Muninn - 01.03.1961, Blaðsíða 4
()
mannsins, mikil fól, og tekst föngunum að
koma þeim báðum fyrir kattarnef við ein-
róma fögnuð áhorfenda. Leikurinn gerist
um jólaleytið í dagstofu kaupmannshjón-
anna, allur á einum sólarhring. Hann er
fjörugur frá upphafi til enda og atburða-
rásin mjög hröð. Leikstjóranum hefur tek-
izt að skapa ágætt tempó og staðsetningar
allar eru snilldarlegar. Hinsvegar virðist,
sem framsögn hafi verið látin sitja á hakan-
um, það eru undarlega margir leikararnir
óskýrir og þvoglumæltir. Þetta skennnir þó
ekki heildarsvipinn, sem er ágætur, en þetta
er þó atriði, sem hefði mátt fara betur.
Ýmsir hafa haldið því fram, að „tempóið“
sé of mikið og að leikararnir, sem hlut eiga
að máli, séu óskýrir af þeim orsökum. En
hversvegna ekki þá hinir? Nei, leikurinn
má ekkert rnissa af „tempóinu", annars
verður hann þyngslalegur og leiðinlegur.
Pétur Einarsson leikur fangann Jósef, en
það er eitt veigamesta hlutverk leiksins.
Pétri tekst yfirleitt vel upp og sums staðar
prýðilega. Hann er þróttmikill og öruggur
á sviðinu, missir hvergi tempóið og tekst
vel að túlka hinn listræna fjármálasnilling.
Framsögn hans er samt stundum nokkuð
ógreinileg. Karl Grpnvold leikur Júlíus.
Hann hefur skemmtilega framsögn og er
engu síður öruggur á sviðinu en Pétur. Þó
f'innst mér nokkuð skorta á persónutúlkun
hans. Júlíus verður á stundum ungæðisleg-
ur í meðförum hans, og hið innilega sam-
band, sem á að vera á milli hans og Emelíu,
næst ekki. Þorv. G. Einarsson skilar Alfreð
mjög vel, einkum er leikur hans í fyrsta
þætti góður (samtal þeirra Maríu Lovísu er
eitt bezta atriði leiksins). Hinsvegar eru
hreyfingar hans á sviðinu ekki jafn öruggar
og samfanga hans. Handapatið er óeðlilegt.
Felix Ducotel, hinn góðlynda og heiðarlega
kaupmann, leikur Guðmundur Sigurðsson
og gerir það vel. Hann skilur hlutverk sitt
til hlítar. Góðmennska, lieiðarleiki og ró-
lyndi kaupmannsins skín af honum. Og
enginn skyldi halda bik og úrræðaleysi
draumóramannsins byrjunarörðugleika. —
Emefíu, konu kaupmannsins, leikur Jóna
Burgess. Hún leysir það vel af hendi, fram-
sögn hennar er mjög góð og leikurinn jafn
og vandaður. Guðrún Sigurðardóttir leikur
dótturina, hina saklausu, jafnvel einföldu
Maríu Lovísu. Leikur hennar er mjög góð-
ur. Hún skilar heilsteyptri, lifandi persónu.
Hreyfingar allar, látbragð og framsögn er í
fullkomnu samræmi. Hún er jafnvíg hvort
heldur hún sýnir ást, gleði eða vonbrigði
ungu stúlkunnar. Hún á það sammerkt
með Þorvaldi og Einari Oddi að leika af
innlifun. Það fannst mér skorta nokkuð á
hjá sunrum hinna. — Henry Trochard,
kaupsýslumaðurinn og frændinn óttalegi,
er leikinn af Einari Oddi. Þetta er ekki
vandskilið hlutverk, enda skilar Einar því
með miklum ágætum. Allt fas og látbragð
5C MUNINN