Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1961, Síða 5

Muninn - 01.03.1961, Síða 5
er gott, en framsögn nokkuð ábótavant. — Yngri frændann, Pál, leikur Jón Sæm. Sig- urjónsson. Þetta er mjög torskilið hlutverk og erfitt (frá höfundarins hendi). En Jón stendur fyrir sínu og leikur prýðilega. Hann missir aldrei tökin á hlutverkinu og tekst jafnvel að vera skemmtilegur í þessu annars vanþakkláta hlutverki. — Helga Mpller leikur frú Parole. Leik hennar er í mörgu ábótavant, og naumast hægt að tala um túlkun í því sambandi. Þó verður að taka það frarn, að hún mun hafa verið veik nokkurn hluta þess alltof stutta tíma, sem leikstjórinn var hér á Akureyri. — Arn- ar Jónsson leikur liðsforingjann, lítið hlut- verk, þannig, að það verður ekki betur gert. Arnar hefur sýnt svo ekki verður um villzt, að hann er ágætum leikhæfileikum búinn, og þetta hlutverk var alltof lítið handa honum. — Annað starfslið leikfélagsins á einnig hrós skilið fyrir sinn þátt, og vil ég þó sérstak- lega nefna Skúla G. Johnsen, formann leik- félagsins, Stefán Jónasson og Pál Helgason, sem hafa sýnt frábæran dugnað og sam- vizkusemi í starfi sínu. Og ekki má gleyma Árna Kristjánssyni, kennara, sem hefur ver- ið stoð og stytta leikfélagsins frá öndverðu. Um leið og við þökkum gömlu „stríðsjálk- unum“, sem brátt munu hverfa héðan úr skóla, biðjum vér nýliðunum allrar bless- unar í komandi starfi. Þau hafa sýnt okkur á þessum sýningum, að ekki jiarf að óttast um framtíð L. M. A. í guðsfriði. S. G. M U N I N N 57

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.