesta. Margt fleira væri hægt að minnast á, en ég læt hér útrætt að sinni. Halldór Gunnarsson. SMÁLJÓÐ vinur minn minnir á ljósastaur sem er grundvallaður á bjargi styrktur með járni en peran er brunnin yfir líf mitt er eins og bíll bundinn í þráð yfir hengiflugi auk þess er þráðurinn slitinn feri MUNINK 31

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.